10.4.2019 | 13:50
Lygi er sagna best.
Þórdís Kolbrún iðnaðar og nýsköpunarráðherra segir;
" Það er einfaldlega þannig að ég myndi aldrei leggja til að Íslendingar innleiddu einhvern pakka frá ESB sem er hluti af EES-samningnum ef að ég teldi minnstu trú á því að við værum að missa að einhverju leyti yfirráð yfir okkar auðlindum,".
Friðrik Árni Friðriksson, landsréttarlögmaður segir;
"Hvað lagalega óvissu varðar vegna leiðar ríkisstjórnarinnar segir Friðrik aðspurður til að mynda ekki útilokað að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) teldi ástæðu til þess að höfða samningabrotamál fyrir EFTA-dómstólnum á þeim forsendum að Íslandi beri að innleiða þriðja orkupakkann að fullu í landslög. Það yrði þá gert á þeim grundvelli að Alþingi hefði aflétt stjórnskipulegum fyrirvara vegna þriðja orkupakkans eins og hann hefði verið tekinn upp í EES-samninginn samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar. Mögulegt væri að málið þróaðist með þeim hætti.
Eins væri mögulegt að einstaklingar eða lögaðilar höfðuðu skaðabótamál gegn íslenska ríkinu ef þeir teldu að íslensk landslög tryggðu þeim ekki þann rétt sem þeir ættu að njóta samkvæmt EES-samningnum.".
Þórdís er stjórnmálamaður sem á hagsmuna að gæta, Friðrik er lögmaður sem á engra hagsmuna að gæta, heldur sig aðeins við staðreyndir.
Þær staðreyndir að það er ekkert sem getur eftir samþykkt þessa tilskipun ESB kennda við orkupakka 3 komið í veg fyrir að annars vegar ESA krefjist þess að Ísland innleiði hana að fullu, og þeir einstaklingar og lögaðilar sem eiga hagsmuna að gæta, geti kært íslensk stjórnvöld ef þau draga lappirnar í því máli.
Því eins og Friðrik segir eru íslensk stjórnvöld búin "að aflétta stjórnskipulega fyrirvaranum og staðfesta þessa ákvörðun".
Því í raunheimi samþykkja menn ekki eitthvað, og neita síðan að fara eftir því.
Þetta vita allir en samt kjósa ráðamenn að ljúga til um kvað það þýðir að samþykkja þessa tilskipun.
Þeir vita að fyrirvarar sem ganga gegn viðkomandi tilskipun, halda ekki, nema um þá sé samið í upphafi.
Sem var ekki gert og þess vegna er staðan eins og hún er, annaðhvort er pakkinn samþykktur með sínum kostum og göllum, eða honum er hafnað.
Hann er ekki Nóa Síríus konfektkassi þar sem hægt er að skilja alla marziban molana eftir.
Samt lætur Þórdís Kolbrún eins og að efni tilskipunarinnar eigi ekki við um Ísland.
Og þess vegna samþykki hún hana.
Hvað veldur??
Ekki einfeldni, þetta er vel gefin ung kona.
Eina hugsanlega skýring þessa er að hún sé í hjarta sínu sammála innihaldi tilskipunarinnar og telji hana til góða.
Annars hefði hún aldrei sagt það sem hún sagði á ársfundi Landsvirkjunar, svo ég vitni í Viðskiptablaðið sem dró orð hennar saman; "Iðnaðarráðherra áréttar að orkan tilheyri eignarrétti á landi og sé ekki þjóðareign líkt og fiskurinn í sjónum. Milljarðaverðmæti liggi í sölu umframorku um sæstreng, og orkupakkarnir hafi verið markaðspakkar.".
Það hafði bara gleymst að láta hana vita að svona segði maður ekki fyrr en eftir samþykkt Alþingis, í þessu tilviki væri sannleikurinn ekki sagna bestur.
Í því felst vanvirðing ríkisstjórnarinnar.
Í því felst niðurlæging Alþingis.
Að það má ekki segja satt.
Að lygi sé sagna best.
Kveðja að austan.
Felur í sér lagalega óvissu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 475
- Sl. sólarhring: 709
- Sl. viku: 6206
- Frá upphafi: 1399374
Annað
- Innlit í dag: 403
- Innlit sl. viku: 5258
- Gestir í dag: 371
- IP-tölur í dag: 366
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Iðnaðaráðherra talar ávallt um "auðlindina" en forðast að minnast á afurðina þ.e. raforkuna, sem skv. 3. orkupakkanum fer á sameiginlegan uppboðsmarkað ESB. Hvaða gagn er að auðlindunum ef við ráðum ekki afurðinni? Það er eins og að eiga fiskimiðin en ráða ekki yfir fiskveiðunum og fiskinum þ.e. afurðinni.
Raforka hefur hingað til verið skilgreind sem þjónusta en í ESB er litið á hana sem hverja aðra markaðsvöru sem lýtur lögmálum frjáls flæðis skv. fjófrelsinu. Svona tal er auðvitað hreinn útúrsnúningur, sem virkar ekki lengur. Menn eru orðnir mun betur upplýstir og sjá í gegn um svona stjórnmálamannahjal.
Júlíus Valsson, 10.4.2019 kl. 16:14
Við skulum vona Júlíus að svo sé, að fólk sé upplýst.
En ef ég á að vera hreinskilinn, þá nem ég ekki í nærumhverfi mínu nokkurn áhuga á því sem er að gerast í þessum málum.
Eins og það þurfi kulda til að fólk vakni, því ekki fer fólk útí skó og heggur við eins og í Noregi.
Þess vegna, og ég ítreka þess vegna, er svona virkni og andóf sem við upplifum í dag gagnvart þessari landsölu, svo mikilvægt.
Núna er ekki látið skeika að sköpuðu líkt og var í árdaga ICEsave, heldur stilla menn saman strengi sína, og herja á hina svikulu stjórnmálaelítu.
Óháð flokkstengslum, óháð öllu nema þeim einlæga vilja að vernda hagsmuni þjóðar og almennings.
Að mínum dómi er þetta eiginlega kraftaverk, og kraftaverk eru oft upphaf nýrrar hugsunar.
Við kannski töpum þessari orrustu, en ég veit hvernig stríðið endar.
Með samstöðu og sigri okkar sem eru ekkert annað en þjóðin, fólkið sem á ekkert nema æru sína, heimili og framtíð barna sinna.
Elítan mun iðrast þessa svika.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 16:29
Kjósendur eru á móti 3ja pakkanum, sem mælist 80-90% í skoðanakönnunum, formlegum og óformlegum. En er það tilviljun að ráðherrar XD eru í eldlínunni? Fátt heyrist frá samráðherrum þeirra í ríkisstjórn. Enginn veit hvaða skoðun þeir hafa. Er XD sjálfviljugur að leggja "stjórnmála" höfuð sitt á höggstokkinn? Hver græðir á því?
Kolbrún Hilmars, 10.4.2019 kl. 17:58
Blessuð Kolbrún.
Athyglisverður punktur hjá þér, dettur einna helst í hug að það stafi af því að málið er á forræði utanríkisráðherra og og iðnaðarráðherra, en þögn til dæmis forsætisráðherra er áberandi.
Einhver hefði nú komið sínu fólki til varnar.
En kannski hlakkar bara í henni, hver veit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 18:33
Góð grein Ómar.
Þetta veldur mér áhyggjum og að þarna sé komin enn eitt glaðskeitt landráðapakk sem berst gegn fólkinu. Þeir halda í heimsku sinni að allt sé göfugt og gott sem þau gera og þessvegna er nauðsynlegt að fremja landráð.
Valdimar Samúelsson, 11.4.2019 kl. 15:40
Blessaður Valdimar.
Eigum við bara ekki að segja að þau viti ekki betur.
Ekki frekar en börnin á leikskólanum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 17:05
Ómar höldum okkur við það núna þangað til sannara reynist. :-)
Valdimar Samúelsson, 11.4.2019 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.