25.1.2019 | 06:55
Úrkynjun þjóða á sér margar myndir.
Ein er að láta menningarverðmæti sín grotna niður.
Fyrir utan handritin þá eru kirkjur landsins það eina sem við eigum frá fyrri tíð.
Sama hvað sóknir voru fátækar, þá var byggð kirkja, og í þessum kirkjum, ásamt kirkjugörðum, lifir minning liðinna tíma.
Við höfum aldrei verið svona rík.
Samt aldrei svona fátæk í anda.
Vanræksla og fjárskortur, hvert sem er litið.
Í innviðum, í umönnun, í varðveislu minninganna.
Samt eigum við flesta milljarðamæringa heims miðað við höfðatölu.
Hvergi eru hærri vaxtagjöld innheimt af einni þjóð.
Hvergi hafa hærri upphæðir leitað í fjárhirslur auðmana í leyndum skjólum.
Líklegast er þessi napri sannleikur vísbendinga um þjóð sem hefur gleymt bæði sið og mennsku.
Kveðja að austan.
Sóknir fjársveltar vegna niðurskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.