Erlent eignarhald í felum.

 

Er látið óáreitt vegna hagsmuna.

Gegn pólitískum greiðum, gegn pólitískum fjármögnun.

Eitthvað sem allir vita, og allir þegja um.

 

Spurning hvað Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara langt niður í fylgi til að þessi umræða opnist.

Og hagsmunirnir verði raktir.

Til stjórnmálamanna, til stjórnmálaflokka, til fjármögnunar á fjölmiðlum.

 

Veit ekki.

En Mogginn sýnir kjark með að opna á þessa umræðu.

 

Hins vegar spái ég því að þessi umræða fari hljótt því í henni er aðeins fjallað um raunverulega hagsmuni fólks og þjóðar.

Ekkert typpatal, ekkert fyllerísraus, engar hleranir.

Ekkert slúður, engin múgæsing.

Og of flókið fyrir Pírata.

 

Sjáum til.

Kannski verður Vestamannaeyjabær íslenskur á ný.

Kveðja að austan.


mbl.is Undarlegt að vilja ekki hæsta verðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Ómar, tek heilshugar undir allt þetta sem þú segir.

Þetta lýsir best því hverjum þetta pólitíska-embættismanna kerfi

er að vinna fyrir.

Besta lýsing sem ég hef séð á flokki

"Of flókið fyrir Pírata"

Snilld..:)

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.2.2019 kl. 20:15

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sigurður.

En við skulum halda því til haga að ég er dálítið að djóka í þessum pistli, samt að reyna draga fram ákveðinn kjarna.

Kannski er einhver sannleikskjarni í þessu með Píratana, þeir virka stundum svona.

En samt ekki alltaf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 21:08

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Er þetta ekki enn ein aðferðin fyrir kvótaútgerðirnar, til þess að fela gróðann, - sem í rauninni er tekinn frá hinum litlu útgerðarstöðum allt í kringum landið, - (og allt í boði Alþingis).?

Var þetta ekki kallað "Hækkun í Hafi", - eða eitthvað í þá áttina?

Tryggvi Helgason, 9.2.2019 kl. 22:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Tryggvi.

Nei, þetta er annars eðlis, englendingar fóru bakdyrameginn inní íslenskt eignahald með því að veita útgerðum, aðallega í Vestmannaeyjum fjárhagslega fyrirgreiðslu, og fengu í staðinn skuldbindingu um að aflinn yrði fluttur út til vinnslu þar.

Opinbert leyndarmál sem allir vissu um, og var látið viðgangast.

Eða réttara sagt, þetta var svona, en þessi umræða hefur legið niðri lengi svo það svo sem guð vita hvernig þetta er núna.

En slóðin er sú sama, svo líklega er sama svindldýr á ferðinni.

Eða af hverju ættu menn að forðast hæsta verð?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.2.2019 kl. 23:53

5 identicon

"englendingar fóru bakdyrameginn inní íslenskt eignahald með því að veita útgerðum, aðallega í Vestmannaeyjum fjárhagslega fyrirgreiðslu, og fengu í staðinn skuldbindingu um að aflinn yrði fluttur út til vinnslu þar.

Opinbert leyndarmál sem allir vissu um, og var látið viðgangast.

Eða réttara sagt, þetta var svona, en þessi umræða hefur legið niðri lengi svo það svo sem guð vita hvernig þetta er núna.

En slóðin er sú sama, svo líklega er sama svindldýr á ferðinni.

Eða af hverju ættu menn að forðast hæsta verð?"

Hér eru sagðar fréttir, og dýpri fréttaskýringar þurfa að koma fram Ómar.  Treysti þér til að varpa enn skýrara ljósi á málið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 00:37

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Það er óþarfi að spyrja mig, ef þú manst ekki eftir þessum fréttaflutningi frá 10. áratug síðustu aldar, þá skaltu bara spyrja Gúgla frænda, hann geymir svona upplýsingar.  Veit reyndar ekki með fréttir úr ljósvakamiðlum, en um þetta voru gerðar fréttaskýringar, og ég man sérstaklega eftir einu viðtalinu þar sem vandræðalegur útgerðarmaður benti á að þetta hefði verið eini kosturinn fyrir marga smærri útgerðamenn, svona á dögum kvótaskerðingarinnar, til að fjármagna endurnýjun á skipum.

Og þetta var látið viðgangast, enda Vestmannaeyjar öflugt vígi Sjálfstæðisflokksins.

Þegar þessi umræða dúkkaði upp enn einu sinn, þá kæmi mér það mjög á óvart að alltí einu væri komin önnur skýring á þessum útflutningi.

Af hverju ættu menn að breyta forsendum áralangra viðskipta, og skila sömu niðurstöðu?

Enda er mér svo sem gott sama, og hef alltaf skilið þessi sjónarmið Vestamannaeyinganna, enda hafa eyjaskeggjar gert það sem þurft hefur að gera í gegnum aldirnar til að lifa af þarna útí ballarhafi.

En tvískinnungur stjórnmálanna er mér hins vegar hugleikinn, og það var tilurð þessa pistils.

Það var jú gúrkutíð, Smartland og íþróttir taka yfir Mbl.is um helgar, á einhverju verða menn jú að lifa.

Svo sér maður glottið á nýkommúnistanum í Fréttum Stöðvar 2 þar sem nefið á honum kemst varla fyrir á skjánum.

En hér les maður bara um kjóla og annað slíkt.

Og já um sjávarútveg líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 09:18

7 identicon

Loksins! Loksins! Loksins! Í fyrsta sinn í sögunni segjast Íslenskar fiskvinnslur getað borgað og tryggt stöðugt hærra verð alla daga en samningsbundnir fastir erlendir kaupendur. Erlendir kaupendur sem borga jafnvel hærra verð alla daga vikunnar fyrir ferskan óunnin fisk en Íslenskar fiskvinnslur fá fyrir frosinn unnin fisk. Hafa markaðsaðstæður og eftirspurn gjörbreyst erlendis á síðustu mánuðum? Eða er ég að misskilja þetta eitthvað?

Vagn (IP-tala skráð) 10.2.2019 kl. 15:59

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Veit það ekki Vagn

Seg þú okkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.2.2019 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 494
  • Sl. sólarhring: 689
  • Sl. viku: 6225
  • Frá upphafi: 1399393

Annað

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 5275
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband