25.1.2019 | 09:43
Þroski alþingismanna verður mældur í dag.
Þegar þingfundir hefjast mun reyna á þingmenn hvort þeir séu fullorðið fólk sem getur sinnt störum sínum af heilindum eða hvort þeir séu litlir krakkar sem noti hvert tækifæri til að baða sig í kostuðu kastljósi fjölmiðlanna.
Kostuðu af mönnum sem eiga alla hagsmuni á að brjóta á bak aftur alla hugsanlega andstöðu gegn orkupakka 3 á Alþingi.
En samþykkt hans opnar allar gáttir fyrir þá til að eignast orkuauðlindir þjóðarinnar því innan ekki svo margra ára mun reglubákn ESB knýja á uppskiptingu Landsvirkjunar og einkavæðingar.
Ásamt því að krefjast að hér verði ekki seld orka á lægri verði en gengur og gerist í Evrópu.
Því það má jú ekki mismuna á samkeppnismörkuðum.
Það er engin tilviljun að í fararbroddi þessarar múgsefjunar eru einstaklingar og fjölmiðlar sem herjuðu á þjóðina á sínum tíma í stuðningi sínum við ICEsave fjárkúgun breta og Hollendinga.
Þetta eru vinnumenn auðsins, fólk sem er fyrir löngu búið að selja sálu sína fyrir aur í vasann.
Og það keyrir áfram Klaustursmálið útí hið óendanlega, á meðan einhver spilar með.
En jafnvel töframenn geta ekki breytt þroskuðu fólki í börn.
Og börn knýja farsann á Alþingi.
Hvort sem það er meðvituð hegðun, eða þroskinn er bara ekki meiri en þetta.
En það verður mælt í dag.
Börn verða talin.
Ég spái því að þau verði fleiri en eitt.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 21
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5605
- Frá upphafi: 1399544
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 4778
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hér er dæmi um þroskað umræðu í ræðustól Alþingis
Leynd sem virðist aðeins hafa verið til þess að verja karla sem mæltu með því að barnaníðingar fengju uppreist æru og ekki bara hvaða kallar sem er heldur góðan styrktaraðila Sjálfstæðisflokksins og föður forsætisráðherra“ sagði Oddný.
Grímur (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 15:16
Já Grímur, það má kannski líta á þetta frá öðru sjónarhorni, að Bjarni hafi panikað, en samt er þetta eiginlega rétt hjá þér.
Og við þurfum að komast uppúr þessum hjólförum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.1.2019 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.