Frelsi fylgir ábyrgð.

 

Og enginn hefur rétt á að valda öðrum skaða.

 

Milliríkjasamningur sem hafnar þessari grundvallarreglu ábyrgðarinnar, er ekki samningur heldur ánauð.

Og undir ánauð á enginn að gangast sjálfviljugur.

 

Líti hins vegar íslenskir stjórnmálamenn á þjóðina sem þræla, þá er lágmarkið að þeir tryggi hana gegn sannarlegu tjóni sem aðeins er tímaspursmál að hún verði fyrir.

Og láti þá borga sem ábyrgðina bera.

 

Búfjárstofn okkar er þekkt verðmæti.

Síðan er hægt að áætla óbeint virði hans sem snýr að þáttum eins og heilsu og matvælaöryggi.

 

Sá sem flytur inn, á að leggja fram tryggingu um að hann sé borgunarmaður fyrir þann skaða sem hann vitandi vits er tilbúinn að valda öðrum.

Sem ætti að vera einfalt mál þeim sem trúa því að engin áhætta fylgi óheftum innflutningi sýkla.

 

Stjórnvöldum ber skylda til að krefjast þessarar tryggingar áður en innflutningur er leyfður.

Bankatryggingu uppá x marga milljarða.

 

Þar með er málið dautt.

Kveðja að austan.


mbl.is Mæðiveiki gæti fylgt mjólkinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér virðist að það gæti orðið Framsóknarflokknum banabiti ef þeir lúffa í þessu máli eins og Haraldur Benediktsson.  Það verður reyndar banabiti hans einnig, sem og annarra landsbyggðarþingmanna.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 10:40

2 identicon

Skyldi Framsókn sprengja þessa ríkisstjórn?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.2.2019 kl. 12:22

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég held allavega að bæði þetta mál sem og orkupakkinn sé jarðsprengjusvæði sem mun reynast ríkisstjórninni erfitt yfirferðar.

En Framsókn sprengir ekki.

Hins vegar gæti hún fundið útgönguleið líkt og Sigurður Ingi virðist ætla að gera með veggjalda umræðuna.

Síðan má vel vera að auðurinn ætli að reyna leysa þetta mál líkt og hann reynir gagnvart andstöðu orkupakkans, að magna upp fár slúðurs og rógs.

Þjóðin er allavega ginkeypt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband