Syndaflóðið er rétt hafið.

 

Og eins og allir syndarar vita þá er aðeins ein leið til að stöðva slík flóð, og það er að iðrast og lofa bót og betrum.

 

Því miður fyrir núverandi stjórnmálastétt þá héldu forverar þeirra að skýrt væri kveðið á í stjórnarskrá landsins að Ísland væri lýðveldi, og lyti lýðræðislegum stjórnarháttum.

Ekki bananalýðveldi þar sem einn valdaflokkur réði öllu, óháð kjörfylgi, óháð lögum og reglum.

 

Ef þeir hefðu haldið annað, þá hefðu þeir aldrei látið landið gerast aðili að Evrópuráðinu, og undirgangast þær skuldbindingar sem því fylgdi, þar á meðal þeim sem snúa að mannréttindum og mannréttindasáttmála Evrópu.

Bananalýðveldi eiga hins vegar ekkert erindi í slíkum klúbbi lýðræðisríkja enda hafa Snatar valdflokksins uppi hávært gjamm um fáráð þess að hér ríki lög og regla, og að skipan dómara fari eftir lögum, en ekki handafli og geðþótta flokksins.

 

Um fáráð þessa alls, og hvað það skuli vera hlægilegt að við sem þjóð skulum hafa fengið á okkur slíkan dóm, að þá má vísa í frétt hér Mbl.is þar sem frægt fólk í Bandaríkjunum var handtekið fyrir að svindla við að koma börnum sínum að í fræga háskóla.

Þegar hæfnina skorti þá var handvalið gegn náttúrulega ríflegri þóknun.

Þess vegna eru íþróttaþjálfarar viðkomandi skóla ríkir, og búbótin er góð fyrir hæfari nemendur sem tóku prófin fyrir hina miður hæfu.

Svo sem ekki óeðlilegt að reyna þetta, nema að þetta eru skýr lögbrot, auk þess að grafa undan trúverðugleika viðkomandi skóla.

Og lögbrotum fylgir afleiðing enda Bandaríkin réttarríki.

 

Hér á Íslandi geta dómarar ekki einu sinni virt lögin.

Og engin spyr sig að þegar hæfnina skorti, hvað fór á milli.

Og fólk spilar sig síðan hálfvita til að þykjast ekki skilja skýran áfellisdóm yfir réttarríki okkar.

Eina umræðan er, hvernig er hægt að sniðganga niðurstöðuna á íslenskan máta.

Hvernig getum við verið skrípó á meðal þjóða.

 

Svo hæðumst við að Trump og fólkinu sem kaus hann.

Lítum aldrei í eigin barm hve óttalega aumkunarverð við getum verið þegar kemur að virða leikreglur lýðræðisins.

Bót og betrun er ekki í sjónmáli.

Annað hvort þegja menn þunnu hljóði, eða bulla eins og Birgir Ármannsson gerði í fjölmiðlum í gær.

 

Syndaflóðið er ekki í rénum.

Það eitt er víst.

 

En það er ekki ljótu köllunum að utan að kenna.

Hvað þá einhverjum aðkomumönnum eins og sagt var á Akureyri fyrir ekki svo löngu.

 

Sökin er okkar.

Barnaskapur í bland við forheimsku.

 

Ásamt einbeittum brotavilja.

Kveðja að austan.

 

 
 

mbl.is Fleiri mál bíða úrskurðar MDE
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við eigum í vanda.  Traustið til lagasetningarvaldsins mælist nú 18%.

Eftir höfðinu dansa hinir limirnir tveir:

Framkvæmdavaldið og dómsvaldið.

Fjórða valdið, fjölmiðlar ríkis og vafasamra fésýslumanna, dansar svo af kæti og fíflagangi yfir öllu saman.

Almenningur þegir, en hugsar sitt.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 12:45

2 identicon

Með fjórfrelsi EES samningsins og upptöku laga og reglugerða frá ESB telur stjórnmálastéttin sig vera stikkfría. 

En nú mætir andskotinn ömmu sinni.

Stjórnvöld sem þora ekki að axla eigin ábyrgð hvað varðar skyldur, en hugsa bara um eigin réttindi og skara eld að eigin köku, haf ætíð borið feigðina í sér.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 13:17

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Jamm og jæja Símon, þetta með almenninginn, eigum við bara ekki að hætta að kenna aðkomumönnum um??

Það er nú ekki þannig að öll vitleysan sé ekki fyrir opnum tjöldum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 13:30

4 identicon

Almenningur þegir og hugsar sitt.

Mín innlegg fjalla um vaxandi vantraust almennings á helstu stjórnsýslustofnunum landsins.

Um hvaða aðkomumenn ertu að spyrja Ómar??

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 13:54

5 identicon

Lepparnir og skrepparnir hafa nú fengið búmmerangið í hausinn.  Það gagnast engum að innleiða lög og reglugerðir um heilagleikann.

Sælir eru einfaldir, því þeir munu landið erfa.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 13:59

6 identicon

Ég ætla að leyfa mér að taka undir orð Símonar Peturs frá Hákoti um að almenningur þegi og hugsi sitt og að vantraust sama almennings á helstu stjórnsýslustofnun vaxi (dag frá degi).

Við þetta bæti ég að hvað eftirtektarverðast hefur verið að fylgjast með dómatúlkun þeirra sem strax ruku fram í fjölmiðlum eftir birtingu dóms Mannréttindadómstólsins til að tala frá sér allt vit. Minnir svolítið á Icesave og alla spekingana sem túlkuðu samning Savars fyrir okkur hin þótt vel væri þekkt að enskuþekking þeirra væri ekki fyrir hendi og lagaþekking ekki heldur.

Esja frá Kjalarnesi (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 14:17

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon.

Mér vitanlega er lýðræði hér á landi, og hin ósnertanlega valdaklíka okkar er í boði almennings, en ekki einhverra annarra sem til siðs er að skammast út í.

Síðan grunar mig að sért að rugla EES samningnum við aðild okkar að Evrópuráðinu.

Evrópuráðið var andsvar vestrænna lýðræðisríkja við valdablokk kommúnista í austri, og það er eftirtektarvert að fyrstu skref hinna nýfrjálsu ríkja þegar sú valdablokk hrundi, var að sækja um inngöngu í Evrópuráðið.

Það gerir jú ákveðnar kröfur um lýðræði og leikreglur þess, en hart þykir mér að lesa að einhver haldi því fram að lýðveldisstjórnarskráin sé að koma eins og búmerang í hausinn á mönnum.

Hins vegar er það vanvirðing á henni sem menn fengu í hausinn

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 14:41

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Esja.

Fylgist svo sem með fáu öðru en Mogganum, þó ég hafi aðeins kíkt á Ruv vefinn í gær.

Mér vitanlega hefur aðeins einn reynt að túlka þennan dóm, og það er Birgir Ármannsson. Og þó hann sé ágætur kallanginn, þá er vart hægt að tala um hann í fleirtölu.

Þú túlkar ekki skýran dóm um grundvallaratriði lýðræðis.

Þú getur hins vegar kosið að hlýða honum ekki.

En þá er ríkisstjórnin nauðbeygð að segja sig úr Evrópuráðinu.

Og kannski myndað bandalag með þessum þarna í Hvíta Rússlandi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 14:45

9 identicon

Þér varð að ósk þinni, Sigríður hefur stigið til hliðar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 13.3.2019 kl. 15:11

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Símon minn, þegar Bjössi Magg afhenti mér prófblaðið úr stærðfræði 313 sem var rökfræði að mig minnir, þá benti hann mér á klaufavillurnar, og sagði síðan ágætt hjá þér.  Ekki að mér hefði orðið að ósk mín að hafa mun fleiri dæmi rétt en röng.

Sigríður hundsaði skýr lög, þrátt fyrir eindregnar aðvaranir sérfræðinga dómsmálaráðuneytisins sem bentu henni á afleiðingarnar.

Sem allt gekk eftir.

Eina sorglega í dæminu var að rétturinn skyldi koma að utan, líkt og var í den þegar fátækir búaliðar þurftu að senda danakóngi bænaskjal um að vernda sig og sína fyrir valdníðslu og yfirgangi innlendra valdsmanna.

Ofsalega hefur fátt breyst síðan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.3.2019 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 623
  • Sl. viku: 5623
  • Frá upphafi: 1399562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband