20.2.2019 | 17:58
Verktaki og tækniforrit.
Ef það er eitthvað sem lýsir vel úrkynjun frjálshyggjunnar, þessa tilhneigingu auðs að skera niður allan kostnað sem snýr að vinnu fólks, þá er það þessi 2 orð.
Úrkynjun sem endar með því að við erum öll óþörf.
Eina spurningin hvernig auðurinn ætlar svo að útrýma okkur.
En bíddu við, er ekki Sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera í stjórnarandstöðu í Reykjavík í ótal ótal ár.
Það er ekki hann sem ber ábyrgð á að gróðapungar leggja undir sig hvern einasta auða reit sem fyrirfinnst í miðbæ Reykjavíkur.
Það er ekki hann sem útvistar leiðarkerfi Strætó.
Og það er ekki hann sem notar þá aumu afsökun að þetta sé ekki "okkur" að kenna, því það er sko verktaki sem keyrir leið 11.
Það er nefnilega góða fólkið sem stjórnar Reykjavík.
Þetta rétthugsandi sem dýrkar rétttrúnaðinn.
Sem getur ekki komið frá sér heilli setningu án þess að fordæma frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.
Eða frjálshyggju Bush eða Regans, Tatchers eða Camerons.
Eða frjálshyggju allra landa eða allra tíma.
Fordæmir í orði.
En framkvæmir á borði.
Samt heppið að skinhelgi er ekki bráðdrepandi.
Líkt og frjálshyggjan er.
Sem eyðir samfélögum með því að rjúfa samfélagssáttina.
Sem rænir samfélög með þjófamódelum hins frjálsa flæðis úr vasa almennings í vasa auðmanna.
Sem útvistar öllu þar til svipa hinna lægstu tilboða býr til öreigastétt vinnandi fólks sem dugar ekki sólarhringurinn til að eiga til hnífs og skeiðar.
Á 21. öldinni þar sem tækni og þekking er á því stigi að allir eiga að hafa í sig og á.
En örfá þúsundir eiga því sem næst allan auð mannkynsins.
En frjálshyggjan er aðeins hugmyndafræði andskotans.
Meitluð í blóði hins stritandi manns.
Og andskotinn er ekki til, hann er ekki gerandi.
Hún er mannanna verk.
Margra manna.
Þessi frétt afhjúpar suma.
Og þeir eru ekki í Sjálfstæðisflokknum.
Enda sjálfstæðismenn upp til hópa íhaldsfólk.
Og íhaldsfólk er ekki frjálshyggjufólk.
Það veit auðurinn.
Enda veðjar hann á aðra.
Og kemst upp með það.
Kveðja að austan.
Henti barni út úr strætisvagni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er engin frjálshyggja að verki heldur pirruð mannleg samkipti sem enda leiðinlega.Ég sé ekki hvernig maður getur leitað í kenningar Karl Marx eða vitnað í Lúðvík Jósepsson tlkil að færa rök fyrir því sem vagnastjórinn hefð átt að gera en gerði ekki?*Hvað myndi Ólaur Thors hafa gert ef hann hefð'i verið bílstjórinn? Eða þú Ómar?
Halldór Jónsson, 21.2.2019 kl. 02:03
Ég veit hvað ég frjálahyggjuíhaldsbullan hefði gert
Halldór Jónsson, 21.2.2019 kl. 02:05
en bílstjórinn er auðvitað bundinn af starfsreglum sínum angans kallinn og hræddur við yfirboðarana sína, gæti verið rekinn
Halldór Jónsson, 21.2.2019 kl. 02:06
Blessaður Halldór, og takk fyrir að fylgjast með þegar ég skrifa um það sem ég hef áhuga en fáir aðrir.
En ef vel er lesið þá sérðu að ég er eiginlega ekki neitt að fjalla um þetta atvik sem sagt er frá í fréttinni, nema þá ég vík af því óbeint þegar ég hæðist að því að kenna um að leið 11 er útvistað.
Þú hefur frekar átt að gefa mér prik fyrir að benda á að Sjálfstæðisflokkurinn er hvergi gerandinn í þessu máli, heldur er það góða fólkið sem er að daðra við hagtrúna sem ættuð er úr neðra.
Í staðinn ætla ég að gefa þér prik fyrir að kalla mig ekki málpípu Gunnars Smára, sem að mér sýnist er dagskipun áróðursdeildar Valhallar. Að allur óróinn sé undan hans rifjum runninn, sé einskonar rifjagigt, og muni snarlagast ef Gunnari sé gefin bólgustillandi verkjalyf.
Þá er nú miklu betra að halda á lofti minningu genginna heiðursmanna, þeirra baráttufélaga fyrir atvinnu og viðreisn landsins, Lúðvík Jósefssyni og Ólafi Thors.
Síðan verð ég aðeins að leiðrétta þig, þó ég viti að það er smámunasemi, en það er ekki hægt að vera frjálshyggjuíhaldsbulla, því það er bara ekki hægt að vera demantur og kolamoli í senn, jafnvel þó upprunaefnið sé eitthvað kolefni.
Það er nú bara svo.
En ég er alveg sammála þér að þarna er engin frjálshyggja á ferð, heldur mannleg samskipti, hvort sem hægt sé að kenna það við pirring að fylgja reglum.
Enda eins og áður segir, þá var ég ekki að fjalla um þetta atvik, heldur var það útvistunin sem síðan var gerð af meintum sökudólgi í afsökunarvaðli kerfisins, sem var kveikjan af þessum pistli mínum.
Að tengja góða fólkið, sem allt sem eitt er fylgjandi hinu frjálsa flæði ESb, við frjálshyggjuna er eins og að tengja páfann við djöflamessu.
Og það finnst mér gaman, eiginlega það eina sem skyggir á er að ég veit að það er hvorki inná Moggablogginu, eða les þess pistla mína.
En það er bara pínulítill skuggi, meginánægjan er skriftin.
Og þú veist eins og ég, að hvorugur okkar nennti þessu ef gamaninu væri líka útvistað.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2019 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.