9.4.2019 | 19:27
Ísland er réttarríki.
Og í réttarríki brýtur löggjafar og framkvæmdarvaldið ekki viljandi stjórnarskrá landsins.
Án þess að einstaklingarnir sem ábyrgðina bera séu sóttir til saka.
Samþykkt Orkupakka 3 er skýrt brot á stjórnarskránni sem heimilar ekki slíkt valdaafsal til yfirþjóðlegrar stofnunar.
Þau rök að orkupakkinn sé samþykktur með þeim fyrirvara að hann gildi ekki fyrr en Ísland tengist hinum sameiginlega evrópska orkumarkaði, og slík tenging séð háð samþykkt Alþingi, halda ekki.
Innlent stjórnvald getur ekki neitað einkaaðilum um að leggja slíka tengingu, slíkt er skýlaust brot á þeim reglum sem er verið að samþykkja.
Allir fyrirvarar um annað halda ekki enda getur hver maður með lágmarksskynsemi sagt sér að lítið hald er í sameiginlegri reglugerð, ef hvert og eitt aðildarríki efnahagssvæðisins geti sett fyrirvara við einstök ákvæðið, og látið síðan geðþótta ráða eftir hverju er farið.
Málið snýst því ekki um neitunarvald forseta, málið snýst um lög og reglu, að löggjafarvaldið á hverjum tíma sé ekki hafið yfir stjórnarskrá landsins.
Samþykkt Alþingis á Orkupakka 3 hlýtur því að vera kærð, og dómsstólar látnir skera úr um lögmæti hennar.
Þannig virkar réttarríkið.
Undirskriftasöfnun er hins vegar pólitík, og kemur meintu lögmæti málsins ekkert við.
Og þessu tvennu á ekki að rugla saman.
Kveðja að austan.
![]() |
Beiti synjunarvaldi gegn orkupakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:09 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 1438799
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 52
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála öllum meginatriðum pistilsins og að vitaskuld eigi að kæra þá þingmenn sem ætla af einbeittum brotavilja að brjóta Stjórnarskrá íslenska lýðveldisins.
En ég spyr
hver á að kæra þá þingmenn og til hvaða dómstóls?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 21:11
Andstaða þjóðarinnar gegn markaðsvæðingu raforkuauðlindar hennar sjálfrar er reyndar svo mikil og almenn að líkur geta bent til þess að um mjög fjölmenna hópmálsókn gæti orðið gegn þeim þingmönnum sem myndu gerast sekir um stjórnarskrárbrot, brot á sjálfri grunnstoð þjóðfélagssáttmálans.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 21:17
Blessaður Símon Pétur.
Þú eiginlega tókst af mér ómakið og svaraði þessari spurningu sjálfur.
En tilefnið er samt að ég tel nálgun Frosta röng.
Og reyndar skaðlega, hún færir frá kjarna í þras um umdeilda aðferðarfræði.
Auðvitað er gott í neyð að hafa möguleika á málskotsrétt, en við lifum ekki þá tíma þegar bænarskrá til konungs var síðasta haldreipið.
Ísland er réttaríki, og lög gilda. Sé um það álitamál, þá á að láta reyna á þann ágreining fyrir dómi.
Ísland er lýðræðisríki og stundum þurfa menn að kyngja að hafa ekki meirihluta á þingi fyrir skoðunum sínum. Þá safna menn liðið og taka slaginn.
Væl í forseta er eiginlega ekki slíkur slagur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 21:28
Gott, við erum sammála.
Hópmálsókn gegn þeim fyrir öllum dómstigum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 21:37
Við erum alltaf sammála í kjarna Símon, höfum bara gaman að ræða málin, slíkt skerpir hugsun og fæðir af sér nýja fleti og nýjar nálganir.
En ég treysti á Frosta í þessari hópmálsókn.
Hann er betri en enginn.
Í raun ótrúlegt að maður með hans bakgrunn skuli ítrekað taka stöðu með almenningi, ekki auðnum líkt og flestir úr hans ranni gera.
Hans er heiðurinn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 21:43
Þetta er athyglisverð nálgun sem þið Símon nafni ftá Hákoti viðrið hér. Í grunninn er ég sammála ykkur um að brot á stjórnarskránni sé alvarlegt mál og einkum ef þingmenn löggjafarþingsins brjóta hana. Slíkt hlýtur að vera tilefni til málsóknar gegn þeim þingmönnum, ráðherrum og æðstu embættismönnum sem svo véla um að brjóta hana. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldi og efirmálum.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 22:33
Já já við félagarnir dettum oft niður á þetta, enda ræðum margt frá mörgum sjónarhornum.
Samt svo ég fari ekki alveg framúr mér, þá er víst ekkert brot fyrr en það hefur verið dæmt í því.
En verði svo þá hljóta þeir sem ábyrgðina bera vera látnir sæta ábyrgð.
Eitt er að koma sameign þjóðar í hendur einkaaðila á fölskum forsendum, að takast á við það flokkast undir stjórnmál, en að brjóta vísvitandi stjórnarskrána við þann verknað, á ekki að vera órefsað.
Þess vegna er það svo gott Pétur að úlfurinn hefur varpað af sér sauðargærunni og sýnt sitt rétta eðli í samflokknum.
Ef þetta hreyfir ekki við fólki og skapar forsendur fyrir nýtt stjórnmálaafl, sem til dæmis hefði það sem sitt meginstef að endurheimta orkuauðlindina úr vasa erlends fjármagns og að láta lög gilda í landinu, þá veit ég ekki hvenær það ætti að gerast.
Jafnvel uppvakningar myndu vakna upp við skjálftann í illa kynntum húsum og skekja skildi, jafnvel bíta í þá líka. Þannig að það er enginn afsökun að þykjast vera steindauður varðandi þjóð og þjóðarhag, það er ekki hægt að láta allt yfir sig ganga.
Já ég held að Ögmundur hafi hitt naglann þegar hann spurði hvort þingheimur ætli algjörlega að slíta á tengsl sín við þjóðina.
Slíkt verður aldrei órefsað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 22:48
Komdu sæll Ómar og þakka þér fyrir mjög greinargóðan og skarpan pistil, sem ég vona að sem flestir lesi og ekki síst þeir þingmenn og ráðherrar, sem eru á þeim buxunum að fara að brjóta gegn Íslensku stjórnarskránni, sem þeir reyndar sóru eið að við upphaf þingferils síns. Vandamálið er bara það AÐ ÞAÐ ER ENGIN REFSING VIÐ ÞVÍ AÐ BRJÓTA GEGN STJÓRNARSKRÁNNI og heldur er enginn vettvangur til svo hægt sé að draga þá sem brjóta gegn stjórnarskránni fyrir dóm....
Jóhann Elíasson, 9.4.2019 kl. 23:00
Takk fyrir gott svar Ómar.
Kannski það fari svo að af öllu þessu leiði eitthvað gott og heilandi fyrir þjóðina. Mér hefur fundist baráttuhugur og samstaða þjóðarinnar vera miklu meiri en maður þorði, í sínum bestu draumum, að vona. Þessu máli lýkur því síður en svo á þingi. Þjóðin á, og mun, svara fyrir sig af krafti og siðviti.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 23:13
Góður pistill að venju hjá þér Ómar.
En Jóhann er með bestu lýsinguna á vandamálinu þegar
þessi dusilmenni á alþingi hunsa og brjóta stjórnarskrána.
Fyrir hvern og hverja var hún gerð ef ekki er hægt að fara eftir henni...??
Alla vega er hún ekki mætari en svo, að fyrir þessa landráðamenn
skiptir hún ekki máli.
Fyrir hverja var þingmannaeiðurinn..??
Ekki fyrir land og þjóð. Svo eitt er víst.
Sigurður Kristján Hjaltested, 10.4.2019 kl. 00:52
Æ, þar fórst alveg með þetta Jóhann, ég sem ætlaði að fara að leggja til að byggt yrði við Hraunið.
En djóklaust, bæði í þessu máli sem og ICEsave, þá er vísan í slíkt aðeins myndræn líking, hugsuð til undirstrika alvarleika gjörða viðkomandi, en ég yrði manna síðastur til að leggja slíkt til ef einhver möguleiki yrði á einhverri refsingu. Menn takast á um ólíkar skoðanir, og stundum upplifir fólk baráttu uppá líf og dauða, en átökin eiga að vera á hinum pólitíska vettvangi, þess vegna til dæmis var ég alfarið á móti Landsdómi, skipti engu hvort einn eða allir hefðu verið ákærðir.
Það brýtur enginn stjórnarskrána viljandi, menn sveigja hana kannski mikið til, fara jafnvel yfir þolmörk hennar, en láta þar staðar numið.
En menn geta brotið hana engu að síður, og í svona málum á að láta reyna á það.
Hin meinta refsing er áfellisdómurinn ef svo er, og síðan verða menn að endurskoða lög og samninga sem ganga gegn henni.
Annars er hún marklaust plagg, og þá er einum hornsteininum færra.
Ég held að menn láti ekki reyna á það, slíkt er alltaf ávísun á glundroða.
En aðalatriðið er það að baráttan gegn orkupakkanum sé innan þess ramma sem stjórnarskráin setur, menn sæki það fyrir dómsstólum sem snýr að lögum og rétti, og berjist á vettvangi stjórnmálanna þar sem það við á.
Og láti umræðuna kristallast um kjarnann, sem er markaðsvæðing orkuauðlinda þjóðarinnar og forræði erlends yfirvalds yfir þeim, en ekki um aðferðafræðina.
Það er umræða sem andstæðingar okkar myndu elska , eins og allt sem dregur athyglina frá fátæklegum málatilbúnaði þeirra.
Og gleymum aldrei, að þetta er frelsisbarátta, ekki flokksbarátta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 08:17
Blessaður Sigurður.
Ég held að hún skipti öllu, og það kemst enginn upp með að brjóta hana.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 08:18
Frábær pistill Ómar! Mjög ánægjulegt að landsbyggðin er að vakna til lífsins í þessu máli. Þú hittir naglann á höfuði er þú segir:
"Og láti umræðuna kristallast um kjarnann, sem er markaðsvæðing orkuauðlinda þjóðarinnar og forræði erlends yfirvalds yfir þeim, en ekki um aðferðafræðina."
Við höfum einmitt hlustað á efnilega konu, sem nú er ráðherra halda því fram, að "það séu ekki neinir stjórnskipulegir fyrirvarar" til staðar í málinu og að "ekki sé um að ræða neina grundvallar stefnubreytingu að ræða frá orkupökkum 1 og 2". Einnig að "málið snúist ekki um auðlindir, heldur sé 3. orkupakkinn markaðspakki". Þetta kann að hljóma vel í eyrum ESB-sinna í öllum flokkum en munum hvað sagt var við Nígeríumenn:
"Þið megið áfram eiga auðlindirnar, en VIÐ eigum olíuna".
Hér er sagt við okkur álmúgann:
"Þið megið áfram eiga fossana og hverina, en VIÐ eigum afurðina, rafmagnið".
Einfalt ekki satt? Reyndar hafa Íslendingar ávallt litið á rafmagnið sitt sem þjónustu, ódýra og nauðsynlega. Nú á að markaðsvæða þessa þjónustu sem hverja aðra vöru og setja á uppboðsmarkað ESB. Með orkupakkanum verðum við hluti af sameiginlegum orkumarkaði ESB, með Landsreglarann (national regulator) sem yfirboðara, óháðum íslenskum stjórnvöldum. Þetta er ekki háð því hvort sæormurinn langi verður lagður til ESB eða ekki. Það er eitt yfirklórið.
Áskoranir til þingmanna á orkanokkar.is eru nú yfir 3.000. Þær virka.
Júlíus Valsson, 10.4.2019 kl. 08:54
Blessaður Júlíus og takk fyrir innlitið.
Ég hef svo sem engu við þetta að bæta, deili þeirri skoðun að þetta snúist í raun ekki um sæorminn, heldur regluverkið sjálft sem mun miklu fyrr en síðar leiða til markaðsvæðingar orkunnar og í kjölfarið verði almenningur gerður að féþúfu með tilheyrandi hækkun raforkuverðs.
Sæormurinn hinsvegar mun virkja beint stjórnarskráarbrot sem er alþjóðlegt yfirvald yfir orkumálum okkar og um það þarf að fókusa umræðuna, því þar er nauðvörn ESB sinnanna.
Og sú umræða mun vekja fólk til umhugsunar, því dag eru ekki svo margir að spá í þetta. Þess vegna er hæpið að treysta á undirskriftir sem munu breyta einhverju, fjöldi þeirra verður einfaldlega of lítill til þess. Sbr. til dæmis að við ICEsave andstæðingar hefðum ekki fengið svona margar undirskriftir með áskorunum á Ólaf til dæmis í lok nóvember 2009 því þá var gerjunin á fullu, almenningur að rumska, og blessunarlega tókst þá að nýta sér þá vakningu.
Menn þurfa að dáldið að passa sig á að skjóta sig ekki í fótinn með röngu stöðumati. Og ég treysti því að það munu þeir ekki gera. Þetta er úrvalsfólk sem leiðir baráttu okkar.
En varðandi okkur á landsbyggðinni, að þá langar mig að benda á mjög sterkan pistil sem nágranni minn í efra, Magnús Sigurðsson skrifaði við sömu frétt.
https://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/2233332/
Sérstaklega er athyglisverð ábending hans um hvernig hann fann kuldabola á eigin skinni, þegar menn þurftu á orkunni að halda, þá fór verðið á henni uppúr öllu valdi.
Þessi pistill ætti að dreifast sem víðast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 09:15
Þakka þér fyrir gott og greinargott svar. Ekki var það ætlun mín að gera þér neinn óleik með athugasemd minni og biðst ég afsökunar á því ef svo hefur verið. Aftur á móti vona ég að kjósendur, hér á landi, MUNI EFTIR SVIKUNUM ef orkupakki þrjú verður "keyrður" í gegn, Í NÆSTU KOSNINGUM TIL ALÞINGIS............
Jóhann Elíasson, 10.4.2019 kl. 10:08
Nei alls ekki Jóhann, innslag þitt jók við margbreytileika umræðunnar, sem er jú annar megintilgangur svona pistla, það er fyrir utan að sjálfsögðu innihaldið.
Síðan vil ég bæta við að ég tel að Alþingi sé að rjúfa friðinn, og þetta muni hafa eftirmála.
Ófyrirséða, því þegar gengið er fram af fólki, þá snýst það til varnar.
Vonandi endar þetta þannig að EES samningnum verðir sagt upp, og eðlileg viðskiptatengsl komist á milli okkar og nágranna okkar í Evrópu.
Það er ekkert eðlilegt við núverandi reglufargan og miðstýringu, jafnvel í Sovétinu var ekki gengið svona langt.
Og óeðlileg kerfi eru dæmd til að hrynja, og óþarfi að við séum þátttakendur í þeim Hrunadansi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.4.2019 kl. 11:44
Þakka þér fyrir svarið. Já ég er sko 100% sammála þér í því að segja verði EES samningnum upp....
Jóhann Elíasson, 10.4.2019 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.