Stelpan spyr hvort það sé krafa í Evrópu.

 

Að dómarar séu skipaðir eftir lögum og reglum aðildarríkja Evrópuráðsins.

Eða hvort þessi þarna einræðisherra í Hvíta Rússlandi hafi rétt fyrir sér.

Að vilji valdhafa sé æðri lögum.

Og Skari Skrípó er ráðgjafi stelpunnar, eða hvað??

 

Er ekki tími til kominn að leggja flokksgleraugunum og spyrja hvað að baki býr??

Af hverju þurfti að henda fjórum dómurum út og skipa þægt fólk í staðinn??

Og þá ekki bara flokkshollt, heldur auðhollt.

Fólk sem myndi freka deyja en að dæma eftir lögum og reglum í þágu þjóðar, og gegn auði.

 

Orkuauðlindir þjóðarinnar eru undir.

Samhengið er skýrt.

 

Orkupakki 3 er beint brot á stjórnarskrá lýðveldisins, sem bannar framsal á valdi til erlends yfirvalds.

Enda vandséð afhverju þjóðin losaði sig við leifarnar af yfirráðu Dana til að hafa opinn þann möguleika að keyptir stjórnmálamenn gætu selt hagsmuni þjóðarinnar fyrir silfur og upphefð.

 

En skýr lög, skýr stjórnarskrá, þarfnast dómsstóla sem eru sjálfstæðir, óháðir framkvæmdavaldinu, óháðir auði og hagsmunum hinna Örfáu.

Því lögin dæma sig ekki sjálf.

 

Þetta veit einræðisherrann í Hvíta Rússlandi.

Hann breytti ekki stjórnarskránni, hann hreinsaði út í dómstólum, sá til þess að þeir sæju til þess að hans vilji, væri vilji laganna.

Og þetta vita þeir sem ganga hagsmuni auðsins, og vilja markaðsvæða orkuauðlindir þjóðarinnar.

 

Þess vegna voru skýr lög brotin þegar skipað var í Landsrétt.

Þess vegna verja vinnumenn fjármagns og hrægamma þann gjörning.

Þess vegna er stelpan látin áfrýja svo öruggt er að Landsréttur láti að stjórn á meðan ólögin ganga yfir þjóðina.

 

Því þó hún viti kannski ekki sínu viti, þá veit auðurinn sínu viti.

Og hrægammarnir vita sínu viti.

 

Spurningin er frekar um okkur hin.

Höfum við eitthvað lært??

 

Til dæmis að nota vitið??

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Óska endurskoðunar yfirdeildar MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Stelpan" sem þú kallar svo er Dómsmálaráðherra.... 

Aumingja þú ef málið fær aðra niðurstöðu en fyrri dómur.

Þarf stundum að taka samfó gleraugum af þér.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 9.4.2019 kl. 13:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er nú það Birgir.

Hestur var svo sem skipaður í öldungaráðið í Róm á sínum tíma, og fékk enga sérstaka virðingu við það, en ráðið setti hinsvegar niður.

Ísabella Spánardrottning var barnung þegar lagadeilan í Bandaríkjunum um rétt fólks að verjast ráni og nauðungarsölu í þrældóm, kennda við Amistad, og varð ekki stærri þó bent var á að hún væri drottning.

Þórdís hefur sýnt það í umræðunni um orkupakkann, að hún er ekki hæf að neinu leiti, lepur aðeins upp frasa sem henni er rétt uppí hendur.

Þar sem ég er kurteis, þá kalla ég hana stelpu, skauta þar með framhjá lygum hennar og rökleysu, kann ekki við að benda á að hún sé eff-orðið.

En Birgir minn, aðeins fífl setja hlutina í það samhengi sem þú gerðir hér að ofan.  Eiginlega er leitun að þeirri heimsku að kenna grundvallarkröfu Evrópuráðsins um að lög gildi þegar dómarar eru skipaðir við hugsanir eða stefnu Samfylkingarinnar.

Þá margdæmdu fjárkúgara.

Það er þó skömmina skárra að segja um þá staðreynd að hún sé Feik news.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 14:13

3 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Gamla kerfið leggur mikið á sig, til að hafa dómarana í lagi.

Kreppufléttan fór ekki fyrir dóm, þó að við sjáum að hún var svindl.

Einhver skrifaði, "ég spurði hvort hægt væri að setja kreppufléttuna fyrir dóm,

og svarið var að þetta hefði alltaf verið svona."

Er hugsanlegt, að til að svindla á fólkinu, þurfir þú að hafa dómskerfið í vasanum? 

000

https://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/entry/2233236/

1878

He started out during his first term in office, to root out the banks many minions from government service. To illustrate how deep this cancer was rooted in government, he fired 2,000 of the 11,000 employees of the Federal Government.

000

Egilsstaðir, 09.04.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 9.4.2019 kl. 14:38

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jónas.

Eiginlega er það svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 14:41

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það er nú einu sinni þannig með lög mananna að flest eru þau til orðin svo hægt sé að fara í kringum réttlætið, sem er í grunnin sára einfalt; "Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig".

Þetta kristallaðist óvíða betur en er kom að því að skipa dómarastólana hvað þessi lagaþvættingur er uppfullur af mannlegum breyskleika. 

AÐ framkvæmdavaldinu og löggjafanum skildi ekki einu sinni takast að fullnægja eigin formsatriðum og fá á sig fyrir það dóm. 

Ég er sammála því að klúður f.v.dómsmálaráðherra og innsetning sakleysingja til að sjatla málin sé meira en lítið grunsamlegt, og gæti best trúað að það sé gert til að sniðganga stjórnarskrána, þegar kemur að því að bananalýðveldið skal blífa.

Með kveðju að ofan.

Magnús Sigurðsson, 9.4.2019 kl. 15:52

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þessi setning fangar kjarna málsins, "AÐ framkvæmdavaldinu og löggjafanum skildi ekki einu sinni takast að fullnægja eigin formsatriðum og fá á sig fyrir það dóm.".

Og það er sorglegt hvað margur mætur maðurinn áttar sig ekki á því.

Ég man þá daga að sjálfstæði dómsstóla var stolt okkar vesturlandabúa í slagnum við andlýðræðisöfl, og varðstaða Evrópuráðsins hornsteinn mannréttinda og lýðræðis.  Og það viðurkenndu allir sem aðhylltust vestræn gildi.

Og þó allskonar bullustamp hafi kannski ratað í dóma þá er það aðeins hismi utan grundvallarkjarna sem ennþá er sígildur, þó auðurinn vinni kappsamlega að vega hann. 

Því auðræði þrífst aldrei í lýðræði.

En varðstöðu þarf að standa og grunngildi að verja.

Sem og að missa aldrei sjónir á trúnni á betri heim.

Þannig mjakast þetta.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.4.2019 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband