12.3.2019 | 16:11
Lögbrjótur sem laug.
Segist njóta traust innan ríkisstjórnar Íslands.
Þó laug hún að Alþingi um forsendur spillingar sinnar, og spilling hennar braut skýr lagaákvæði um skipan dómara.
Afleiðingin er dómur án umboðs.
Hvað segir þetta um ríkisstjórn Íslands?
Er hún á pari við Venesúela eða Alsír?, eða önnur ríki þar sem völd valdaklíka eru æðri lögum og reglum viðkomandi landa??
Eða er þetta smámenni sem þora ekki að takast á við spillingu innan sinna raða?
Í ljósi þess að það á að taka hagsmuni örfárra innflytjenda fram yfir hagsmunir þjóðar varðandi innflutningi á sýklum eða það á að knýja Alþingi til að samþykkja nýjustu tilskipun Evrópusambandsins um orkumarkað, sem mun óhjákvæmilega leiða til þess að orkufyrirtæki okkar verði einkavædd og orkan síðan falboðin hæstbjóðenda innan hins sameiginlega markaðar, að þá er ljóst að það er engu logið uppá okkar ágætu ríkisstjórn.
Valdastóll og hagsmunir Örfárra er límið sem heldur ríkisstjórninni saman.
Þess vegna er ljóst að dómsmálaráðherra lýgur ekki hvað þetta varðar.
Hún sem dæmdur lögbrjótur og afhjúpaður lygari gagnvart þjóð og þingi nýtur trausts.
Og bakland hennar er samtrygging flokkshesta allra flokka sem munu flytja hina rispuðu plötu upphlaupa og upphrópana, með og á móti, án kjarna, án innihalds.
Og ekkert breytist á meðan samtryggingin ræður öllu.
Nema.
Nema.
Kveðja að austan.
Niðurstaðan óvænt og fordæmalaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 182
- Sl. sólarhring: 651
- Sl. viku: 5766
- Frá upphafi: 1399705
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 4918
- Gestir í dag: 153
- IP-tölur í dag: 153
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.