Þýtt á mannamál.

 

Að þá er annar bankinn eða báðir komnir í þrot.

Eins og þegar Wow og ICElandair slitu sínum viðræðum, að þá var málið of flókið og áhættan of mikil.

Nema að Wow var ekki það stórt, að það mætti ekki fara á hausinn, en sá Dautsi er of stór biti fyrir þýska hagkerfið svo hann má ekki rúlla.

 

Það er nefnilega ekki bara á stjórnmálasviðinu sem Evrópusambandið er að leysast upp, efnahagslega er það að falli komið.

Því fyrir utan lítinn sem engan efnahagslegan vöxt í meir en áratug, þá er eldsneytisvélin sem sýgur til sín hagsæld jaðarríkja vegna evrunnar, Þýskaland í alvarlegustu fjármálakreppu sinni frá seinna stríði.

Bankakerfi þess er hrunið en innri reglurnar sveigðar svo ekki þurfi að viðurkenna það.

Á meðan er lífróðurinn og þessi mistókst, og fer í slóða annarra sem ekki hafa gengið eftir.

 

Það veit enginn hve miklum fjármunum frá Evrópska seðlabankanum hefur verið dælt í þetta þrot, en þó er vitað að fjármunum sem Grikkjum var neitað um eru aðeins brotabrot af þeirri upphæð.

Það er nefnilega svona sem afhjúpar hið innra eðli, og afhjúpar Evrópusambandið sem ógnarbandalag sem aðeins hagsmunir stórfyrirtækja halda saman.

Fjárhagurinn er farinn, stjórnmálaeiningin gufuð upp, aðeins óttinn við dauðann er notaður til að réttlæta tilvist þess.

 

Og þessi óskapnaður á að vera yfirherra þjóðarinnar í orkumálum, auk flestra annarra sem skipta máli fyrir afkomu lands og lýðs.

Slíkur er metnaður stjórnmálastéttar vorar.

Taka ofan og skríða í skjólið sem þar er að finna.

Skjól sem fáir sjá sem á annað borð skoða.

 

Það er meinið.

Ekki sjálfur orkupakkinn, heldur að krakkarnir á þingi hafi ekki meira vit en þetta.

Að þeirra sýn á möguleika lands og þjóðar sé aðeins sú að tengjast æ sterkari böndum veldi sem er að daga uppi sökum ólæknandi innanmeina.

 

Þetta er ákaflega dagurlegt, ekki krakkarnir.

Heldur að þau skuli vera þarna með fjöregg þjóðarinnar í höndum sér.

Því þau fóru þangað ekki sjálf, við sendum þau.

 

Það er meinið.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Hætt við samruna þýskra banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Kristinsson

Takk fyrir góðar greinar 'Omar!!!

Þessir krakkar eru nýlega komnir úr háskóla Íslands, er kenndur óheiðarleiki þar gagnvart ÞJ'OÐ sinni? Þetta er ekkert annað en stórþjófnaður fyrir opnum tjöldum, þessi ORKUPAKKAGLÆPUR.

KV

'Oskar kristinsson

Óskar Kristinsson, 25.4.2019 kl. 13:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Óskar.

Ég held að óheiðarleiki sé ekki kenndur, en mikil áhersla hins vegar lögð á hjarðhegðun, hóphegðun, eða hvað annað sem sparar pening en býr því miður til einsleitni skoðana.

Krökkunum á þingi ætla ég að segja til afsökunar að flest þeirra telja sig vera að gera rétt, að svona eigi þetta að vera, því svona er þetta í öðrum löndum.

Þessi börn hefðu ekki sótt sjálfstæði handa þjóð sinni ef þau hefðu verið á þingi á árum fyrri heimsstyrjaldar, hvað þá að þau hefðu lýst yfir sjálfstæði 1944.

En þá voru ekki börn á þingi, vissulega einn og einn ungur, en ekki börn.

Lífsbaráttan var bara harðari þá, fólk þroskaðist fyrr, og námið var menntun, ekki færiband sem átti að koma sem flestum í gegn, á sem skemmstum tíma. 

Óskar, hér hef ég skrifað langt mál, og kannski sagt eitthvað móðgandi, og örugglega einhverjir sem taka undir að þeir upplifi þingmenn sem börn.  Samt engin stóryrði, þau eru málstaðnum ekki til framdráttar.

Ég bendi alltaf á þetta reglulega, ef við teljum þessa baráttu þess virði að berjast fyrir, þá hljótum við ætla að hafa betur.

Þess vegna pössum við okkur á gera ekki andstæðingum okkar þann greiða að leyfa honum að hnjóta um orð, sem hann snýr allri umræðu okkar uppá, umræðu stóryrða og gífuryrða.

Ég er oft að segja Símoni vini mínum frá þessu, með misjöfnum árangri, þó meir hér en víða annars staðar.

Og stríðsmaðurinn að sunnan þarf stundum þá áminningu að mongólskir forfeður hans gerðu óvinum sínum ekki þann greiða að reyna að tapa orrustunni fyrirfram.

Maður hugsar auðvita sitt, og hreint út sagt finnst mér þessi aðför að þjóðinni skelfileg, og oft langar mig að finna gamla Tinnabók og skrifa orðrétt skammir Kolbeins kapteins uppúr henni.

Maður skilur ekki þessa hugsun að vilja gera öðrum viljandi illt, öruggir i sínum feitum embættum.  Og réttlætingin er einhver orðskrípi sem þeir skeyta hag- fyrir framan.

Þess vegna ætla ég mennskunni sigur Óskar, trúi á þann sigur. Þó ég reikni ekki með að upplifa hann sjálfur, þá allavega reyni ég mitt besta, af þeim krafti sem ég hef yfir að ráða.

Við trúum og treystum Óskar, það sem þú kallar stórþjófnað fyrir opnum tjöldum mun ekki verða.

En þá þurfum við að vanda okkur, og minna hvort annað á þegar við gerum það ekki.

Það er svo mikið í húfi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.4.2019 kl. 22:20

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þegar Páfinn, Páfagarður var Kennslumusteri fortíðar, og fór að selja aflátsbréf, frá syndunum fyrirfram, og svo stal einhver fúlgu af aflátssölu peningum, og hafði sá keypt sér synda aflausn, aflátsbréf.  Orkupakkinn er gjöf til elítunnar fyrir að jóðra þingmenn og stjórnsýslu.

Kennslumusteri nútímans, eru háskólarnir, og þeir selja prófessorsembætti til fyrirtækjana, og fá með kennsluefnið. 

Þá hafa fyrirtækin keypt réttin til að kenna fólkinu, það sem kemur fyrirtækjunum vel. 

Fjármálasvindl fyrirtækin kenna, að svindlið hjá víxlurunum, sé það besta, til að geta haldið áfram í því að hafa fólkið að fífli og láta það þræla fyrir sig.

Ef við lærir ekki um hvernig þetta er gert, þá verðum við áfram í fjósinu eins og annar búpeningur. 

Gangi þér allt í haginn.Egilsstaðir, 30.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 30.4.2019 kl. 16:12

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir þetta innslag Jónas.

Persónulega líst mér ekki á fjósið.

En þú hefur kannski tekið eftir því, ég baula á móti.

Margt rétt sem þú segir, en hið Svarta fjármagn sá þessi orð löngu fyrir, og þess vegna endar margt út á túni.

En það er önnur saga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.4.2019 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 1412864

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 81
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband