Yfirklór aumra.

 

Er að nota rök hins frjálsa flæðis fyrir uppgjöf gagnvart sjálfstæði þjóðar.

Því ef hin meintu lagarök væru rétt, þá væri það sjálfkrafa uppsögn á EES samningum.

Hann var á milli sjálfstæðrar þjóðar annars vegar og hins vegar milli viðskiptabandalags sem lagði ákveðnar línur um form viðskiptanna, sem kennt er við hið frjálsa flæði.

 

Hvergi í EES samningnum, sem undirritaður var annars vegar af íslenskum stjórnvöldum, og hins vegar af fulltrúum Evrópusambandsins, var kveðið á um að EFTA ríkin sem sömdu um hið evrópska efnahagssvæði, afsöluðu sér sjálfstæði eða ákvörðunarvald um sín innri málefni.

Rangur dómur þar um, líkt og í ICEsave fjárkúgun breta, fær þar engu breytt.

Hann vekur aðeins spurningar um hve háar múturnar voru.

Ekkert annað.

 

Rangur dómur breytir aldrei eðli EES samningsins sem er viðskiptasamkomulag tveggja sjálfstæðra aðila.

 

Þeir sem halda öðru fram eru bara keyptir líka, hvort sem innflytjendur múta þeim eða þeir hafa selt sálu sína Evrópusambandinu og geri allt til að íslenska lýðveldið afsali sér sjálfstæði sínu.

Skiptir ekki máli, hvoru tveggja er landráð.

Og landráð hafa afleiðingar.

 

Kjósi Evrópusambandið hins vegar að segja upp EES samningnum með kröfum um að Alþingi Íslendinga afsali sér löggjafarvaldi sínu, þá hefur það aðeins sinn gang.

Hitler var sigraður því þjóðríki gáfust ekki möglunarlaust upp fyrir kröfum hans um algjör yfirráð.

Hins vegar eru engin dæmi um að stjórnmálamenn sem gengu erinda hans, og þeir voru fjölmargir með þekktum rökum, hafi komist upp með landráð sín án þess að sæta afleiðinga gjörða sinna.

Sumir reyndar eftir að hann var sigraður.

 

Rangur dómur mútaðra dómara sem segir upp EES samningum, getur á vissan hátt verið alvarlegur, það er ef íslensk stjórnvöld telja að hingað til að valdaafsal, auk óteljandi íþyngjandi reglugerða, sé ennþá í þágu lands og þjóðar.

Þá rífast þau ekki við dómarann, en spyrja Brusselvaldið hvort því sé alvara með að segja upp EES samningnum.

Því það er Brussel að breyta hinni skilyrðislausri kröfu um frjálsan innflutning á sýklum.

Annað er ekki í boði.

 

Og þeir sem halda öðru fram eru ekki starfi sínu vaxnir.

Ekki frekar en Steingrímur og Jóhanna, eða Bjarni Ben yngri þegar hann sagði að seinni fjárkúgun breta væri hagstæðari en að standa ístaðið gegn fordómalausum yfirgang þeirra.

Það segðu nefnilega allir Heil í dag, ef þetta fólk hefði staðið ístaðið á sínum tíma.

 

Sigurður Ingi á ekkert val.

Það er annað hvort landráð.

Eða sjálfstæði.

Og stjórnarskráin bannar hið fyrra.

 

Hví þetta væl.

Kveðja að austan.


mbl.is Hugsanlega var hægt að gera betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 423
  • Sl. sólarhring: 745
  • Sl. viku: 6154
  • Frá upphafi: 1399322

Annað

  • Innlit í dag: 356
  • Innlit sl. viku: 5211
  • Gestir í dag: 329
  • IP-tölur í dag: 325

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband