Aðeins ofbeldismenn komast að þeirri niðurstöðu.

 

Sem Héraðsdómur Reykjavíkur komst að með því að sýkna vegna þess að vitni var hrætt til að breyta framburði sínum.

Þess vegna er full ástæða fyrir ríkislögreglustjóra að hefja rannsókn af meintum brotaferli þeirra dómara sem eiga í hlut.

Ofbeldisslóðin hlýtur að fylgja þeim frá kynþroskaaldri.

 

Ef það er ekki, þá er greinilegt að þeir finna til samsvörunar við kostunaraðila lögfræðinga, undirheimana sem borga stórfé fyrir að lög og regla láti þá í friði.

Fíkniefnaviðskipti þrífast ekki ef ekki er hægt að treysta á að málatilbúnaður lögreglu haldi ekki fyrir dómi þegar dauð vitni (raunveruleikinn út í hinum stóra heimi), eða hrædd vitni dragi framburð sinn til baka.

Gífurlegir fjármunir eru í húfi, og lögfræðistéttin fær ríflega þóknun fyrir að tryggja að lög nái ekki yfir skipulagða glæpastarfsemi.

Síðasta ömurlega dæmi þar um, órefsað, er þegar glæpaforingi var látinn laus vegna þess að ekki var hægt að sanna að hann hefði valdið dauðahögginu.

Og eitthvert handbendi var ákært.

Það mátti ekki ógna handrukkarastéttinni, sem heldur jú uppi aga í fíkniefnaheiminum, tekjur og þóknanir voru í húfi.

 

Við sem þjóð látum þetta yfir okkur ganga.

Að skítugt fjármagn stjórni öllu.

 

Við látum það meira segja yfir okkur ganga að það kaupi upp þjóðkjörna fulltrúa okkar.

Ræni orkuauðlindum okkar án þess að litla fingri sé lyft.

Alls staðar er hið glæpsamlega fest í sessi, með lögum, með mútum, með keyptum þjónum.

 

En gekk Héraðsdómur Reykjanes ekki of langt í þessum dómi sínum?

Hvað er eftir að réttarkerfi forfeðra okkar ef svona lögleysa og ofbeldi er staðfest með dómi, án eftirmála??

Mega vinnumenn hins skítuga fjármagns allt??

Bara ef þeim er borgað.

 

Það helst allt í hendur í dag.

Bæði aðförin að þjóðinni sem kennd er við tilskipun ESB um frjálst flæði orku, eða glæpalýðurinn sem selur börnunum okkar dóp er friðhelgur.

Dindill er ríkislögreglustjóri, hann rannsakar ekki neitt.

Það er meira að segja hægt að múta fólki til að brjóta stjórnarskrána til að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í vasa auðs og fjármagns.

Eða sleppa ofbeldismönnum því vitnum er ógnað, þaggað niður í þeim.

Sem er aðför að réttarkerfinu og réttlætinu, því ef staðreyndir og sannarlegir áverkir eftir alvarlegt ofbeldi duga ekki til sakfellingar, þá dugar ekkert nema lögfræðingum sé borgað.

Og það keppir enginn við mútufé glæpastarfseminnar.

 

Viljum við þetta þjóðfélag??

Að skítugt fjármagn kaupi allt, stjórni öllu.

 

Þetta var ekki svona.

En þetta er orðið svona.

 

Vegna þess að glæpahyskið keypti sér hvíta skyrtu.

Jakkaföt og skjalatösku.

Og stjórnmálamenn.

 

Fyrir framan nefið á okkur.

Kveðja að austan.


mbl.is Konan flúði fram af svölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Réttlát er reiði þín, en það má draga strikið á mörgum stöðum og jafnvel í síðasta skrefinu. Almenna reglan er að hinn ákærði telst saklaus uns sekt hans er sönnuð. Mögulega er aðdragandi að sýknu eins og þú lýsir,en ég vil frekar halda að þeir löggæslumenn sem koma að svona máli reyni sitt besta til að ná fram sektardómi.

Um hitt sem þú beinir reiði þinni að varðandi stjórnarskrána og mögulegt brot á henni. Brot sem blasir við öllum hugsandi og læsum mönnum. Afstaða  hjá Alþingismönnum gagnvart vilja þjóðarinnar gefur tilefni til réttlátrar reiði. Reiði gagnvart þeim og okkur sjálfum sem kusu þessa vitleysinga á þing.

Þessir vitleysingar nenna ekki að lesa það sem fyrir þá er lagt af þjóðhollum íslendingum, nenna ekki að lesa og fá upplýsingar um Orkupakka 4 og sjá í hverjum hann felst. Þessi afstaða og leti vekur réttætanlega reiði.

Að mínu mati sitja ónytingjar í meirihluta Alþingis.

Verum reiðir yfir því.

Verum reiðir - Því það er okkar verk.

Eggert Guðmundsson, 15.4.2019 kl. 20:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Mikill má misskilningur þinn vera ef þú telur athugasemdir mínar á nokkurn hátt snúast að löggæslumönnum.

Við erum að upplifa enn eitt dæmið þar sem glæpahyski og ofbeldisfólk sleppur vegna þess að lykilvitnum er hótað, og þar með er sýknað þó sekt sé augljós út frá gögnum málsins.

Við verðum að fara ræða samsekt þeirra sem sýkna áður en við glötum réttarkerfinu endanlega.+

Þetta var svona erlendis, og maður hélt að við værum betri.

En mikill efi sótt að mér þegar útsendari litháísku mafíunnar fékk sama dóm og innlendir ógæfupiltar sem glöptust til að hjálpa honum, í sorgarleiknum sem kenndur var við líkfundarmálið.  Hann komst upp með þann málflutning að þegar hann fékk fyrirmæli frá yfirmanni sínum að utan, sem bannaði þeim algjörlega að koma hina veika til læknis, að hann hefði verið að leita ráða hjá frænda sínum.  

Svo nokkru seinna þá komust samlandar hans í dópheiminum upp með að ógna og ráðast á 2 lögreglumenn, og þannig að mjög illa gat farið, og þeir voru sýknaðir því dómarinn taldi ekki hægt að sanna hverjir hefði slegið. 

Svipuð rök og voru síðan notuð til að sýkna höfuðpaurinn í manndrápinu í Mosfellsbæ.

Þetta er ekki að menn njóti vafans, þetta snýst um að skipulögð glæpastarfsemi komist upp með glæpi sína vegna þess að það er hún sem skaffar kerfinu mestu tekjurnar.

Það er ekki lengur hægt að horfa framhjá því.

Gleymum því ekki að heildarumsvif slíkrar starfsemi í heiminum er með stærstu atvinnugreinum, og hagsmunir leppa við að hvítþvo illa fengið fé er gífurlegir. 

Aðeins það getur útskýrt hina öfugsnúnu þróun sönnunarbyrðarinnar þannig að það er því sem næst ómögulegt fyrir löggæsluna að fá alvöru glæpamenn dæmda, en kerfið hreykir sér að harðri meðferð smápeða.

Hvort heldur þú að dómar á burðardýrum hafi meiri áhrif eða dómur á þeim sem fjármagna og skipuleggja??

Og hverjir eru dæmir??, í þeim sjaldgæfu tilfellum þar sem minnst er á mál þar sem skipulagning og fjármögnun koma við sögu, þá er það undantekningalítið gegn utangarðsaðilum sem eru að reyna að selja á markaði sem aðrir eiga.

Og þessir aðrir eru aldrei lögsóttir.

Eins og það sé eitthvað flókið á eyju þar sem allir vita allt um alla.

Nei, dæmum frekar burðardýrin í 8 ára fangelsi, og á meðan hríðfalla börnin okkar á vígvelli eiturlyfjanna.

Núna þegar elítan er komin í beint stríð við þjóðina, þá er tími til kominn að við förum að segja satt um hana, horfumst í augun á hvernig hún er, hvaðan hún hefur tekjur sínar, í hvaða samkrulli hún er, og hvað hún er að gera samfélögum fólks.

Þetta er ekki bara global, þetta er líka lokal.

En jú, ég er reiður út af þessum dómi, og stend við það, að þeir sem dæma svona, sjá ekkert athugavert við hvað ofbeldismaðurinn gerði fórnarlambinu.  Eiginlega er ég bara hissa á að þeir skyldu ekki dæma þann sem bjargaði lífi hennar með því að kippa hana niður á svalirnar til sín, að hann skyldi ekki vera dæmdur fyrir innri afskipti af eðlilegu fjölskyldulífi.

Fyrir að trufla heimilisfriðinn, eða annað álíka.

Við getum ekki endalaust þagað Eggert, við þögðum öll sem einn þegar ofbeldismaðurinn sem hrinti ungu konunni fram af svölunum í Hamraborginni, komst upp með það. 

Við verðum að spyrja okkur, hvað þarf að drepa margar konur í viðbót svo við segjum hingað og ekki lengra.

En ef við gerum það, þá verðum við líka að gera okkur grein fyrir hvað knýr þessa forheimsku áfram.

Það er græðgi, og mannvonska.

Ekki glæpamannanna, þeir eru eins og þeir eru, heldur hinna sem eiga afkomu sína undir tilvist þeirra.

Þeir móta reglurnar á þann hátt að tekjuuppsprettan er því sem næst ósnertanleg.

Og þessu þarf að breyta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2019 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 2050
  • Frá upphafi: 1412749

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 1803
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 26

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband