24.1.2019 | 19:21
Veika kynið.
Spurning hvort konur ættu yfir höfuð að taka þátt í stjórnmálum miðað við þessi orð þingflokksformanns Flokk fólksins.
"Þetta er mjög leiðinlegt mál. Þeir virðast ætla að koma með offorsi inn á þingið aftur og þeim konum sem lent hafa á milli tannanna á þeim líður ekki vel yfir því hvernig þeir haga sér,".
Ef þetta er ekki kynfyrirlitning, ef þetta kallast ekki að tala niður konur, þá veit ég illa hvernig það er gert.
Minnir einna helst á róman sem fjallar um yfirstéttarkonur á 18. öld eða byrjun þeirra nítjándu. Þar sem sterki karlinn greip yfirspennta kvenpersónuna þegar hún féll í yfirlið, og kallaði, við verðum að forða henni frá öllu áreiti.
En auðvitað veit þingflokksformaður Flokk fólksins betur.
Þetta er aðeins ómerkileg aðför að lýðræðinu.
Sjálfsagt veikburða tilraun til að endurheimta þingstyrk flokksins.
En það breytir því ekki að forseti Alþingis þarf að uppfræða nýgræðinga um leikreglur lýðræðisins og brýna fyrir formönnum þingflokka að þeir hagi sér eins og siðað fólk.
Sýni hvorki dónaskap eða leggi aðra þingmenn í einelti.
Hvað þeir segja síðan utan þings er ekki á hans ábyrgð.
Slíkt kallast stjórnmál og hefur sinn gang.
En vonandi eigum við ekki eftir að upplifa fleiri sögur af veikara kyninu.
Þetta er jú 21. öldin.
Kveðja að austan.
Funduðu um endurkomu þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi tilgerðarlega fórnarlambafíkn þingkvenna er orðin frekar vandræðaleg. Þar er verst og fremst í flokki Lilja Alfreðsdóttir.
Bjarni (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 20:39
Feminista innræting glæsilegt !
rhansen, 24.1.2019 kl. 21:08
..."forseti Alþingis þarf að uppfræða nýgræðinga um leikreglur lýðræðisins"... Þú ert fyndinn að ætla núverandi forseta þingsins að geta þetta.
Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 21:27
Takk fyrir innlitið félagar.
Þetta er nú bara svona, og svo sem hægt að segja hluti á marga hátt.
En þetta er mín nálgun á leiðindamáli sem er fyrir löngu orðin að farsa fáránleikans.
Og já, ég sé ekki annað en að Lilja þurfi að hætta í stjórnmálum, hún hefur ekki lágmarks tötsið í þau.
En ég hefði skilið hana ef hún hefði hellt úr vatnsfötu yfir Gunnar Braga.
Það er önnur ella, en í ætt formæðra hennar eins og Bergþóru og eða Auðar, konu Gísla Súrssonar, sem sagði þessi fleygu orð; "Mundu það allt þitt líf, vesæll maður, að kona hefur lamið þig".
Svo var konum pakkað inní bómull, eitthvað leiddist þeim það og vildu út, en núna sýnist mér að umræðan sé á þá vegu, að þær eiga að vera úti, en samt innpakkaðar.
Eitthvað þarna sem meikar ekki sens.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.