Endalok græðginnar.

 

Er andmæli náttúrunnar við stóriðju matvælaframleiðslunnar.

Vá vofir yfir mannkyninu.

 

Fréttir berast af stórfelldri fækkun skordýra, hrun vistkerfa blasir við.

Og matvælastóriðjan framleiðir ónæma sýkla á færibandi.

Síðgræðgin hefur svo lagt undir sig lyfjaiðnaðinn, þar er orkunni eytt í að þróa lyf við lífsstílssjúkdómum, en varla brotabrot er notuð til að þróa ný sýklalyf.

 

Svar spilltra stjórnmálamanna í vasanum á sígræðginni er að opna landamærin fyrir sýklum.

Að eyðileggja það þó góða sem við eigum sem þjóð.

Ómenguð matvæli.

 

Á hvaða leið erum við??

Þekkir mannleg heimska engin endamörk??

 

Þarf fólk að standa yfir líkum barna sinna til að kveikja?

Eða vaknar það fyrr.

Kveðja að austan.


mbl.is Hætta af óþoli gegn sýklalyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Menn eru gleymnir.  Árið 1933 var gerð tilraun með innflutning á lifandi fé til kynbóta (svokallað karakúl-fé).
Því fylgdu eftirfarandi sauðfjársjúkdómar: votamæði, þurramæði, visna, garnaveiki og kýlapest.
Man ekki hvernig riðuveikin barst til landsins í kringum 1990, en þá þurfti líka að fella fé þannig að heilu sveitirnar eyddust af sauðfé.
Nú stendur til að bæta um betur.  Allt fyrir "gróðann". 

Kolbrún Hilmars, 22.2.2019 kl. 13:54

2 identicon

Mjög þarfur pistill og góð ábending Kolbrúnu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 14:51

3 identicon

góð ábending Kolbrúnar átti það vitaskuld að vera.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 14:53

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur Örn.

Ábending Kolbrúnar er vissulega góð og gild, og þeir sem vilja eyða í þágu skammtímagróða Örfárra, hafa bara gleymt þessu.

Eða þeim er alveg sama.

Samt kýs þetta fólk Engeyinga, þó þeir hafi afhjúpað sig sem landsölufólk.

Þar með þarf ekki sérstaklega mikið vit til að skilja að vandinn liggur ekki hjá þeim sem selja sjálfstæði þjóðarinnar, heldur hjá þeim sem styðja gegnum þykkt og þunnt.

En sá vandi er varla hneta miðað við fílinn sem hrjáir fjöldann sem mun varla ranka við sér þegar hann jarðar börnin sín.

Á forheimskuna er ekki logið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 15:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Kolbrún.

Hárrétt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 15:30

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Takk Ómar.  Mér er ógleymanleg heimsókn á æskustöðvar fyrir austan hinum megin við aldamótin (man ekki ártalið) eftir margra ára fjarveru.  Öll ræktuð tún ofvaxin grasi og vanrækt, vegna þess að það voru engin dýr eftir til þess að heyja fyrir.  Þriggja ára sóttkví vegna riðunnar var mér sagt af heimamönnum. 
Þar ríkti líka þögn því enginn sást eða heyrðist fuglinn, minkurinn hafði annað hvort étið þá alla eða hrakið í burtu. Sýnileg aðskotadýr eru slæm, en sennilega eru enn verri þau sem ekki sjást berum augum.

Kolbrún Hilmars, 22.2.2019 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 448
  • Frá upphafi: 1412810

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 387
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband