24.1.2019 | 06:57
Rógurinn um Ragnar.
Þann góðlátlega hægfara íhaldsmann, sem örugglega hefði fundið sér farveg í verkalýðsarmi Sjálfstæðisflokksins ef hann hefði verið uppi fyrir þó nokkuð árum síðan, innan um menn eins og Magnús Sveinsson eða Pétur sjómann, er bæði Mogganum og Samtökum atvinnurekenda til vansa.
Hvað halda menn að þeir fái í staðinn??
Eru menn virkilega svo vitlausir að halda að vandinn sem Ragnar bendir svo kurteislega á, hverfi ef þeim bara tekst að grafa skurð undan honum??
Mogginn, sem virðist vera fastur í kviksyndi slúðurs og rógburðar, spilandi sig svo skinheilagan að hver meðal yfirstéttarfrú á Viktoríutímanum hefði tekið andköf af aðdáun, ýtandi undir múgsefjun og galdrafár, ætti í svona eina mínútu að íhuga, hvað peningamennirnir sem borga þar flest laun, fengju í staðinn.
Hver tekur að sér að finna óánægju samfélagsins farveg, ef þeir hógværu og skynsömu eru vegnir??
Hægri populisti??, vinstri öfgamaður??
Allavega ekkert gott.
Eða er þetta draumurinn um Trump??
Að skapa jarðveg fyrir hinn íslenska Trump?
Hvern skyldu menn sjá fyrir sér í því hlutverki??
Einhvern mann á besta aldri með reynslu??
Nei, það eru vandamál þarna úti sem þarf að leysa.
Skammist ykkar til að taka þátt í því.
Á meðan þið hafið einhver ítök.
Á meðan einhver hlustar á ykkur.
Kveðja að austan.
Enginn fjöldaflótti úr VR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:34 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 403
- Sl. sólarhring: 743
- Sl. viku: 6134
- Frá upphafi: 1399302
Annað
- Innlit í dag: 341
- Innlit sl. viku: 5196
- Gestir í dag: 315
- IP-tölur í dag: 311
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þér versanr Ómar.
Halldór Jónsson, 24.1.2019 kl. 10:00
Ef þú fléttur upp í orðabók eftir orðinu lukkuriddari þá kemur upp mynd af Ragnari.
Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 11:29
Það er gott að þú lest Morgunblaðið
Margir vinnufélagar mín eru vart viðræðuhæfir því þeir lesa bara það sem fær sleikjur á facebook.com
Borgari (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 11:45
Sammála Ómar og það má ábyggilega finna fleiri en moggann sem rógbera Ragnar um leið og þeir útbreiða boðskapinn fyrir þá lykilmenn sem taka sérhagsmuni fram yfir heildina. Farið hefur fé betra, hefði einhvertíma verið sagt.
Magnús Sigurðsson, 24.1.2019 kl. 13:36
Hvernig geturðu ætlast til að Dabbi með sinn ofurlífeyri frá Ríkinu, og sem hann skammtaði sér sjálfur sem forsætisráðherra, skilji baráttu heiðarlegra sjálfstæðismanna á almennum vinnumarkaði?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 13:49
Blessaður Halldór minn.
Veistu, ég held að ég eigi auðveldara með að skilja mjálmið í kettinum mínum heldur enn innslagið þitt hér að ofan. Allavega þegar hann horfir á mig stórum augum, nýbúinn að stela stólnum mínum, sleikjandi á sér neðri hlutann, og segir svo mjá þegar ég góðfúslega færi hann í annan stól. Mjá-ið þýðir, "hvað þykist þú eiga þennan stól!?!".
Ég fatta hreinlega ekki hvað fer í þig í þessum pistli mínum.
Við þurfum varla að rífast um það að það er verið að grafa undan Ragnari, og fáa þekki ég sem gera ágreining um að Ragnar er umbótasinnaður íhaldsmaður af gamla skólanum. Sem reyndar er hans akkilesarhæll líkt og hjá Gorbachev forðum. Ekki að það sé galli að vera íhaldsmaður af gamla skólanum, heldur að hann hefur ekki ennþá áttað sig á að þú bætir ekki aristókerfi stórauðmanna, þú fellir það.
Og varla ertu að halda því fram að það sé betra fyrir atvinnurekendur eða stjórnvöld að glíma við einhverja róttæklinga í stað hægfara íhaldsmanns.
Síðan efa ég mjög að þú sért að gera ágreining við fordæmingu mína á slúðri og rógburði Moggans í tengslum við einhverja réttlætingu sem kennd er við MeeToo eitthvað, sjálfur hefur þú skrifað á svipuðum nótum.
Ekki frekar en meinta Trumpduld Davíðs, það er nú bara svona eins og það sagt, hófleg alvara.
Eftir stendur þessi málsgrein;
"Nei, það eru vandamál þarna úti sem þarf að leysa.
Skammist ykkar til að taka þátt í því.".
Sem er fátt annað en tiltölulega stuttur útdráttur á nokkrum undanförnum pistlum Styrmis Gunnarssonar.
Þannig að ef þú ert ósáttur við þann útdrátt, þá ættir þú frekar að skamma þann sem skrifaði pistlana, en mig sem dró aðalatriði þeirra saman.
Það held ég nú.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 14:16
Blessaður Stefán.
Þetta eru bara orð hjá þér eða orðhengilsháttur á meðan engin rök fylgja. Svona líkt og ég segði að það væri ekki marktakandi á þér því þú væri græneygður svertingi með aflitað hár og strípur í taglinu, svona eitthvað í ætt við Pogba, og ég hefði lesið það í orðabók.
Allir sem þekkja til Ragnars vita að hann er alltof vel gerður til að tengjast nokkru sem má kenna við pólitíska lukkuriddara. Hann er með sterka réttlætiskennd, og svíður mjög hvernig Örfáir menn hafa rúið þjóðfélagið að innan undanfarin ár.
Og í stað þess að tuða, þá ákvað hann að gera eitthvað í því.
En ég las þetta reyndar ekki í orðabók.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 14:22
Það er gott að heyra að þú kunnir að meta það Borgari góður.
Og svo vil ég aðeins benda á að vinur er sá sem til vamms segir.
Og þess vegna skamma ég Moggann annað slagið.
Því mér þykir vænt um blaðið eftir 47 ára lestur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 14:23
Blessaður Magnús.
Ég taldi upp Samtök atvinnurekenda, þó slík samtök séu ekki til lengur, það er nafnið. Það er alltaf verið að breyta þessum nöfnum, og í raun þakkar maður fyrir að þeir séu ekki farnir að connecta sig við eitthvað.
En í den var aðeins einn sem kom uppí hugann þegar minnst var á atvinnurekendur, og það var Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ, þegar sjávarútvegurinn var og hét lífæð þjóðarinnar.
Og hann hefði ekki stundað svona skurðgröft, hann hefði bara mætt grátandi í viðtal, og spurt; á hverju eigum við að lifa þegar útgerðin og fiskvinnslan eru farin á hausinn. Og farið svo að hágráta.
Það voru sko aðrir tímar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 14:28
Blessaður Símon Pétur.
Ég veit það eiginlega ekki.
Og hann veit það greinilega ekki sjálfur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 14:29
Nei, það er sorglegt að sjá að hann hvorki veit né skilur þetta lengur, eða er alveg sama,
hugsar um það eitt að hjóla í menn og málefni, hans eigin orð, ásamt smjörklípunum.
Mikil er nú eftirsjáin af Styrmi úr ritstjórastólnum.
En þeim mun mikilvægari eru bloggpistlar Styrmis, sem vekja aðdáun æ fleiri,
vegna hans heilbrigðu skynsemi, vits og heiðarlega sjálfstæðis í skrifum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 14:36
Ja, ég hef nú lúmskt gaman af Davíð þó hann sé gallagripur eins og við hinir.
Og mikið myndi ég nú sakna Reykjavíkurbréfa hans, þó þau séu stundum stagl um það sama þegar gúrkutíðin herjar á mannlífið.
Og einhvern veginn held ég að það sé nú ekki bara Davíð sem ráði þessu.
Það er ekki hann sem fjármagnar laun flestra.
En hann er ágætis skotspónn því þó hann viti ekkert um tilvist okkar Símon, þá erum við samt ekki að ráðast á lægsta garðinn.
Síðan var Styrmir enginn sakleysingi á meðan hann þurfti að þjóna flokki og eigendum.
Munurinn er bara að hann er frjáls í dag.
Og vonandi mun Davíð frekar kjósa frelsi en að vera múlbundinn í Orkupakkasvikaráðalandráðunum.
En skyldi Davíð vera með Trump duld??
Bara spyr.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.1.2019 kl. 15:09
Já, mikið væri það vonandi að Davíð hætti sem allra fyrst
sem ritstjóri forystu flokksins og eigenda sinna
svo hann verði ekki múlbundinn í orkupakka svika- og landráðunum.
Vonandi hefur hann dug til að gerast loksins sjálfstæður maður.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 24.1.2019 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.