7.2.2019 | 08:44
Það gerðu fleiri í brækurnar en Ruv.
Morgunblaðið hefur ekki síður lapið upp hinar alvarlegu ásakanir á hendur íslenska geðheilbrigðiskerfinu án þess að gera hina minnstu tilraun til að rannsaka hvort sé einhver fótur fyrir þeim orðum og ásökunum.
Ekki ætlast ég til að Moggafólk eyði tíma sínum í að lesa pistla okkar hér á Moggablogginu, en ég ætlast til að það hafi til brunns að bera eitthvað sem má kalla lágmarks skynsemi og hæfni til að álykta.
Sigmar greyið er eins og hann er, vinnur í vernduðu umhverfi og ber enga ábyrgð nema þá gagnvart góða fólkinu í 101, en þegar Morgunblaðið vitnar í skrif út í bæ, eins og um frétt eða staðreynd sé að ræða, eða þegar þingmenn Pírata fjalla um þau sem alvarlega brotalöm á kerfinu, þá þarf að staldra við.
Og í pistli með því nafni, það er Er ekki kominn tími til að staldra við, skrifaði ég meðal annars þetta;
"Og spyrja einnar grundvallarspurningar, hvað er rétt í þessu máli?? Er það virkilega svo að áhrifamenn geti pantað nauðungarvistun á fólki gegn vilja þess?? Stjórnar ekki fagfólk Kleppi??, metur það ekki ástand viðkomandi á faglegum forsendum, og tekur ákvörðun eftir því?? Trúir fólk því virkilega að við sem þjóð búum við réttarfar Sovétsins þar sem ráðamenn þvinguðu fagfólk til að leggja inn og meðhöndla pólitíska andófsmenn, eins og andóf væri geðsjúkdómur. Þetta eru nefnilega mjög alvarlegar ásakanir og koma persónu Jóns Baldvins sem slíkri ekkert við. Heldur ef rétt er, þá er þetta brotalöm sem þarf að rannsaka. Og fjölmiðill sem tekur sig alvarlega, hann gefur allavega hinum ásökuðu tækifæri til að útskýra sína hlið málsins. Annað er eiginlega að lepja upp slúður og níð.".
Og undir frétt undir fyrirsögninni "Stefndu mér", þar sem vitnað var í feisbókarfærslu dóttur Jóns, færslu með ásökunum á hendur næstum því öllum í kerfinu ítrekaði ég þessi sjónarmið mín.
"Þegar þeir birta slúður og róg samfélagsmiðla eins og um heilagan sannleik sé að ræða. En sú ábyrgð er hjóm eitt miðað við að taka þátt í þöggun á ásökunum um alvarlegt misferli. Og alvarlega getur misferlið ekki verið en ásakanir í þessum orðum (Aldísar); "þá mun ég leggja fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu þína, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisins, ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytisins, og vinna sigur, ef ekki fyrir íslenskum rétti - hafir þú þar enn tögl og hagldir, þá sannarlega fyrir Mannréttindadómstól Evrópu".
Því ekkert af þessu kemur persónu Jóns Baldvins við. Heldur þeim stofnunum og embættum sem eru nefnd, og þeirri sem er ónefnd; Kleppi og starfsfólki hans. Hvernig getur afdankaður stjórnmálamaður, með skjól í sendiráðum þjóðarinnar, haft slíkt ægivald??".
Ef sveitamaður, eins fjarri hringiðu mannlífsins og hægt er að vera hér á landi, sér að ef þessar ásakanir eru sannar, þá er um að ræða eina stærstu frétt lýðveldistímans, þá gera allir alvöru fjölmiðlar það líka og grafast fyrir um sanngildi þeirra.
Nema þeir afgreiða þetta sem óra.
En þá ærumeiða þeir ekki saklaust fólk með því að ljá þeim vængi.
Enn og aftur, þetta snýst ekkert um persónu Jóns Baldvins á nokkurn hátt.
Þó Sigmar greyið trúi því, þá er Jón ekki guð almáttugur, hvað þá að hann hafi haft alræðisvald hér á árum áður.
Þetta snýst um þá grandvörum embættismenn þjóðarinnar sem eru ásakaðir um glæp, alvarlegan glæp.
Og slíkar ásakanir þarf að rökstyðja.
Það er ekkert sem afsakar afglöp Morgunblaðsins í þessu máli.
Jón Baldvin hefur varpað ljósi á staðreyndir þess í þessari grein sinni, Morgunblaðið hefur ekki birt stafkrók þar um.
Ekki útskýrt lögin, ekki útskýrt ferlið í kerfinu, ekki gert nokkra tilraun til að ræða við þá einstaklinga sem eru bornir þessum þungu sökum.
Og við það er ekki hægt að una.
Morgunblaðið þarf að axla ábyrgð.
Og þeir sem ábyrgðina bera eiga að gera það.
Því slíkt gera fjölmiðlar.
Til að geta haldið áfram að kalla sig fjölmiðill.
Ekki slúðurmiðill.
Kveðja að austan.
Sannleikurinn er sagna bestur, segir Jón Baldvin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þrumugóður pistill um fjölmiðla sem fengu falleinkunn í skýrslu RNA, og eru enn með allt niður um sig.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.2.2019 kl. 12:01
Blessaður Símon.
Þú segir það en við skulum vona að Mogginn hysji upp um sig og láta seka sæta ábyrgð.
Að vera kona og telja að það felist í Meetoo að trúa öllu sem frá konum kemur, hversu fjarri heilbrigðri skynsemi það er, er ekki afsökun fyrir blaðamann.
Og ekki afsökun hjá fjölmiðli að vísa í það sem skýringu.
Ef Mogginn getur ekki á næstu dögum sannað hina meintu glæpi grandvara embættismanna, þá verður hann að axla ábyrgðina.
Með afsökunarbeiðni á forsíðu, og uppsögnum þeirra sem ábyrgðina bera.
Annað er skrípó.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2019 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.