Vinstri Grænir pota í lýðræðið.

 

Hæðast að því að klámkjaftur á fyllerí gegni formennsku í nefnd.

Þó er runnið af manninum og hann iðrast.

 

Og hver er glæpur hans miðað við til dæmis forseta Alþingis?

Sem bláedrú samdi við bresku fjárkúgarana að hann myndi ekki halda uppi vörnum fyrir Íslands hönd.

 

Fyrir utan óheyrilega greiðslubyrði, frá 90 milljörðum uppí 110 milljarða á ári, skjalfest í gögnum Alþingis, Seðlabankans og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands (svona fyrir lygarana sem afneita þessum tölum), þá afsalaði Steingrímur Joð Sigfússon öllu dómsvaldi til gerðardóms sem Hollendingar og bretar stýrðu.

Og eins og þau landráð væru ekki nóg, þá var ákvæði í ICEsave samningi vinstri stjórnar Steingríms og Jóhönnu, að ef einhver afborgun íslenska ríkisins, eða ríkisstofnana eins og Landsvirkjunar, félli í gjalddaga án þess að vera greidd, og skipti þá engu þó um hana yrði samið, þá félli allt ICEsave skuldabréfið á íslenska ríkið.

Samstundis.

 

Sem er áður óþekkt landráð í allri gjörvallri sögu vestrænna lýðræðisríkja.

 

Það var samt kosið, og lýðræðið hafði sinn gang.

Fyrst að Steingrímur, Katrín, Svanfríður og þau öll hin voru ekki ákærð fyrir landráð, og þjóðin, það er hluti hennar, tók ákvörðun að kjósa þau til áframhaldandi setu á Alþingi, þá eru þessi landráð grafin og gleymd.

Fortíð sem lögð er til hliðar.

 

Þess vegna er það svo aumt, að sjá þennan vinnumannaflokk breta, ráðast að lýðræðiskjörnum þingmönnum.

Og þeirra glæpur er fyllerísröfl.

Sem enginn vissi af nema vegna þess að auðnum langar í orkuauðlindir þjóðarinnar.

 

Landráð annars vegar.

Hlerað fyllerí hins vegar.

 

Lýðræðið sagði okkur að gleyma.

En eigum við að gleyma þegar vinnumennirnir eru aftur komnir í vinnu??

 

Við að svíkja þjóðina.

Við að færa þá einu auðlind sem ennþá er í almannaeigu, í vasa auðs og auðmanna.

 

Það var hægt að fyrirgefa.

En það er varla hægt lengur.

Kveðja að austan.


mbl.is Miðflokkurinn ræður formanninum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Ómar.  Við eigum ekki að gleyma og allra síst þegar æ augljósara verður hverra erinda Vg gengur, ítrekað, enn og aftur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 16:49

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ja hérna Ómar, þú ert minni flokkshestur en ég hélt að þú værir. Svona yfirsést manni að óathuguðp máli. Ég tók þinn pistil á mína síðu, svo hrifinn varð ég af þessarri réttsýni þinni.

Halldór Jónsson, 25.1.2019 kl. 17:49

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, það mistókst því miður að koma hyskinu út úr húsum þjóðarinnar í síðasta hruni og þess vegna er sem er.

Varðandi lýðræðið og helgislepjuna í klaustri, þá hlýtur að fara að koma að því að búnaður verði komið upp til að hlera hverjir það voru sem kusu þessa peyja svo hægt sé að svipta það fólk kosningarétti.

Magnús Sigurðsson, 25.1.2019 kl. 19:06

4 identicon

Já, auðinn langar í orkuauðlindir þjóðarinnar.

Er nema von að Sjálfstæðisflokkurinn,

eða öllu heldur forysta hans,

hafi valið sér Steingrím Joð

sem helsta bandamann sinn til þess?

Þann alvana mann að svíkja land og þjóð.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 19:44

5 identicon

Það var ruglingsleg grein í morgun í Mannlífi um kynvitund barna 

Ef til vill finnur Ólafur Ísleifsson loks sína folokksvitund og gengur í Framsókn

þó svo að hann hafi verið í Menntaskólanum í Reykjavík

Borgari (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 20:10

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ég á ekki orð er gamalt íslenskt orðtak oftast tilvitnun í aðdáun; erum við virkilega að stíga af baki flokkshestinum og krjúpa fyrir fjallkonunni,hver annar en Ómar á frumkvæðið.  

Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2019 kl. 04:02

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Símon Pétur.

Ég held að það sé alveg ljóst en kannski spurning hversu meðvitað það er hjá mörgum nýgræðinginum.  En þau skötuhjú sem ég taldi upp þekkja gjaldið fyrir valdastólana, og það mun ekki standa í þeim, þau hafa greitt það áður.

Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá held ég að hann sé klofinn í þessum máli, og þá er ég ekki bara að vísa í grasrótina versus forystu.

Það eru þarna nokkrir þingmenn sem hafa sannfæringu sem er ekki til sölu, og það er jafnvel spurning með einn ráðherrann.

En þetta skýrist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2019 kl. 09:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór.

Við eigum okkar sameiginlega fleti en ég held náttúrulega áfram að vera kommatittur og þú erkiíhald, það gengur ekki að allir séu sammála um allt og alla.

Það væri meiri kommúnismii en vegggjöl Jóns Gunnarssonar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2019 kl. 10:18

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Segðu Magnús, hann er örugglega til en ætli það sé ekki verið að leita að réttlætingunni fyrir hið algjöra Stóra bróðir þjóðfélag.

Og það grætilegast er þó maður hæðist að þessu, þá virðast valdaöfl stefna í þessa átt og almenningur kveikir ekki að hann þarf að hamla á móti.

Fyrir utan hvað það er sjúkt að herma allan andskotann uppá fólk, hvar og hvenær það er sagt og gert, að þá áttar fólk sig ekki á að í alræðisþjóðfélagi eftirlitsins er fylgst með öllum, og það er í eðli slíkra histeríu að leita sér alltaf nýrra og nýrra fórnarlamba.

Og það eina sem er öruggt, að röðin kemur einhvern tímann að þér.

Sama hve hátt þú hrópar í fordæmingu þinni, að lokum verður sá hávaði talinn vissa um leynda sekt, sem þarf að afhjúpa, og kvörnin gerir það örugglega, með góðu eða illu.

Þessa Pandóru öskju átti aldrei að opna, og fyrst hún var opnuð, þá á vitiborið fólk að einhenda sér í að loka henni hið snarasta.

Þetta snýst nefnilega ekki um HVER sagði HVAÐ, heldur um hvernig þjóðfélag við viljum lifa í.

Og hvað mig varðar þá geri ég mér fulla grein fyrir að Fár er vopn í vopnabúri hins Svarta fjármagns.

Og allir sem eiga líf sem þarf að verja, þeim ber skylda til að berjast gegn því.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 26.1.2019 kl. 10:35

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Borgari.

Dugar ekki Miðflokkurinn??

En það breytir því ekki að Ólafur er einn fárra á þingi sem hefur þekkingu og kunnáttu til að berjast fyrir bættum hag almennings.

Enda er það ekki tilviljun að hann, sem sagði ekkert óviðurkvæmilegt, er spyrtur við þá orðljótustu.

Og sorglegt að almenningur skuli taka þátt i þeim skollaleik.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2019 kl. 10:38

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Helga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.1.2019 kl. 10:39

12 identicon

Mæli með að fólk lesi pistil Ómars Ragnarssonar um hina sturluðu virkjanagleði sem boðuð er nú í Mogganum, sturlaðrar virkjanagleði sem minnir hann helst á 20 ára gömul orð Finns Ingólfssonar sem Þorsteinn Siglaugsson kallar Finn í athugasemd einn helsta glæpamann landsins.  Hverra erinda gengur nú Mogginn?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 80
  • Sl. sólarhring: 593
  • Sl. viku: 5664
  • Frá upphafi: 1399603

Annað

  • Innlit í dag: 70
  • Innlit sl. viku: 4834
  • Gestir í dag: 69
  • IP-tölur í dag: 69

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband