20.2.2019 | 13:58
Veruleikafirrt yfirstétt.
Skynjar ekki hina undirliggjandi ólgu í samfélaginu.
Sem í kjarna er krafa mennskunnar, að vinnandi fólk geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum.
Fæði, klæði og húsnæði.
Ásamt þeirri einföldu kröfu að börn þeirra séu ekki hornreka í samfélaginu sökum fátæktar foreldra.
Hjá einni ríkustu þjóð í heimi ætti þessi krafa ekki einu sinni að vera í umræðunni.
Því allir ættu að geta vel við unað.
Stjórnmálaelítan með öll sín hagsmunatengsl og leyndu þræði til auðs og fjármagns, fékk eitt tækifæri til að koma til móts við þessa hógværð mennskunnar.
Það er ljóst að takist henni ekki þetta verkefni, að þá blasir upplausn við í stjórnmálum landsins.
Og sú upplausn verður ekkert ætt við þann bjálfagang sem flokkakraðakið í Reykjavík býður uppá.
Frekar munum við sjá eitthvað sem er í ætt við það sem er að gerast í Evrópu, að flokkar sem segja kerfinu stríð á hendur, munu fá meirihluta atkvæða eftir ekki svo langan tíma.
Hvort sem þeir verða til vinstri eða hægri.
Hið vinnandi fólk er allavega búið að fá nóg af sjálftökunni.
Nóg af þjófamódelinu sem mergsýgur þjóðina.
Ef ekki verður gengið til móts við sanngjarnar kröfur í dag, kröfur sem biðja aðeins um kerfisuppstokkun í þágu almennings
Að allir verði með þegar þjóðarkökunni er skipt.
Að þá verða engar kröfur næst.
Aðeins spjót og skildir.
Kveðja að austan.
Tillögurnar afskaplega góðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 214
- Sl. sólarhring: 665
- Sl. viku: 5798
- Frá upphafi: 1399737
Annað
- Innlit í dag: 184
- Innlit sl. viku: 4948
- Gestir í dag: 180
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 14:10
Þjófræði djúpríkisins er svo algjört, að engan greinarmun er lengur hægt að finna á þeim flokkum sem nú sitja á þingi.
Sjálfskömmtun, sjálftakan úr ríkissjóði er einkenni þjófræðis djúpríkisins.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 14:15
Hinir ríku verða ríkari
og hinir fátæku fátækari.
Það er engri þjóð til gæfu.
Betra er að vinna að almennri hagsæld
og að því ættu kjörnir fulltrúar okkar að vinna
í stað þess að skammta sjálfum sér
launahækkanir langt umfram aðra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 14:19
"Stjórnvöld eiga ekki að biðja
fátækt fólk á Íslandi
að bíða eftir réttlætinu."
Svo mælti Katrín Jakobsdóttir í september 2017.
Þann sama mánuð og ár fékk hún 7%+45%
kjararáðslaunahækkun, alls 52%, sem þingmaður.
Þar sem Katrín er nú forsætisráðherra
nýtur hún góðs af því að kjararáð
ákvað haustið 2017, að forsætisráðherra,
sem þá var Bjarni Benediktsson,
skyldi fá 64% launahækkun.
Formaður kjararáðs var vinur Bjarna.
Nú er Katrín arftaki Bjarna
og nýtur því 64% launahækkunarinnar.
Það er rétt hjá Katrínu, að stjórnvöld eiga ekki
að biðja fátækt fólk að bíða eftir réttlætinu.
Fátækt fólk á beinlínis kröfu á ríkisvaldið
að eitt skuli yfir alla ganga, til réttlætis!
Að öðrum kosti mun sundur slitna með friðinn.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 14:22
Heyr, heyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2019 kl. 14:23
Það er heyr heyr yfir orðum Katrínar, þau mega ekki gleymast.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2019 kl. 14:23
Það er skelfilegt til þess að hugsa, að á sama tíma og meginhluti landsmanna verður upptekinn af að fylgjast með, eða taka þátt í, verkföllum, að þá muni 3. orkupakka EES/ESB verða laumað í gegnum þingið.
Svo rotin og gerspillt er yfirstéttin á þingi og í æðstu stjórnsýslustofnunum.
Forherðing þjófræðisins er algjör.
Æðsta yfirstétt landsins hefur öll þegið kjararáðsmúturnar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.2.2019 kl. 14:55
Heyr, heyr Ómar, skorinorður og skýrmæltur að vanda. Varðandi skatttillögurnar í gær þá vantar að Marinó Njálsson kynni þær á mannamáli hérna blogginu. Ég ætla því að gerast svo ósvífinn að klessa fróðleik Marinós á síðuna hjá þér og þú myndir kannski láta mig vita ef þetta er ekki rétt athugað hjá honum.
Fyrir utan brandarann sem felst í þessum tillögum að skattkerfisbreytingum, þá er mikil talnamengun í framsetningu upplýsinga.
Skoðum fyrst lækkanirnar. Hafa skal í huga, að ALLIR fá sömu krónutölulækkun, sem eru með tekjur yfir hinu nýja lægsta þrepi. Það þýðir að engu máli skiptir hvort tekjurnar eru 325.000 kr. á mánuði eða 4.500.000 kr. á mánuði. Upplýsingar í frétt ráðuneytis fjármála og efnahags um annað eru einfaldlega rangar. Tillögurnar eru því EKKI að líta til jafnaðar, eins þar er sagt, frekar að þær auki ójöfnuð hjá þeim sem eru með undir 325.000 kr. á mánuði. Það eru þeir sem eru með lægri tekjur en 325.000 kr. á mánuði, sem fá minni lækkun (nema eitthvað komi ekki fram í frétt ráðuneytisins).
Í þrepaskiptu skattkerfi, þá eru tekjur á sama tekjubili skattlagðar eins. Þannig að hafi einstaklingur 1.500.000 kr. í laun, þá bera (miðað við tillögurnar) fyrstu 325.000 kr. 32,94% í skatt eða kr. 46.296 miðað við að viðkomandi leggi 4% í lífeyrissjóð. Næstu 640.716 kr. bera 36,94% skatta eða 236.680 kr. og síðan þær 474.284 kr. bera 46,24% skatt eða 219.309 kr. Loks leggur viðkomandi 60.000 kr. skattfrjálst í lífeyrissjóð. Leggi viðkomandi hins vegar 6% skattfrjálst í lífeyrissjóð, þá breytast mörkin og skattgreiðslur lækka.
Í talnaleikfimi ráðuneytisins, þá er verið að nota alls konar tölur til að búa til "sanngirni". Eitt dæmi um það er birt á glæru 5 í kynningu ráðherra (sjá kynninguna hér: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx…). Þar er boðið upp á prósentur í mat og þær notaðar til að halda því fram að 150.000 kr. valdi minni lækkun skatta hjá þeim sem eru með 10,0 m.kr. í árslaun en þeim sem eru með 5,0 m.kr. árslaun, þegar staðreyndin er að báðir hópar fá sömu upphæð í lækkun. Það sem meira er og er alveg stórmerkilegt, að 150.000 kr. lækkun skatta er sögð auka skattbyrði fólks með yfir 12,0 m.kr. í árslaun! Hvernig er hægt að fá svona út? Fólk með 1 m.kr. á mánuði fær nákvæmlega sömu skattalækkun og einstaklingur með 325.000 kr. á mánuði, þ.e. 4% af fyrstu 325.000 kr. eða 12.480 kr. á mánuði. Þar sem sá með 1 m.kr. á mánuði er líklegri til að geta lagt 6% í lífeyrissjóð, þá gæti verið að viðkomandi fái í reynd meiri skattaafslátt, en látum það liggja á milli hluta.
En svo er það rúsínan í pylsuendanum. Til að geta nýtt að fullu kerfisbreytingarnar, þá þarf fólk að hafa 325.000 kr. í tekjur eða meira. Eftir því sem tekjurnar eru lægri, þá verður ávinningurinn minni. Hafi einstaklingur 250.000 kr. er ávinningurinn um 9.630 kr. á mánuði, 7.710 kr. hjá þeim sem er með 200.000 kr., 5.612 kr. hafi viðkomandi 175.000 kr. og 0 kr. séu tekjur undir núverandi skattleysismörkum. Berum það svo saman við það sem ALLIR með laun yfir 325.000 kr. fá.
Það er alveg einskær og ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best, þegar þær gagnast þeim síst!
Magnús Sigurðsson, 20.2.2019 kl. 14:57
Blessaður Magnús.
Þessi vel þegna tilvitnun þín í félaga Marínó kostaði mig kaffilögun og suðu, það er einn mola af suðusúkkulaði.
Orð Marínós tala sínu máli, þurfa ekki útskýringu,.
En mig langar að hnykkja á að ef einhver er hetja eftirhrunsins, þá er það Marínó Njálsson.
Elítan, bökkuð upp af verndurum hins kerfislæga þjófnaðar sem ég kallaði þjófamódel hér að ofan, það er AGS, montar sig mjög af viðreisninni hér eftir Hrun, og þakkar það stefnu sinni, sem var kyrfilega stjórnað af AGS.
Og vissulega gekk okkur alltí haginn, og það sauð ekki uppúr.
En þetta með haginn, var því sem næst eingöngu sprengingunni sem varð í fjölda ferðamanna, sem og því sem Stieg Larsson orðaði svo vel í Millennium þríleik sínum, að það var fjármálabólan sem hrundi, ekki undirstöður atvinnulífsins, það er sá geiri hans sem framleiddi til útflutnings, sem og til innanlands neyslu.
Og það var aðeins ein skýring þess að það sauð ekki uppúr, og þá er ég ekki að vísa í ventilinn sem var tunnuglamur Harðar á Austurvelli.
Það var dómur Hæstaréttar varðandi gengislánin.
Og sú málsókn, og hin undirliggjandi rök voru alfarið einum manni að þakka.
Marínó Njálssyni.
Ef einhver ætti að fá styttu við hliðina á Jóni Sig, þá er það hann.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2019 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.