25.4.2019 | 08:58
Viðurstyggð í miðaldaríki.
Sem fjármagnar hatur og öfgar um allan heim, þar á meðal hér á Íslandi, er meðlimur í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Ísland er þar líka, og hefur samt ekki lagt til að Sádi Arabía sé vikið úr ráðinu með smán.
Núna hlýtur Ísland að gera slíkt, ef einhvert samkvæmni er í hátíðarræðunum sem utanríkisráðherra les af blaði og gjörðum þessa sama manns.
Í fróðlegri heimildarmynd frá BBC kom fram hverjir glæpir þessa meintu hryðjuverkamanna voru sem voru aflífaðir í gær.
Þeir risu upp gegn aldalangri kúgun trúarofstækismanna með því að fara út á götur og mótmæla.
Svona svipað og Hörður Torfa hefði verið krossfestur á Valhúsahæð fyrir að lemja potta niðri á Austurvelli, og þá fyrir hávaða og lélegt tóneyra.
Þetta eru morð, viðurstyggileg morð með öðrum orðum.
Morð með þegjandi samþykki vestrænna ráðamanna sem skríða fyrir þessu hyski sem ber beina og óbeina ábyrgð á morðum hundruða í svokölluðum hryðjuverkaárásum hér á Vesturlöndum, þúsunda í öðrum heimshlutum, á fjármögnun borgarstríðsins í Sýrlandi og þjóðarmorðunum í Jemen.
Skríða fyrir þessu hyski og þar er maður að nafni Donald Trump, fremstur í flokki.
Slíkur er máttur olíupeninganna.
En það er nóg að skríða fyrir einn í einu og núna skríður Guðlaugur Þór á Alþingi fyrir Evrópusambandinu og olígörkum.
Honum er því engin vorkunn í þessu máli að standa í lappirnar og gera loksins eitthvað sem skiptir máli.
Fordæma þessi morð og leggja fram tillögu á fundi mannréttindaráðsins að Sádum verði vikið úr ráðinu, og rannsókn verði hafin hvort stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna beri ekki að ákæra varðandi þjóðarmorðin í Jemen.
Svona einu sinni gætu menn gert eitthvað annað en að tala fjálglega.
Einu sinni gert rétt.
Það er ekki farið fram á mikið.
Kveðja að austan.
Afhausanir Sádi-Araba gagnrýndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.