Siðareglur eru fínar.

 

En öfgar eru verri.

Og ef Alþingi Íslendinga ætlar að setja sér þær siðareglur, að þingmenn megi ekki fá sér bjór eða vín á meðan þingfundi stendur, þá er það svo sem ágætis regla, fyrir púrítana.

Því líklegast hefði breska þingið um miðja sautjándu öld getað haldið þá reglu, enda réðu þá Púrítanar þinghaldi, og þeir voru lítt hrifnir að brosi, dansi, hlátri og víni.

Enda fer hrollur um Breta ennþá dag í dag þegar þeir minnast þessa skelfilegu ára trúarofstækisins.

En engin önnur þjóðþing, hvorki fyrr eða síðar, myndu setja þessa siðareglur, og ef hún væri sett í dag, þá væri hægt að loka þeim öllum.

 

Þess vegna má spyrja sig, og ég hef ítrekað spurt mig þessarar spurningar undanfarna daga og vikur, eða frá því að Klausturmálið komu upp, hvað fólk vinnur eiginlega á Morgunblaðinu í dag.

Eru þetta tímaferðalangar, eða finnst ennþá svona forpokað fólk??

Sem spyr svona spurningar um hinn meinta glæp sem öldrykkja er; "Þannig að ef aðrir gera eitt­hvað sem er rangt rétt­læt­ir það þá að þú ger­ir það?"

Hvaða miðaldamyrkur og ofstæki hefur lagst yfir blaðið.

 

Er það þetta sem fylgir framsókn femínismans??

Slúður, ofstæki, galdrafár??

 

Ég hélt ekki.

Einhvern tímann hélt ég að heimurinn yrði betri staður til að lifa á ef konur fengu áhrif til jafns við karla, og jafnvel taldi ég að heimurinn hefði gott af því að þær fengju meiri áhrif.

En ég efast í dag.

 

Stórlega.

Kveðja að austan.


mbl.is „Ekkert nýtt“ að fá sér bjór á vinnutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 380
  • Sl. sólarhring: 755
  • Sl. viku: 6111
  • Frá upphafi: 1399279

Annað

  • Innlit í dag: 322
  • Innlit sl. viku: 5177
  • Gestir í dag: 299
  • IP-tölur í dag: 295

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband