Þriðji orkupakkinn snýst um neytendavernd.

 

Segir vinnumaðurinn sem vill festa það í lög að alþjóðlegt vald hafi úrslitavald um skipan nýtingar okkar á orkuauðlindum þjóðarinnar.

Sem er skýrt stjórnarskráarbrot og þar með augljóst að það er ekki ásökun að vinnumaðurinn ætli að ganga á bak drengskaparheita sinna sem hann sór þegar hann tók sæti á Alþingi, það er staðreynd.

 

Og þeir sem það gera enda sem fangelsismatur.

Það er að segja í löndum þar sem lög og réttur er ekki undir á hælnum á einræðisöflum.

 

En eiga beinar lygar alþingismann ekki líka að varða við lög?'

Hvernig fær þingmaðurinn það út að þriðji orkupakkinn snúist um neytendavernd??

Vill hann sem sagt meina að þetta sé einhver viðauki við þegar samþykkt lög þar um.

Það er lög um neytendavernd og rétt neytenda???

Og orkuyfirvaldið sé bara svona viðbót við neytendastofu eða neytendasamtökin.

 

Hvaða rök færir hann fyrir sínu máli??

Og hverjar eru þá rangfærslurnar??, aðrar en þær að fjalla um innihald þess lagatexta sem kenndur er við orkupakka 3?

 

Auðvita eru rökin engin, og ekki bent á neinar rangfærslur.

Aðeins logið og bullað.

 

Orkupakkinn snýst ekki um neina neytendavernd.

Hann snýst um að markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar og í kjölfarið mun orka til almennings og fyrirtækja stórhækka, því þjóðin býr við lægsta raforkuverð í Vestur Evrópu, og því eftir miklu að slægjast fyrir fjármagnseigendur að eigna sér orkufyrirtækin og koma orkunni á sameiginlegan evrópskan raforkumarkað, þar sem sá sem hæst býður, fær orkuna í það og það skiptið.

Og slíkt er ekki neytendavernd, enda vandséð það fífl sem lýgur að örugg hækkun á orku til neytenda, sé neytendavernd.

 

En greinilega samt treyst á að einhver sé nógu heimskur til að trúa þessum lygum og bulli.

Enda ekki að ástæðulausu, Viðskiptaráð skipar ekki þingmenn, þingmenn Viðreisnar voru jú kosnir, mikið til af fólkinu sem þóttist vera á móti auðræði og auðráni.

 

Hins vegar á enginn vitiborinn fjölmiðill að vitna í svona rugl.

Fyrirsögnin á að vera; "þingmaður Viðreisnar lýgur í umræðunni um orkupakkann".

Allt annað er meðsekt.

 

Um lygar, og um landsölu.

Um svikráð, og landráð.

 

Engin önnur orð ná yfir þennan gjörning.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Algjörlega óþolandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll! Datt það líka í hug meðan ég lauk lestri færslu þinnar; Að þingmaður haldi einhvern svo vitlausan að trúa slíku bulli og lygum,slík er áfergjan og nú er orðið launhált á reim pakkafæribandsins þarf ekki stóran mannlegan á Richter,svo rest renni til baka eða útaf. Fyrirgefðu;varð að hnýta aftan við einhverju myndrænu,annars er maður alltaf að endurtaka sig.   

Helga Kristjánsdóttir, 9.4.2019 kl. 17:31

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Helga.

Niðurlag mitt réðst kannski af því að ég hef aldrei getað skilið fólk sem þykist vera á móti, en kýs svo grímulausan hagsmunaflokk auðsins. 

Þykist vera á móti frjálshyggju, og kýs svo eina tæra frjálshyggjuflokkinn sem er í framboði.

Þannig að já, ég held að það sé logið í trausti þess að þarna úti sé einhver sem trúir.

Sérstaklega þegar rök úr ranni heimskunnar er notuð til að fóðra lygina.

En fjölmiðlafólk á ekki að láta þingmenn komast upp með hvað sem er.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 459
  • Frá upphafi: 1412821

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 398
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband