Ekki hægt að taka út innistæðu.

 

Þegar hún er ekki til staðar segir hinn margríki Bjarni Ben, sem alltaf getur hlaupið til pabba síns í mörg hundruð króna villuna í Flórída, að ekki sé minnst á alla reikningana í skattaskjólum.

Rökin vissulega rétt, en hvaða veruleikafirring er hér á ferð??

 

Við erum næst ríkasta þjóð í heimi og það er engin innistæða fyrir sanngjörnum kröfum verkalýðshreyfingarinnar segir Bjarni, og endurvarpar sjónarmiðum þeirra sem eiga allt.

Engin innistæða fyrir þeirri kröfu að vinnandi fólk geti lifað af launum sínum.

Samt getur krafan ekki sanngjarnari verið, og ekki getur þjóðfélagið þrifist án vinnuframlags þessa fólks.

 

Af hverju er ekki til þessi innistæða??

Skýringanna er varla að leita í sumarvillu Engeyjarættarinnar, þó þær séu 4 eða 5, og varla er til sú digra bankabók í skattaskjóli sem rúmar allan þjóðarauð næst ríkustu þjóðar í heimi.

Svo fleiri hljóta sumarhúsin að vera, og fleiri bankabækurnar í skattaskjólum.

Eða hvaða skýring önnur er nærtæk??

 

Síldarhrunið var nærtækt hjá nafna Bjarna á sínum tíma.

Skortur á þjóðartekjum var nærtæk skýring á kreppuárum fjórða áratugar síðustu aldar.

En hver er hún í dag??

 

Hvaða svör er Bjarni að veita þjóðinni eða flokknum sínum??

Allavega ekki sömu svör og  ritstjóri Morgunblaðsins, það er þegar Morgunblaðið endurvarpaði skoðanir hins venjulega flokksmanns, Styrmi Gunnarssyni.

Manninn sem spilar sig ekki bjána eins og Davíð Oddsson, kennir ekki Gunnari Smára um ólguna, enda vandséð hvernig hægt er að hengja kröfur ólíkra verkalýðsleiðtoga eins og framsóknarmannsins Vilhjálms eða sjálfstæðismannsins Ragnars á hatt gervisósíalistans sem síðast var skráður í vinnu hjá Jóni Ásgeiri.

 

Styrmir skilur og skynjar, og bullar ekki.

Hann myndi aldrei segja, að "það hafi lengi verið ljóst að það væri alvarleg staða, langt á milli aðila í langan tíma og það er erfitt að segja að það komi á óvart að við höfum ratað á þennan stað", því svona segja aðeins fábjánar.

 

Styrmir segir margt, alltaf af viti, en þetta sagði hann í síðasta pistli sínum hér á Moggablogginu;

"Forysta ríkisstjórnar hefur verið ötul við að útskýra fyrir fólki, að kjaradeilur standi á milli verkalýðshreyfingar og Samtaka atvinnulífsins en ekki á milli hinna fyrrnefndu og ríkisstjórnarinnar. Það er að sjálfsögðu rétt í grundvallaratriðum en einn þáttur málsins sem skýrir þá athygli, sem beinist að ríkisstjórninni er gjarnan látinn ónefndur. Það eru ákvarðanir Kjararáðs um launahækkanir æðstu embættismanna, þingmanna og ráðherra, sumarið og haustið 2016. Þá þegar var á það bent úr mörgum áttum, að með þeim ákvörðunum hefði ríkisvaldið tekið að sér það hlutverk að verða leiðandi í mótun kröfugerðar verkalýðssamtaka í næstu lotu kjarasamninga. Það væri ekkert vit í því og á það bent að í tveimur sambærilegum tilvikum á síðustu tæpum þremur áratugum, hefði Alþingi afnumið ákvarðanir svokallaðs Kjaradóms. Samstaða stjórnmálastéttarinnar um að hafa þær ábendingar að engu var augljós.".

Í þessi orð vitnar vitiborið íhaldsfólk til dæmis hér á Moggablogginu, bjánarnir tuða hins vegar um byltingu Smárans, eða að hinar sanngjörnu kröfur séu frekja og yfirgangur.

 

Hinir vitibornu spyrja, hví er þjóðfélagið látið sundrast svona vegna sjálftöku og græðgi elítunnar.

Eða af hverju geta ekki allir lifað mannsæmandi lífi af launum sínum??

Við erum jú rík þjóð.

 

Og réttlæti og sá jöfnuður að allir hafi í sig og á, er ekki kommúnismi, heldur kjarni siðmenningar okkar.

"Verðugur er verkamaður launa sinna".

Stendur í helgri bók.

 

Og aðeins vinnumenn andskotans mótmæla því.

Kveðja að austan.


mbl.is Öll skilyrði fyrir góðri niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/02/21/bara-segist-daemd-til-fataektar-ekki-mer-ad-kenna-ad-eg-ekki-fyrir-mat/

en samt fór hún í frí erlendis 2x á síðasta ári?

Sá sem borgar (IP-tala skráð) 21.2.2019 kl. 21:49

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Og þú elsku vinur ert frá plánetunni Mars.

Alltaf gaman að fá staðfestingu á að það sé líf á öðrum hnöttum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.2.2019 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband