5.4.2019 | 16:48
Bjóst einhver við öðru??
Landsréttur, eins ágætur og hann er, gæti verið sella í Sjálfstæðisflokknum.
Allavega er hvergi annars staðar úr samfélaginu hægt að velja 15 manna hóp fólks þar sem flokkstengsl og ættartengsl eru svona áberandi.
Og flokksdómur dæmir ekki gegn flokksmanni sem hefur haldið uppi svona kröftugri vörn fyrir þá flokksmenn sem þurftu handafl til að komast framhjá þeim faglegum kröfum sem lög kröfðust að væri farið eftir þegar skipað var í dóminn.
Það er bara svo.
Þess vegna er svo broslegt að lesa svona málsvörn lúsers eins og það hvarfli að honum að önnur rök en flokksrök hafi ráðið dómi Landsréttar.
Sumir hefðu bara haft vit á að þegja og vona að enginn hafi tekið eftir viðsnúningi Landsréttar.
Í stað þess að gera svona lítið úr sér í eftirá rifrildi við héraðsdóm.
En til þess þurfa menn jú kannski að kunna að skammast sín.
Kveðja að austan.
Áminning Lögmannafélagsins ógilt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 451
- Frá upphafi: 1412813
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 390
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ertu bara að rugla eitthvað út í bláinn
Grímur Kjartansson (IP-tala skráð) 5.4.2019 kl. 20:33
Það er nú það Grímur.
En þar sem ég er ekki staddur í blámanum heldur í gula litnum hérna fyrir austan þá þarft þú að útskýra orð þín betur svo ég fái einhvern botn án þess að gúgla Borgarfjörðinn.
Hvað stenst ekki?
Flokks og ættartengslin í Landsrétt?
Pólitísk spilling við skipan hluta dómara?
Bjánavörn Jóns Steinar fyrir þá spillingu?
Áminning Lögmannafélagsins vegna kjaftbrúks Jóns Steinars í bréfasendingu til dómara?
Staðfesting héraðsdóms á þeirri áminningu??
Eftir stendur ályktun mín.
En þú vilt kannski meina að dómarar í yfirrétti Tyrklands, skipaðir af Erdogan, dæmi eftir lögum og staðreyndum þegar þeir afgreiða andstæðinga þess sama forseta og skipaði þá í dóminn á færibandi í fangelsi?
Ef svo er þá vilt þú kannski upplýsa mig um hvar trúgirni þín endar.
Voru sakborningarnir í Moskvuréttarhöldunum sekir??
Ég veit að Brynjólfur heitinn Bjarnason trúði því en hann sá víst allt í gegnum ákaflega þykk flokksgleraugu.
En auðvitað getur verið til fólk sem trúir á hlutleysi flokksskipaðra dómara, örugglega þó ég hafi aldrei hitt neinn, en það segir náttúrulega ekkert.
En var ekki sagt einu sinni; "sælir eru trúaðir".
Eða þannig.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2019 kl. 10:09
Mér hefur virtst dómaraklíkan um öll löndin, vera skipuð af bakstjórninni. Svo vill þessi bakstjórn láta sína dómara, ráða því, hverjir eru kosnir nýir dómarar.
Það eru mikil átök í löndunum um skipun dómara, við munum þegar Trump reyndi að skipa dómara utan klíku bakstjórnarinnar, þá setti bakstjórnin í gang fjölmiðla herferð til að stöðva þá gerð.
Þá var reynt að finna ávirðingar 30 til 40 ár aftur í tímann, reyndar með misjöfnum árangri, þá er minnið orðið svikult.
Til dæmis er nú mikið skrifað um að morðið á Kennedy forseta og bróður hanns Róbert dómsmálaráðherra, hafi verið skipulög vegna þess að þeir fóru að búa til dollara beint frá Ríkinu. Við vitum allir í dag að peningar eru aðeins bókhald.
Við sjáum hvað kemur út úr því, og íslenskir fjölmiðlar ættu að sjá sóma sinn í því að láta okkur fylgjast með þessum málefnum í dag.
Eigum við okkar Kennedy bræður?
Árið 1969 hélt Pétur Benediktsson bankastjóri í Landsbankanum, erindi í Ríkisútvarpið, og sagði, nú verð ég að tína upp úr minninu, Þjófa?, ræningja?, bæli í Landsbankanum.
Nokkru síðar dó hann úr matareitrun, 1969. Þetta þótti dularfullt.
Nú, 375 dögum seinna, 1970 dó bróðir hans, þá forsetisráðherra Bjarni Benediktsson ásamt eiginkonu og afa barni í eldsvoða á Þingvöllum.
Fólkið í landinu varð slegið við þessi válegu tíðindi. Hver horfði á annann.
Við biðjum Guð að leiða okkur út úr þessum vandræðum öllum.
Guð blessi Ísland.
Auðvelt ætti að vera að fá útskrift af ræðunni hjá Ríkisútvarpinu.
Þegar é ætlaði núna aftur að leita í annað sinn að Pétri Benediktssyni á vef Alþingis, gekk það ekki, en ég fann hann í gær.
Egilsstaðir, 06.04.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 6.4.2019 kl. 12:15
Takk fyrir innlitið Jónas.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.4.2019 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.