Af sögunni skaltu þekkjast.

 

Versalasamningur er skírskotun í uppgjafaskilmála Þjóðverja við lok fyrri heimstyrjaldar,.

Öfugmælin var að kalla skilmálana samning og ósigur Þjóðverja var slíkur að þeir áttu ekki annarra kosta völ en að samþykkja þá.

Hefðu samþykkt allt.

 

Hvort íslensk stjórnvöl hafi upplifað sig í slíkri stöðu á vormánuðum 2009 skal ósagt látið.

Það skýrir margt, en réttlætir ekkert.

Þú selur ekki þjóð þína í skuldaþrældóm þó þér sé hótað að þú fáir ekki að mæta í kokteilboð með hinum í nokkra mánuði, eða hver önnur gat hótunin verið??

 

Jú, neita að samþykkja aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Sem hefði tryggt stjórnmálastéttinni feit laun, og feit eftirlaun.

Og hrægammarnir, bæði þeir erlendu sem og þeir innlendu, hefðu getað labbað með allt úr landi án þess að spyrja kóng eða prest, mann eða annan.

Þetta annars vegar, skuldaþrældómur þjóðar hins vegar.

 

Þjóðin sagði nei, og það reyndi aldrei á þrælasamninginn.

Eftirmál þeirra sem reyndu að selja hana, urðu engin.

Nema að sumir þeirra sem sviku gegna núna æðstu embættum þjóðarinnar.

 

Forseti Alþingis, forsætisráðherra og forseti, og á seinni stigum fjármálaráðherra.

Það er fjármálaráðherra þurfti ekki að afhjúpa sig fyrr en allt var lagt undir til að fá þjóðina að skrifa undir vægari útgáfu ICEsave svo bretar og ESB fengu ekki á sig dóm fyrir fjárkúgun.

 

Svo segja menn að það borgi sig ekki að svíkja þjóð og selja hana í þrældóm.

Og ekki er liðið á hliðarlínunni skárra, Samfylkingin og Viðreisn, þeirra sem eini ágreiningurinn við hina var að ekki væri svikið nóg.

 

Svik borga sig hjá þjóð sem lætur spila með sig.

Sem lætur tilbúin dægurmál og upphlaup yfirskyggja alla vitræna umræðum.

Sem sér ekki í gegnum fals og fláræði þeirra sem þykjast vera á móti, en eru í raun ennþá harðari stuðningsmenn þess kerfis sem mylur undir auð og auðmenn, þráin eftir að komast að kjötkötlunum er það eina sem drífur þá áfram.

Upphlauparar sem eru síðan nýttir í þau skítverk að vega að þeim örfáum þingmönnum sem hafa eitthvað að segja, og gera athugasemd við sjálftökuna og auðræðið.

 

Ástandið í samfélaginu í dag þarf því ekki að koma á óvart.

Sjálftökuliðið heldur að það komist upp með allt, og það geti endalaust gengið fram af fólki.

Aðeins að fóðra upphlaupin og síðan að kosta róginn gegn þeim sem andæfa.

 

Í dag eru það þessir þrír einstaklingar sem leiða  kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar að öll laun dugi fyrir lágmarksframfærslu, ekki bara laun allflestra.

Rógurinn og níðið eiga að grafa undan þeim, og síðan á það sem sameinar elítuna, það að verja sjálftöku sína, að brjóta þá á bak aftur.

Elítan mun aldrei láta það spyrjast út til háborða valdsins að til sé þjóð þar sem allir geti lifað mannsæmandi lífi.

Slíkur kommúnismi verður krossfestur eins og Kristur forðum.

 

Því elítan er eins og hún er.

Og hefur alltaf verið.

 

Hún áttar sig ekki á hvað hún var rotin þegar hún seldi þjóð sína í þrældóm, og hún áttar sig ekki á siðleysinu sem felst í að hækka laun sín uppúr öllu valdi, en standa föst fyrir gegn kröfu mennskunnar að rík þjóð borgi mannsæmandi laun.

Öllum, ekki bara sumum eða flestum eða allmörgum, eða hvernig sem fyrirslátturinn er orðaður.

 

Spurningin er frekar, af hverju erum við hin eins og við höfum alltaf verið?

Sátt og sæl í sinni á meðan við erum fóðruð á brauði og leikum.

Að brauð og leikar upphlaupa og hneykslismála séu okkar einu kröfur og það eina sem við biðjum framtíð barna okkar til handa.

 

Því hvað sem við segjum, hvað sem við tuðum og nöldrum, þá er elítan alltaf afleiðing.

Sú sem kemur á eftir.

 

Við komum fyrst.

Við eigum landið sem börnin okkar munu erfa.

 

Við leyfum þessu fólki að stjórna.

Við leyfum þessu fólki að ráðskast með okkur.

Og það vorum við sem horfðum á útburð náungans út af heimilum sínum, og virtum grát barna hans einskis.

 

Við skildum ekki þau grunngildi mennskunnar að maður gerir náunga sínum ekki það sem maður vill ekki að manni sjálfum sé gert.

Og að forsenda velferðar og velmegunar er mannúð og mennska, ekki misskipting og misrétti.

 

Það voru nefnilega við.

Ekki þau.

 

Og allt heimsins tuð fær því í engu breytt.

Kveðja að austan.


mbl.is Icesave var á máli Versala-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Það hefði munað um þá
13 - 23 milljarða sem
elítan virðist ætla að mylja
undir sjálfa sig og fá samþykkt
á Alþingi væntanlega í dag.

Hrægammasjóðir fagna og þeir einstaklingar
sem afstöðu tóku gegn eigin þjóð þá verst gegndi.

Stjórn og stjórnarandstaða er
sammála þessu verklagi að Miðflokknum
einum undanskildum.

Þá veit ég það!

Húsari. (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 09:58

2 identicon

Miðflokkurinn stendur einn flokka í landvörnum.

Það blasir nú við.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 10:24

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér góðan pistil þinn Ómar.

Ég tek undir með Húsara og Símoni, Miðflokkurinn virðist einn flokka á Alþingi Íslendinga standa með íslensku þjóðinni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.2.2019 kl. 10:53

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Finnst þér ekki Steingrímur Jóhann taka sig vel út á forsetastóli Alþingis svona sem verðlaun fyrir frammistöðuna í Icesave? Hefði hann ekki sómst sér líka vel í Þjóðmenningarhúsinu fyrir Landsrétti með Geir Haarde?

Halldór Jónsson, 28.2.2019 kl. 11:24

5 identicon

Mér varð hugsað til þess sama og Halldór nefnir, hversu lágt forysta Sjálfstæðisflokksins hefur lagst, að hafa valið sér Steingrím J. sem rekkjunaut og kalla hann hæstvirtan forseta.  Og gert dúkku hans að forsætisráðherra.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 11:34

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Húsari.

Með þetta og margt annað í huga frá Hruni þá setti ég inn þessar línur í sagnabálk minn.

"Svik borga sig hjá þjóð sem lætur spila með sig.

Sem lætur tilbúin dægurmál og upphlaup yfirskyggja alla vitræna umræðum.

Sem sér ekki í gegnum fals og fláræði þeirra sem þykjast vera á móti, en eru í raun ennþá harðari stuðningsmenn þess kerfis sem mylur undir auð og auðmenn, þráin eftir að komast að kjötkötlunum er það eina sem drífur þá áfram.

Upphlauparar sem eru síðan nýttir í þau skítverk að vega að þeim örfáum þingmönnum sem hafa eitthvað að segja, og gera athugasemd við sjálftökuna og auðræðið.".

Eiginlega ekkert meir um það að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 12:51

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur í fyrra sinnið.

Hugsanlega einn sem er óskiptur núna en flokkarnir í ríkisstjórninni eru skiptir, og sú skipting mun líklegast duga til að koma í veg fyrir mestu óhæfuna.

Allavega kommúnistaskattinn og óheftan innflutning á sýklum, þökk sé pólitísku þefskyni Sigurðar Inga.

Vonin felst í að styrkja þjóðleg íhaldsöfl í þessum flokkum, og beina skömmum af þeim sem eru á mála hjá þeim í neðra.

Í stjórnarandstöðunni er engin von, Miðflokkurinn er laskaður og einangraður, og það er mikil vinna fyrir hann að öðlast trúnað og traust.

En fljótleg ef hann veðjar á þjóðina, framtíðina, og hafnar þeim í neðra.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 13:24

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Jú, mér finnst gamli blakfélagi minn taka sig nokkuð vel út á forsetastóli Alþingis, til dæmis mun betur en þegar hann sópaði gólfið fyrir AGS sælla minninga.  Það er einna helst þegar hann gleymir sér í smástundu að hann framleiðir kjánahroll í massavís, en ég held að það sé bara gamall ávani.

Hinsvegar verð ég að svara seinni spurningunni neitandi, ég skar mig æpandi út úr Andófinu á sínum tíma og næstum helmingaði þann litla lestur sem ég hafði á bloggsíðu mína með því að andmæla hástöfum pólitískum réttarhöldum yfir Geir Harde, og sé engan mun á því þó Steingrímur hefði setið á sakabekk með honum, eða þá Steingrímur einn.

Ákæran og síðan dómurinn yfir Geir var þjóðarsmán og ekkert annað, og þegar fólk vill gera lítið úr sjálfu sér án þess að hafa mikið fyrir því, þá böggast það í Geir með því að benda á að hann sé dæmdur maður.

Í lýðræðinu felst að það sé þjóðar að dæma, og hún hefur kveðið upp sinn dóm.

Og augljóst öllum sem nenna að lesa þennan sagnabálk minn, að ég er ósáttur við þann dóm.

En virði.

Það er önnur ella.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 13:48

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur hinn seinni.

Ég aftur á móti virði það mikið, þau skötuhjú eru þekktir klúðrar og munu örugglega nýta reynslu sína í þá veru að ganga af orkupakkanum og innflutningi á sýklum dauðum.

Ekki viljandi af vísu, þá væri það ekki víst að það tækist, en örugglega óviljandi.

Bjarni hefði nefnilega getað valið landráðafólkið í viðreisn og Samfylkingunni, og þá værum við í djúpum skít.  Sjálfsagt í einhverri moldarholunni að skjóta úr framhlaðningi okkar, en hugsanlega í góðum félagsskap því mætir íhaldsmenn eins og Halldór myndu aldrei kyngja landráðum lifandi.

En þar sem ég er orðinn gamall og grár, þá kann ég betur við klúðrið en stríðið.

Svo má ég heldur ekki vera að standa í svona látum. 

Er búinn að munstra mig sem ketó kokk, og læta konuna í staðinn vinna margfalda yfirvinnu gegn því að fá að borða þegar hún kemur heim.  Áður sá ég bara um uppvaskið og þvottavélina.

Og eins og það sé ekki nóg, þá ætla ég að gerast youtube nudd og sjúkraþjálfari, það gengur ekki að álagsmeiðsli forði sunnan og norðanliðum frá því að lúta í gras fyrir þorpurum smábæjanna sem mynda Fjarðabyggð.  Og slíkur andskoti hefur herjað á syni mína meir eða minna frá því síðasta vor, og neitar alveg að lagast af sjálfu sér.

Þannig að fyrir mig eru önnur stríð mikilvægari í augnablikinu, svo ég segi bara, guð blessi Steingrím og Katrínu, megi örlög þeirra sem svíkja hugsjónir sínar elta þau uppi.

Í einu allsherjar risa klúðri.

Það held ég nú.

Kveðja að austan.

 

 

 

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 14:00

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Tómas.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 14:00

11 identicon

Eins og þú veist Ómar, gat Sjálfstæðisflokkurinn einnig myndað stjórn með Framsókn, Miðflokki og Flokki fólskins. 

Tveir hinna síðarnefndu voru reyndar sigurvegarar síðustu kosninga.  Höfum söguna á hreinu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 15:06

12 identicon

Megi þér og fjölskyldu þinni ganga svo allt til sólar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 15:10

13 Smámynd: Ómar Geirsson

Það hefði aldrei gengið upp Símon Pétur.

Engin ríkisstjórn á sitt undir Ingu Snædal, í það fyrsta.  Hún fékk eitt verkefni, og hún klúðraði með því að hrekja hina örfáu sem eitthvað gátu sagt að viti, úr flokknum.

Og það reyndi ekki einu sinni á hana.

Bjarni prófaði stjórn, með fólki lýðskrums og upphlaupa, þó margfalt stabílari en Inga greyið.   Hvað entist sú stjórn lengi??  Náði hún árið??

Fyrir okkur sem þjóð, sem betur fer ekki, en illa væri Bjarni meinaður ef hann hefði reynt í annað sinn að eiga allt sitt undir skipulöguðum upphlaupum Evrópusinna.

Vissulega hefði það glatt aurinn, en það á ekki að gleðja okkur, allavega ef við erum á móti, en þykjumst ekki vera á móti.

Það seinna er ógæfa þessa þjóðar, skýrir eiginlega allt sem ég taldi upp hér að ofan.

Nei þó ég hefði ekkert haft á móti því að böðull hennar hátignar, og þá í óeiginlegri merkingu, hefði tekið til starfa eftir að ICEsave þjófarnir voru hraktir frá völdum, og mig minnir að hliðarsjálf mitt hafi bent á hvað það þýddi að landráð borguðu sig, að þá kaus rúmlega þriðjungur þjóðarinnar yfir sig einörðustu stuðningsmenn auðs og helsi, þá sem sameinuðust um að vera ósjálfstæðissinnar.

Gleymdu því ekki Símon, það sem við höfum er langt í frá að vera æskilegt, en samt það skásta sem er í boði.

Og hitt er ekki boðlegt.

Og já, sólin mun skína, og bólgur munu verða hraktar á vergang.

Sem er í góðu, þetta blogg virkar ekki nema í ófriði, og þá vegna þess að ég kann að orða pirring fólks.  Ef ekkert annað væri í boði, engin hugsun, engin Sýn eða útskýring, þá væri maður í raun skýring þess að svik og prettir borga sig.

Vegna hinnar aumu andstöðu, sem tuðar en skilur ekki að skýringanna er að leita hjá henni, ekki þeim sem vita hvað þeir vilja. 

Auðræði, alræði hinnar Örfáu.

Á hinn boginn er ég ekki maður lognsins, skrif síðustu daga helgast að einu, sem er leiðindi, verkefnin sem þarf að kljást við fengu fría viku í Danveldi með úrvali blómarósa, allt á kostnað Evrópusambandsins.  Það liggur við að maður sjái eftir því að hafa kennt strákunum að tveir plúss eru fjórir, og restin af stærðfræðinni er álíka auðveld og auðskiljanleg.

En svarið á innflutningi á sýklum, er að þeir sem flytja inn, og trúa á skaðleysi innflutnings síns, að þeir hafi tryggingu fyrir hugsanlegu tjóni hins frjálsa flæði sýkla.

Ef þessa augljósa staðreynd er sögð svona 45 sinnum, þá hugsanlega gæti hún smitast eins og besti sýkill út í umræðuna.

Og kommúnistar mega ekki einoka umræðuna hér á Moggablogginu, þegar ofurskattlagning þeirra næst inná síður Moggans, þá þarf að lemja þá eins og harðfisk. 

Og ég er ekki sáttur við fárið sem Jón Baldvin lenti í.

Sjaldan hafa vitsmunir einnar þjóðar horfið í ginningargap heimsku og múgæsingar.

Það er nóg að gera Símon minn, en í sólinni verður skálað, blakað, labbað, og skálað, og svo margt annað sem fá orð ná ekki að lýsa.

Núna treystum við á íhald allra flokka.

Það er kannski ekki fjölmennt miðað við lýðskrumið og fíflaganginn, en það er traust, það gerir granít að mjúku bergi, stálið að prjónalegum lopa.

Það er næstum því allt samankomið í þessari ríkisstjórn, það er í stuðningshópi hennar.

Og það mun leiðrétta kúrsinn, það er mín vissa og trú.

Og hana nú.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 16:44

14 identicon

Takk fyrir efnismikið og gott svar Ómar.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 28.2.2019 kl. 17:31

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Mín var ánægjan Símon, stundum er maður þakklátur fyrir lognið og lognmolluna.

Við stöndum samt vaktina fyrir því.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 28.2.2019 kl. 17:40

16 identicon

Þórdís Kolbrún Reykás Gylfadóttir hefur nú hafið undirbúninginn fyrir innleiðingu 3. orkupakka EES/ESB.  Það veitir ekki af að standa vaktina, þrátt fyrir aukin bústörf og heilsueflingu.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 00:43

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Ha, er hún að ganga í Viðreisn??

Geri hún þetta, kjósi forysta flokksins að kljúfa flokkinn, að þá er þetta upphafa af endalokum þess flokkakerfis sem við þekkjum, sem og upphaf af endalokum EES samningsins.

Það leysast öfl úr læðingi sem atvinnurekendaauðvaldið mun ekki ráða við.

Ekki vildi ég mæta harðsnúinni sveit íhaldsmanna sem segja "hingað og ekki lengra". 

En þetta heitir heilsuþjálfari, og stríð við bólgur og álagsmeiðsli.

Verður unnið eins og ICEsave stríðið eða stríðið um fullveldi þjóðar.

Við erum engar kerlingar Símon minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.3.2019 kl. 07:05

18 identicon

Sæll Ómar.

Það verður undarlegt eftirleiðis
að sjá einstaka fulltrúa á Alþingi
koma grátbólgna upp í ræðustól
og flytja málin sem þeir "brenna fyrir"
í þágu einstakra hópa samfélagsins
þegar þeir hafa hent frá sér
16-23 milljörðum.

Aldrei hef ég heyrt fjallað um viðskipti
með þeim hætti sem gerðist á Alþingi í gær.

Það skyldi þó ekki vera rétt að menn láti
embættismenn um útreikningana.

Aðrar útskýringar eru tæpast fyrir hendi.

---

Megi gæfuhjólið snúa að síðuhafa fyrr en seinna
og skylduliði hans öllu.

Húsari. (IP-tala skráð) 1.3.2019 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband