Úlfurinn kastaði af sér sauðarfeldinum á Alþingi í gær.

 

Og í ljós kom að þó gæran sé mismunandi að útliti, sumstaðar merkt Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum, VinstriGrænum eða Samfylkingunni. Viðreisn eða Framsóknarflokknum, að þá lítur úlfurinn alltaf út eins og úlfur, hann er ljótur, og hann étur sauði.

Hann vinnur fyrir fjármagn og auðmenn, hann telur fyrirmæli Brussel vera ígildi guðslaga og honum er nákvæmlega sama um almenning og hagsmuni hans.

Hin mismunandi gervi úlfsins eru aðeins hugsuð til að halda utan um atkvæði almennings, að sjá til þess að hann láti að stjórn eins og friðsöm sauðarhjörð á að gera.

 

Í mínum huga var þetta nokkuð ljóst eftir sögufræg svik VinstrGrænna í ICEsave deilunni og endanlega þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sat í skjóli hins meinta andófsflokks, Borgarahreyfinguna.

En flokkshollt fólk sem var svo heppið að hin óvænta atburðarrás haustið 2008 sem kom Sjálfstæðisflokknum og Framsókn í stjórnarandstöðu, trúði því að þeirra fólk hefði ekki svikið, það voru hinir.

Neitaði að horfast í augun á því að ef þeirra fólk hefði verið í ríkisstjórn, þá hefði það gert nákvæmlega sömu hlutina, það er staðið við samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá haustinu 2008.

Samkomulag sem gekk út frá að vernda hagsmuni erlendra fjármagnseiganda, koma óbærilegum skuldabyrðum á íslenskan almenning, og hið gamla kerfi yrði að fullu endurreist eftir Hrun.  Með endurbótum þó.

Það er bara þannig að hefðbundnir flokkar vinna innan kerfis, og þeir fara aldrei gegn hagsmunum auðs og fjármagns.

 

Við sjáum þetta í dag.

Það er samstaða á þingi að hundsa þjóðarvilja, og innleiða reglugerð Evrópusambandsins sem óhjákvæmilega mun leiða til hækkunar raforkuverðs til almennings og fyrirtækja hans, og til einkavæðingar orkufyrirtækja.

Og þingmenn eru svo ómerkilegir að þeir kannast ekki við þetta, og ljúga út í eitt.

Þeir þurfa atkvæða almennings, en þeir telja sig ekki þurfa að gæta hagsmuna hans.

Þeir telja sig hafa rétt á að eyðileggja eitt af því fáu sem virkilega hefur tekist vel til í samfélagi okkar, sem er að fólk getur hitað húsin sín óháð fjárhag eða búsetu.

Þeir eru algjör andstaða við frumkvöðla eins og Jón Þorláksson sem nýtti krafta sína og verksvit til að leiða hita og rafmagn í hús hjá jafnt háum sem lágum. Á sem hagkvæmasta hátt svo allir réðu við að nýta sér þessi gæði.

 

Í dag á að ljúka þeirri vegferð með samþykkt markaðspakka Evrópusambandsins í orkumálum.

Með einu pennastriki á að jarða þá hugmyndafræði mannúðar og mennsku sem áar okkar lögðu drög að fyrir um 100 árum síðan.

Með einu pennastriki á að breyta orkunni úr auðlind í markaðsvöru, úr sameign í einkaeigu.

Og þingmenn sjá ekkert athugavert við það.

 

Þeirra er valdið, þeir mega.

Reikningsskil gjörða sinna þurfa þeir aðeins að standa þeim sem þeir þjóna.

 

Og það er ekki þjóðin.

Það er ekki almenningur.

 

Það er kerfið, það er elítan.

Fólkið sem er ríkið í ríkinu.

 

Þetta eru úlfar sem líta á okkur hin sem sauði.

Og hafa haft rétt fyrir sér fram að þessu.

En ekki lengur, ekki lengur.

 

Það er kominn tími á úlfaveiðar.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að mínu mati er þetta, hvorki meira né minna, snilldarpistill Ómar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.4.2019 kl. 23:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ætlar sem sagt með mér á úlfaveiðar Pétur??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 23:08

3 identicon

Já, við fóstbræður stöndum vitaskuld saman.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 00:35

4 identicon

Það er beinlínis vandræðalegt að horfa upp á mann eins og Björn Bjarnason verja forystu "Sjálfstæðisflokksins" í drep.  Að fyrrverandi dómsmálaráðherra skuli þrákelknislega afneita sannindunum um þriðja orkupakkann og að þar komi beinlínis skýrt fram að vinna skuli að flutningi raforku þvert á landamæri (í okkar tilfelli sæstrengs) og að hann smætti ætíð að þriðji orkupakkinn leiði til framsals valds til erlends valds, ESB, og að hann beinlínis vanvirði landsfundarályktanir eigin flokks, sýnir að þar fer hann fram með einbeittri forherðingu gagnvart stjórnarskránni og jafnframt vanvirðir hann eigin flokksmenn og æðstu stofnun þess flokks;  Landsfund flokksins.  

Úlfarnir eru jú sumir í sauðargæru, en aðrir eru beinkínis vargar í véum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 02:13

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Símon, hann er svona Trójuhestur umræðunnar, plantaður í Heimssýn til að halda utan um hagsmuni ESB sinna.

Furðulegt að hann skuli látinn komast upp með það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 09:10

6 identicon

Já, það furðulegasta er að hann skuli vera látinn komast upp með það.  Það segir okkur það að "Sjálfstæðisflokkurinn" í dag er ekki það sama og Sjálfstæðisflokkurinn var.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 11:49

7 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn" í dag

er því vargaflokkurinn í véum.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 11.4.2019 kl. 11:50

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Var nú reyndar ekki að hugsa um Sjálfstæðisflokkinn í þessu samhengi, heldur Heimsýn.

Björn er enga veginn Trójuhestur í Sjálfstæðisflokknum, þar hafa alltaf verið skiptar skoðanir, og í raun mun fleiri laumuESBsinnar en margan grunar.

Og fleiri en einn sem byrja á B.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.4.2019 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband