12.3.2019 | 09:44
Rétti er ógnað.
Og vantraust þjóðarinnar á ríkisstjórnina verður algjört ef forsætisráðherra og fjármálaráðherra grípa ekki inní og víkja Sigríði Andersen úr stöðu dómsmálaráðherra.
Við sem þjóð verðum stundum að feisa alvöru mála, getum ekki alltaf yppt öxlum og sagt að þetta eru hvort sem er krakkar í sandkassaleik.
Og að hinir eru svo ekkert betri.
Allt örugglega þannig séð rétt, en við eigum ekki að líða þá aðför að réttarkerfinu sem meint geðþóttaskipan Sigríðar á dómurum í hinn nýja Landsrétt var.
Það er vitað að Sigríður laug um forsendur skipan sinnar, þær standast enga skoðun miðað við rökstuðning hennar.
Samkvæmt lögum, sem hennar eigin flokksmaður settir fyrir nokkrum árum síðan, þá bar henni að virða álit hæfnisnefndar eða færa gild gagnsæ rök fyrir annarri niðurstöðu.
Sigríður sagðist hafa farið eftir álitinu en gert ákveðnar breytingar útaf kynjahlutfalli og svo hefði hún ákveðið að gefa dómarareynslu aukið vægi.
Rök sem út af fyrir sig hefðu getað staðist, en út frá þeim hefðu samt að hluta aðrir dómarar verið skipaðir.
Með öðrum orðum, hún laug að Alþingi, og hún laug að þjóðinni.
Bara þessi lygi ein og sér er full ástæða til afsagnar.
En geðþóttarákvörðunin er hið alvarlega í málinu, því hvað býr að baki?
Við sem þjóð erum svo samdauna flokks og ættartengslum, að við tókum það gilt að það væri forsenda breytinga Sigríðar, annars vegar að skipa vini og flokksmenn, og hins vegar að ná sér niður á pólitískum andstæðingum flokksins.
Það er til dæmis ljóst að sá sem síst átti að fá embætti dómara við Landsrétt, var ekki frekar hæfur en heimilishundur minn (sem ég reyndar á ekki). Hundurinn vegna þess að hann er hundur, og sá sem fékk embættið skorti til þess alla reynslu og menntun.
Hann var bara eiginmaður vinkonu dómsmálaráðherra.
Og við ypptum öxlum, umberum þetta.
Gleymum alvarleikanum, að það er ekkert sem segir að venjulegur klíkuskapur búi að baki.
Það geta verið hagsmunatengsl við völd og fjármagn, það geta verið mútur, það geta verið hótanir í garð ráðherra.
Gjörþekktar aðstæður úti í hinum stóra heimi og ekkert sem segir að slíkt eigi sér ekki stað hérna líka.
Með öðrum orðum, hinir brengluðu skipaðir dómarar vantar trúverðugleika.
Hverjum þjóna þeir, hverjum eru þeir trúir?
Það er allavega ljóst að þeir eru spilltir, annars hefðu þeir ekki þegið hina röngu skipan.
Og vanhæfir, því dómari sem ekki skilur að leikreglur eru til að fara eftir, hann er ekki hæfur til að meta brot annarra á slíkum reglum.
Það er ömurlegt að málið sé í þeirri stöðu að þurfi dóm að utan til að hreyfa við þjóðinni.
Og það er ennþá ömurlega að verða vitni af hinni komandi skotgrafaumræðu flokkshestanna sem mun fylgja, þar sem menn verja sitt fólk út í rauðan, og þar sem menn gagnrýna út í dauðann, vitandi að tilviljun ein olli hvorum megin menn urðu í skotgröfunum.
Eins og það sé ekkert sem er rétt, eins og það sé ekkert sem er rangt.
Eins og menn eigi þjóðina en þjóni henni ekki.
Síðan er það sér kapítuli hvernig lögfræðingar og dómarar landsins brugðust við.
Með örfáum undantekningum var látið eins og það væri eðlilegt að brenglaður dómari dæmdi í álitamálum þar sem hagsmunir væru undir, og enginn veit í raun hverjum hann þjónar.
Hver er hæfni héraðsdómara sem vísar máli til Landsréttar vitandi að brenglaður dómari gæti dæmt?
Hver er hæfni hinna löglegu skipaðra dómara að umbera hina brengluðu meðdómara sína??
Og afhverju er það aðeins einn, en ekki allir lögfræðingar sem mótmæla þegar brenglaður dómari dæmir??
Er spillingin svona eðlislæg að hún er talin eitt af náttúrulögmálum samfélagsins?
Er meðvirknin svo mikil að menn sjá ekki brenglunina, að menn sjái ekki hvað þetta er allt saman rangt?
Vinnandi við kerfi sem kennir sig við rétt og réttlæti, ekki rangt og ranglæti.
En nú er nóg komið.
Þó við séum smáþjóð, þá er ekkert samhengi þar á milli og að við séum smámenni.
Og því eigi smáfólk að stjórna okkur.
Stund sannleikans er alltaf erfið.
En hún er hreinsandi.
Og hún er ekki umflúin.
Rétt á að verja, ekki ógna.
Kveðja að austan.
Ríkið brotlegt í Landsréttarmálinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 37
- Sl. sólarhring: 628
- Sl. viku: 5621
- Frá upphafi: 1399560
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 4794
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alþingi var líka brotlegt með því að greiða atkvæði um alla 15 kandítatana í einu í stað hvers um sig.
Eigi ráðherra að segja af sér, verður þá ekki líka að rjúfa hið brotlega þing og boða til kosninga?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 11:34
Sé ekki samhengið Guðmundur, vægast sagt. En ágæt tilraun til að réttlæta aðförina að réttarríkinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 11:44
Skil ekki þetta svar í athugasemd #2. Hvaða réttlætingu á aðför að réttarríkinu ertu að tala um?
Það sem ég var að reyna að benda á er að það var ekki eingöngu dómsmálaráðherra sem braut lög þegar hún var að velja hverjir yrðu tilnefndir, heldur braut Alþingi líka lög með einni atkvæðagreiðslu um allar 15 tilnefningarnar í einu lagi, í stað þess að greiða atkvæði sérstaklega um hverja og eina tilnefningu.
Ef lögbrot ráðherra í málinu á að leiða til afsagnar, hvaða afleiðingar á þá lögbrot Alþingis að hafa?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 11:56
Alþingi afgreiddi þessa skipun dómara athugasemdalaust svo hvernig getur þetta verið lögbrot ráðherra
Grímur (IP-tala skráð) 12.3.2019 kl. 13:17
Alþingi gerði kröfu um leiðréttingu á kynjahlutföllum á meðmælalista lögmanna í nýjum landsrétti, sem dómsmálaráðherrann gerði og þingið samþykkti síðan. Hvort eigum við að reka tilnefningarnefndina fyrir kynjamismunun eða þingið fyrir kynjajafnrétti?
Kolbrún Hilmars, 12.3.2019 kl. 13:27
Ég held að þú Ómar hafir ekki kynnt þér niðurstöðu Mannréttindadómstólsins nógu vel áður enn þú stakkst hér niður penna (mús) og krafðist afsögn dómsmálaráðherra, Sigríðar Á Andersen.
Megin niðurstaða dómsins er sú að ekki verður haggað við stöðu dómara við Landsrétt sem dómsmálaráðherra lagði til og Alþingi samþykkti. Þar með er allri réttaróvissu með dóma Landsréttar eytt. Þessi niðurstaða dómsins er sigur fyrir dómsmálaráðherra.
Daníel Sigurðsson, 12.3.2019 kl. 14:00
Blessaður Guðmundur.
Ef þú hefðir ekkert kynnt þér málið, og hvorki lesið pistilinn eða fréttina, og sleppt þessum lokum þínum; "verður þá ekki líka að rjúfa hið brotlega þing og boða til kosninga?", þá líklegast gætu pælingar þínar haldið vatni.
En málið snýst um alvarleika lögbrota, og tilraun þín til kattarþvottar er svipuð og hjá verjanda sem krefst sektardóms yfir bankaræningja því bróðir hans hefði fengið sekt fyrir stöðumælabrot.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 14:18
Blessaður Grímur.
Gerandinn og ljúgarinn er dómsmálaráðherra.
Hans er að sæta ábyrgð, og hann getur ekki skýlt sér að baki samþykkt Alþingis.
Svo væri það frekar skrýtið og óskilvirt lýðræði að rjúfa yrði þing í hvert skipti sem Alþingi þarf að bakka með lagasetningu sína, hvort sem þær stangast á við fyrri lög, alþjóðlegar skuldbindingar eða stjórnarskrá.
Eða finnst þér það ekki?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 14:20
Blessuð Kolbrún.
Það er rangt að Alþingi hafi krafist einhvers, en Alþingi tók lygar Sigrúnar gildar.
Hafði ekki fyrir að athuga að miðað við forsendur ráðherra þá " út frá þeim hefðu samt að hluta aðrir dómarar verið skipaðir."
Eftir stendur því á hvaða forsendum voru dómararnir skipaðir.
"Það geta verið hagsmunatengsl við völd og fjármagn, það geta verið mútur, það geta verið hótanir í garð ráðherra.".
Í alvöru thriller væri búið að athuga hvort einhver náinn ættingi ráðherra hefði horfið eða hvort henni hefði verið hótað á annan hátt.
Svona sem dæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 14:23
Rangt Daníel.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 14:23
Ómar. Nú er ég löngu hættur að skilja þig.
Hvaða kattarþvott ertu að saka mig um og af hverju? - "svipuð og hjá verjanda sem krefst sektardóms yfir bankaræningja því bróðir hans hefði fengið sekt fyrir stöðumælabrot" - Þessi samlíking er furðuleg og óskiljanleg.
Ég varpaði fram þeirri málefnalegu spurningu hvort allir sem bera ábyrgð á þessu eigi ekki að segja af sér?
Með því er ég ekki að gera lítið úr alvarleika brotsins, heldur þvert á móti að undirstrika hann!
Getur verið að þú hafir lagt einhvern allt annan skilning í athugasemd mína en býr að baki henni?
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 17:56
Grímur. Alþingi afgreiddi þessa skipun dómara á ólöglegan hátt. Það breytir engu um lögbrot ráðherra.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 17:58
Kolbrún. Lögbrot ráðherra og Alþingis í málinu hafa nákvæmlega ekkert með kyn eða jafnrétti að gera.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 17:59
Daníel. Allar fullyrðingar þínar í athugasemd #6 er rangar og í andstöðu við staðreyndir málsins.
Vinsamlegast lestu dóminn áður en þú tjáir þig um hvað kemur fram í honum.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2019 kl. 18:01
Guðmundur.
Það eru efnislega tvær leiðir færar til að verja stöðu Sigríðar.
Sú fyrri er að gera lítið úr alvarleik málsins, taka skýringar hennar gildar eða benda á að Alþingi hafi samþykkt tillögur hennar og því sé hún stikkfrí þó um lögbrot sé að ræða. Þetta er sú leið sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara, og hún mun duga fyrir flokksmenn og von áróðursdeildarinnar er að auk flokksmanna muni einhver hópur kjósenda sem þekkir ekki til efnisatriða, eða nennir ekki að kynna sér þau, taka undir þessi sjónarmið.
Stuðningur 20% plúss ?.
Sú seinni og mun lúmskari er að gera miklu stærri hóp samsekan og fá þá stærri hóp flokkshesta til að verja lögbrotin og þá um leið slá skjaldborg um Sigríði. Því hennar fall er þá fall annarra. Og ef krafan um afsögn stærri hóps er þar að auki óraunhæf, og kemur efnisatriðum lögbrota Sigríðar lítt við, þá er mjög líklegt að almenningur setji sama sem merki þar á milli.
Þú ert að fara þá leið, hvort sem hún er viljandi eður ei.
Gjörðin er sú sama.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.3.2019 kl. 20:16
Helga Kristjánsdóttir, 14.3.2019 kl. 01:45
Blessuð Helga.
Forsetinn er ekki á neinn hátt ábyrgur fyrir löggjöf eða samþykkt sem gengur gegnum öðrum lögum, stjórnarskrá eða öðru.
Þetta er aum hártogun fólks sem þorir ekki að horfast í augun á sínum eigin mistökum.
Þú sem amma hefur örugglega kennt barnabörnum þínum að reyna ekki að bæta böl með því að benda á annað, sem er böl í þeirra huga.
Alþingi gæti hins vegar reynt að íhuga af hverju það er trekk í trekk aðeins sjálfsafgreiðslustofnun ráðherraræðis.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2019 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.