14.2.2019 | 23:05
Þá voru þeir gleðimenn og kvennamenn.
Í dag eru þeir fyllibyttur og dónakarlar, eða eitthvað þaðan af verra.
En við breytum ekki tíðaranda hins liðna, við getum tekist á við daginn í dag, og haft einhver áhrif á morgundaginn.
Nornaveiðar afturábak eru í sjálfu sér aldrei neitt annað upphafning vammlausra sem eiga sér ekki neina fortíð.
Og að lokum mun ofstækið hitta þá fyrir.
Þannig urðu örlög Robespierra í frönsku stjórnarbyltingunni, ógnarstjórn hinna vammlausu lauk með því að hann sjálfur var sendur í fallexina, fólki fannst einfaldara að höggva hann en lifa við stöðugan ótta um hver yrði næstur.
Fárið um Jón Baldvin er nútíðinni til skammar.
Fyllerís og kvennafarssögur hans eða annarra eiga ekki heima í opinberri umræðu.
Það er enginn vammlaus, það eiga allir eitthvað í farangri sínum sem atvinnufólk í níði og rógi getur snúið uppá versta veg.
Og það er fleira falskt en játningar, það er mjög auðvelt að planta fölskum minningum, og þær gera engan mannamun.
Síðan lýgur fólk eða býr til sögur, í dag, sem alla daga.
Spyrjið þá krakka sem hafa lent í neteinelti, spyrjið alla þá saklausu sem voru bornir alvarlegum ásökunum í fyrri fárum.
Hvað er satt og hvað er logið getur enginn dæmt um í dag.
Sumar sögurnar eru þess eðlis að þær eru greinilega plantaðar til að fá barnaperrastimpil, bæði á meintan geranda, sem og þá sem verja hann.
Væru þær sannar, þá er í fyrsta lagi ótrúlegt að fullorðið fólk skuli hafa þagað þá, ekkert gert, nema jú að forða börnunum, en láta svo gott heita.
Þar til í dag.
Og í öðru lagi þá eru mótsagnir í þeim, sá sem er það veruleikafirrtur að taka áhættu á að krossfestingu því hann getur ekki hamið sig að sleikja kvenkynsnemendur í grunnskóla, hann lætur þar ekki staðar numið.
Og löngu búið að taka hann úr umferð.
Því svona er ekki bara gert einu sinni, og svona er ekki þaggað niður.
Og það er kjarni málsins.
Þessi hegðun er ekki þögguð niður, það eru ekki allir gufur.
Sem steinþegja útí eitt og þora loks að koma fram nafnlausir ára og áratugum seinna.
Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði krafist þess að Jón viki af lista eftir að hún frétti af bréfaskriftum hans við systurdóttur Bryndísar.
Það var það eina sem hún hafði í höndunum þegar hún tók þessa ákvörðun.
Það eina sem hún hafði.
Það segir allt sem segja þarf um fortíðina, þegar fortíðin var nútíð.
Síðan er kjarni ófrægingarherferðarinnar enginn þegar fullyrt er að Jón Baldvin hafi getað pantað nauðungarvistun á dóttur sinni í hvert skipti sem hún minntist á að hann hefði misnotað sig kynferðislega.
Grafalvarlegar ásakanir, ekki á hendur Jóni, heldur á öllu því fólki sem þar með var sekt um glæp sem varðar það ærumissi, atvinnumissi og líklegast fangelsisvist ef upp um athæfið hefði komist.
Og það hefur ekki reynst flugufótur fyrir þessum ásökunum.
Þegar kjarninn er rangur, þá verður að taka rest með fyrirvara.
Hverju er logið í viðbót??
Það er kjarninn, hverju er logið í viðbót??
Við skulum spyrja okkur þessarar spurningar.
Og átta okkur á því að svarið lýsir okkur sjálfum.
Siðferðiskennd okkar og vitsmunum.
Fár er aldrei réttlætanlegt.
Múgæsing er aldrei réttlætanleg.
Og gatan á ekki að dæma.
Slíkt er alltaf atlaga að siðmenningunni.
Kveðja að austan.
Segir einhverja hljóta að vita meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert er fréttagildi slúðurs runnið undan rifjum kynningar- og kosningastjóra Bjarna Junior Benediktssonar og Guðna Th Jóhannessonar?
Af hverju skrifa nær aldrei nafngreindir blaðamenn slúðrið á mbl.is? Skrifaði Friðjón þessa frétt sjálfur?
Þau valdaöfl innan Sjálfstæðisflokksins sem Jón Baldvin nefndi að vildu sölsa undir sig orkuauðlindir landsins, með því að þrýsta á að fá þriðja orkupakkann samþykktan og leggja svo sæstreng, breyta íslensku þjóðfélagi í suður-amerískt bananalýðveldi, eru greinilega komin núna út úr skápnum, og nú á að ganga endanlega milli bols og höfuðs JBH. Böðullinn gengur fremstur og heggur til Styrmis um leið.
En enn spyr ég, af hverju vill enginn blaðamanns ræfill á mbl.is skrifa sig fyrir slúðri Friðjóns R. Friðjónssonar, kosningastjóra Junior Bjarna og einnig Guðna Th.?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 14.2.2019 kl. 23:40
Hvert er fréttagildi slúðurs og vangaveltna Friðjóns? Af hverju velur mbl.is sér það hlutskipti að birta færslu hans sem frétt og það slúðurfrétt sem hann hefut vafalítið sent og skrifað jafnframt sem frétt, en enginn blaðamaður mbl.is setur nafn sitt við?
Mbl.is er lélegasti vefmiðill landsins, í hörðum botnslag við visir.is, frettablaðið og eineltis fréttastöð RÚV ohf.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 00:12
En sem sagt, böðullinn er mættur á svæðið og krefur þess að fá allar gróusögurnar fram.
Í PR vinnu fyrir Engeysku valdaklíkuna, fámennu valdaklíkuna innan Sjálfstæðisflokksins, sem JBH nefndi, og studdi Guðna Icesave Th Jóhannesson, sem fékk einungis um þriðjungsfylgi sem forseti. Minnumst þess að tveir/þriðju kusu hann ekki.
Og minnumst þess að Sjálfstæðisflokkurinn fellur og fellur í fylgi. Skiljanlega. Æ fleiri átta sig á hvernig er í pottinn búið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 00:28
Takk fyrir þessu beinskeyttu innlegg þín Símon Pétur, sem fylla uppí mynd, koma með gilda fætur á fílnum þar sem ég einbeitti mér meir að lýsa rana hans.
Við sjáum svipaða rógsherferð á Mbl.is þegar Agnes var látinn dreifa hálfsannleik og skít í fréttaskýringu sinni um Eflingu og Sólveigu Jónsdóttir, og hún reyndist það lélegur pappír, að þegar helstu rangfærslur hennar voru leiðréttar, þá þagði hún þunnu hljóði.
Hafði ekki það sem sannara reynist.
Síðan fylgdu dylgjurnar í staksteinum, og öðrum ritstjórnarskrifum, auk þess að vammlausir menn tóku undir þær til dæmis hér á Moggablogginu.
Eins er það með launmorðingjasveitina sem var send út á örkina til að vega Jón.
Svo sem ekki mikið sagt þegar umræðan lifir sínu sjálfstæðu lífi, en þegar hún fjarar eða jafnvel lognast, þá birtist svona frétt úr sauðarlegg rógsins.
Og fólk áttar sig ekki á því að það er ekki verið að vega Jón, það er verið að vega okkur sem samfélag.
Ég held að Davíð ætti að þegja eftirleiðis þegar kemur að því að hneykslast á lélegum vinnubrögðum fjölmiðla vestra gagnvart vini hans í leynum, Trump elítuskelfi, hann hefur ekki eini sinni glerþak til að brjóta.
Einhvern tímann hefði verið skrifað Reykjavíkurbréf um svona vinnubrögð.
ANNARRA FJÖLMIÐLA.
En Snorrabúð er stekkur.
Gróið yfir sæmd og velsæmi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 07:08
Vel að orði komist Ómar. Hvað varðar illgjarnt slúðrið um Jón og Bryndísi, þá á eftirfarandi málsháttur ágætlega við:
Betra er að vera sagan en sögumaðurinn.
Jónatan Karlsson, 15.2.2019 kl. 07:10
Takk fyrir það Jónatan.
En ég vil ítreka að persóna Jóns og fjölskyldu er aukaatriði þessa máls.
Og á einhverjum tímapunkti var réttlætanlegt að fjalla um það þó það sé alls ekki sama hvernig slíkt er gert. Að birta til dæmis einhliða ásakanir þannig að flestir sem lesa og heyra, telja að um staðreyndir sé að ræða, er alltaf rangt hjá fjölmiðli, þó slúðurmiðlar ástundi slík vinnubrögð.
En þegar fárið er komið út fyrir allan þjófabálk, þá verður vitiborið fólk að spyrna við fótum, sama hversu fámennt það er, sama hversu einmanalegt það er að fara gegn múgæsingu hópsálarinnar.
Því á endanum snýst þetta um tvennt.
Í fyrsta lagi í hvernig þjóðfélagi við viljum búa í. Við megum aldrei gleyma að þó upphaflega sé lagt í svona vegferð með góðan ásetning um að afhjúpa eitthvað sem miður fór, eða skapa nauðsynlega umræðu svo hægt sé að takast á við slíka hluti í nútíðinni, að þá er múgæsing ófreskja sem ætíð heimtar ný og ný fórnarlömb, nýjar og nýjar sögur, þar til raunveruleikinn er orðinn algjört aukaatriði.
Og í öðru lagi þá kunna hagsmunaöfl að nýta sér svona ófreskju, eða jafnvel skapa slíkar, til að vega að andstæðingum, eða hagsmunum sem ganga gegn þeirra eigin.
Þetta er öflugt vopn í þeirra höndum, og við eigum ekki að gefa þeim slík drápstól án þess að hamla á móti.
Það er nefnilega í svona málum Jónatan sem maður sér hvað það er lítil innistæða hjá fólkinu sem þykist vera á móti.
Það mun engin stríð vinna, það mun engu breyta.
Því miður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 09:20
Aðferð Friðjóns er aðferð skítadreifarans, faríseans og hræsnarans, að kastar saur í liggjandi mann og spyr svo hróðugur æstan múginn, af hverju kasta ekki Davíð og Styrmir líka skít í manninn? Þeir þekkja manninn sem við köstum nú skítnum í. Þannig slettir Friðjón einnig skít á þá tvo. Mikið ómerkilegri aðferð er varla til.
Enginn skrifar sig fyrir þessari skítadreifingu facebókarfærslu Friðjóns á mbl.is. Það er hið athyglisverða. Og varla hefur Davíð ritstýrt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 10:24
Nei, en Davíð þegir.
Það er hið sorglega í dæminu.
Hann hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera vindhani.
En nú eru greinilega nýjir siður uppí Móum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 11:41
Rétt Ómar. Athyglisverðast er svo það,
að mbl.is er eini veffjölmiðill landsins
sem dreifir þessum skít Friðjóns.
M.a.s. ruv, visir, stundin og kjarninn dreifa þessu ekki,
bara mbl.is. Og þar er þetta mest lesna fréttin,
ásamt því hvort Melania sé í kápu eða náttslopp.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 15.2.2019 kl. 12:06
Ef við höfum einhvern tíman verið svo óheppnir, að fara á fyllerí, og starfsmenn bakstjórnarinnar,
hafa getað fengið upptöku, sjónvarps upptöku af fyllirís röflinu, þá getum við varla skrifað um
verkferla bakstjórnarinnar þegar hún tekur einhvern niður til að hann segi ekki satt.
Það er málið.
Þú sérð strax á því hvernig fréttirnar eru valdar, hver hefur yfirtekið fjölmiðilinn.
Egilsstaðir, 15.02.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 15.2.2019 kl. 12:32
Grímulausir hagsmunir Örfárra auðmanna sem rýja okkur hin inn að skinni, stjórna fjölmiðlum að mestu leiti í dag Jónas.
Um það sjónarmið er ekki ágreiningur okkar á milli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 12:48
Sæll Ómar.
Vel skrifaður pistill og fræðandi púsl úr Hákoti til að skýra myndina.
Það orkar alltaf tvímælis að taka gömul mál upp í nútíðaranda, jafnvel þó þau hafi alla tíð verið ósómi.
Gleðimenn og gleðikvenmenn segja meira en mörg yfir hverju væri hægt að fárast.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 15.2.2019 kl. 14:12
"Ingibjörg Sólrún sagði að hún hefði krafist þess að Jón viki af lista eftir að hún frétti af bréfaskriftum hans við systurdóttur Bryndísar.
Það var það eina sem hún hafði í höndunum þegar hún tók þessa ákvörðun.
Það eina sem hún hafði."
Bíddu við, er það ekki nóg? Hann var að perrast í barni sem hafði ekki náð fermingaraldri. Það hefur komið í ljós að Jón Baldvin er bara verulega sjúkur einstaklingur á kynferðissviðinu, klípandi og káfandi á konum á öllum aldri, langt undir lögaldri jafnvel og heimtandi að fá að ríða þeim. Sögurnar eru bara of margar til þess að afskrifa þetta sem einhvern rógburð.
Ég tek það fram að ég hafði mikið álit á J.B sem stjórnmálamanni og bar mikla virðingu fyrir honum enda að mestu samsíða í pólitík. Hann hefur nú misst alla mína virðingu.
Óskar, 15.2.2019 kl. 14:22
mörg "orð" átti það nú að vera.
Magnús Sigurðsson, 15.2.2019 kl. 14:28
Blessaður Óskar.
Einn mesti vandinn við að skrifa pistla á einföldu máli, með einfaldri rökleiðslu, er að stór hluti þjóðarinnar er hvorki læs á einfalt mál, eða ræður við einfalda rökleiðslu.
Meðal annars þess vegna skrifa ég sama hlutinn aftur og aftur.
Með því að segja að meint perrabréf Jóns hafi verið það eina sem hún hafði, þá var ég ekki á nokkurn hátt að taka afstöðu til þess hvort það væri nóg eður ei. Það er einfaldlega ekki mitt mál að meta það, hvorki þá, eða eftir á.
Ég er að benda á ófrægingarherferðina, þar sem fullt af sögum um bæði kvensemi Jóns, sem og meintan perraskap gagnvart unglingsstúlkum, hefði ef rétt er, alltaf verið í umræðunni.
Og þess vegna hefði Ingibjörg haft svo margt annað til hliðsjónar í þessari ákvörðun sinni.
Svo margt, að það hefði aldrei komið til greina að setja Jón á lista, og miðað við eina söguna, sem Mogginn taldi sig hafa staðfest með því að ræða við söguberann, þá var ljóst að hann hefði þurft að víkja sem formaður Alþýðuflokksins.
Það er ef sagan væri sönn, og það væri vottur af manndómi í þessu fólki.
En þá, og þá var sannarlega nútíð atburðanna, þá frétti Ingibjörg Sólrún, að eigin sögn, á síðustu stundu um bréfaskriftir Jóns.
Ef fólkið getur ekki séð ósamkvæmið í þessu, þá má vel vera að það tilheyri ættbálki mannapa, en örugglega ekki þeim sem kenndur er við homo sapiens, hinn vitiborna mann.
Óskar minn, ég reikna með að þú hafir hlaupið á þig, en í guðanna bænum lestu skrif mín áður en þú ræðst fram á ritvöllinn.
Þetta er ekki flókið, og á ekki að vera neinum ofviða.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 16:59
Blessaður Magnús.
Ef fólk er hrifið af óendanleikanum, þá gerir það náttúrulega.
En ég vísa til að það sem er satt, er náttúrulega satt.
En við hin höfum ekki nokkrar forsendur til að sigta sannleikann frá því sem er logið.
Og lygin er miklu algengari förunautur múgæsingarinnar en sannleikurinn.
Það er bæði í eðli hennar og múgæsingarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 17:02
Sæll Ómar og takk fyrir góðan pistil að venju.
Við lesturinn kom upp vísa sem skrifuð var í minningabók mína þegar ég var í 12 ára bekk.
Satt og logið sitt á hvað
sönnu er best að trúa.
En hvernig er hægt að þekkja það
þegar flestir ljúga.
Eggert Guðmundsson, 15.2.2019 kl. 21:15
Ætli það sé ekki þess vegna sem guð gaf okkur heilbrigða skynsemi Eggert, til að greina á milli.
Takk fyrir vísu og innlit.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 15.2.2019 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.