10.2.2019 | 11:36
Veður eru válynd á Íslandi.
Og það er fásinna að selja fólki ferðir útí óbyggðir eins og á sumarlagi sé.
Ábyrgðin er ekki veðurguðanna, vegagerðarinnar, stjórnvalda eða annarra að fólk sé oft í stórhættu í óbyggðunum.
Ábyrgðin er þeirra sem selja, sem hafa tekjur af því að setja annað fólk í lífshættu.
Gerum okkur grein fyrir þessu, og þá er hægt að ræða lausnir.
Kveðja að austan.
Keyptu sér ekki miða um dauðadal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1412828
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 114
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, þetta er stutt og laggott hjá þér.
En það er eitt að þurfa að koma því inn hjá erlendum ferðamönnum hvers eðlis íslensk vetrarveðrátta og kapítuli út af fyrir sig, og mætti byrja á að heilsa þeim á þessum árstíma við komuna til landsins með hinni alþýðlegu íslensku kveðju "velkomin á klakann".
En að íslendingum detti í hug að selja ferðir eftir klukku yfir Mýrdalssand, Skeiðarársand og Öræfi á þessum árstíma á rútum eins og myndir sýndar í fréttinni, þá náttúrlega vandast málið verulega. Ef fólk sem alist hefur upp í þessu landi kannast ekkert við svona vetrarfærð og ákallar Vegagerðina, þá er því varla viðbjargandi.
Það er einna helst að manni detti í hug er að láta það læra Mýrdalssandstexta "þjóðskáldsins" utanbókar, þann sem var feyki vinsæll slagari á 10. ártugnum og hverfur ekki svo glatt úr minni.
Það er rigning og myrkur og meinlegir skuggar
á Mýrdalssandi og hvergi skjól að fá.
Það er yfirgefinn bíll út í vegarkanti
og hvergi hræðu neinstaðar að sjá.
Þín vesta mara hún læðist og leitar
líf þitt hremmir með varir sjóðheitar.
Þú getur hlaupið en þú felur þig ekki
að fanga þig óttinn með sína
ísköldu hlekki
ísköldu hlekki
ísköldu hlekki
og þú sleppur ekki.
Með taugarnar þandar, titrandi andar
kjökrandi skríður, skjálfandi bíður
og tími líður.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2019 kl. 12:08
Takk fyrir þetta Magnús.
Það er vissulega rétt að við ráðum ekki alveg við ferðagleði útlendinga sem vissulega hafa ekki alveg forsendur til að meta aðstæður.
Og þá þekkingu er ekki að finna á Gúgel Map.
En við ráðum við allt hitt.
Auðvitað má ræða hvernig má bæta þjónustu og það er svo að jafnvel gullgæs þarf næringu. En það þarf að bæta hana fyrst, og síðan má láta reyna á hana.
En ekki öfugt, að festa sig í skafli, fjúka út af eða lenda í árekstri á flughálum vegum, og kvarta svo yfir að það vanti þetta og hitt í þjónustu vegagerðarinnar.
Ég held að svarið sé að einhvern veginn þarf að skerpa ábyrgðina. Það er ekki nóg að hafa hana bara hjá taugaveikluðum bílstjórum sem standa annars vegar frammi fyrir atvinnumissi, en hins vegar ábyrgð á alvarlegum slysum, sem ekki bara er slæmt fyrir sálina, heldur líka getur sú ábyrgð þýtt ákæra og fangelsisvist.
Það þarf líka að taka þennan saklausa, eigandann sem alltaf kemur ofanaf fjöllum þegar eitthvað kemur uppá, er steinhissa á ónýtum dekkjum, lélegum búnaði eða lagt sé á stað út í óvissuna í kolvitlausri veðurspá.
Bara það mun breyta miklu.
Þá verður annar strúktúr og skynsamari.
Til dæmis Plan B alltaf til reiðu þegar veður eru tvísýn eða vegirnir sem slíkir varla farandi vega flughálku.
Ég tek allavega undir með bílstjóranum, það á ekki að þurfa banaslys til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 18:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.