20.4.2019 | 13:45
Nefndin taldi sig bundna af lögum og reglum.
Og merkilega nokk, þá fór hún eftir því.
Ráðherra hins vegar taldi sig ekki bundna að slíku, og þess vegna fór eins og fór.
Öryggisventillinn, sem fylgist með að lýðræðisríki Evrópu fari eftir leikreglum, felldi áfellisdóm yfir stjórnsýslu ráðherra.
Og þeir sem skilja ekki til hvers lög og reglur eru, mótmæltu og töluðu um afskipti af innanlandsmálum, í stað þess að íhuga eitt augnablik að þeim hefði orðið á.
Í víðara samhengi lýsir þetta meinsemd sem lengi hefur grafið um sig í íslenskum stjórnmálum.
Að lög og regla séu í besta falli viðmið, en aðalatriðið er að geta farið sínu fram.
Að mitt sé valdið.
Við sjáum þetta núna síðast í umræðunni um orkupakka 3, sem sannarlega mun ganga gegn fullveldi landsins eins og stjórnarskráin skilgreinir það.
Sniðgangan þar er að hinum meintu brotum sé frestað þar til landið verður tengt við orkumarkað Evrópu, sem er samt ekki nema réttlæting að hluta. Eftir að stjórnskipunarlegum fyrirvörum er aflétt af orkupakkanum, að þá veit enginn hvaða viðbótarvöld Evrópusambandið mun taka sér í framtíðinni.
Í allri þessari umræðu er eins og stjórnarskráin skipti ekki máli því hún er eitthvað gamalt plagg, jafnvel arfur fortíðar sem eigi ekki við í dag. Allavega þegar þingmenn telja sig vita betur, þá á hún ekki að vera hindrun.
Samt var Alþingi í lófa lagt að breyta stjórnarskránni eins og Norðmenn gerðu áður en þeir samþykktu EES samninginn, á þá vegu að hún heimili slíkt valdaafsal til yfirþjóðlegra stofnana.
Eins gat dómsmálaráðherra þegar hún lét endurskoða lög um skipan dómara í Landsrétt, sett inn ákvæði um kynjakvóta, að dómareynsla fengi aukið vægi og svo framvegis.
Það er nefnilega hægt að breyta lögum í stað þess að brjóta þau.
Í stað þess að vanvirða þau eins og þingheimur ætlar sér að gera með samþykkt orkupakka 3.
Það er hægt að virða lýðræðið og leikreglur þess.
En það er bara ekki gert.
Og það er mein.
Kveðja að austan.
Hefði átt að vega þyngra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf að taka upp kennslu um stjórnarskránna í grunnskólum, líkt og tíðkast í Bandaríkjunum.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.4.2019 kl. 16:41
Takk fyrir innlitið Guðmundur.
Góður punktur því margt má segja um þá vestra, en þeir taka stjórnarskrána mjög alvarlega, og hún virðist alltaf halda.
Og þó margt sé spúkí við Trump forseta, og hann ekki alltaf skilið hvar vald hans endar, og honum sé þolað margt, þá er sniðganga stjórnarskráarinnar ekki þar á meðal.
Sú hugsun er sterkasta vörn lýðræðisins.
Vörn sem er ekki til staðar hér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.4.2019 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.