Siðað samfélag ræðir ekki þessar kröfur.

 

Því um þær er ekki hægt að gera ágreining.

Og þá er ég að vitna í þessi orð Vilhjálms; "„Auðvitað mun skipta miklu máli hver aðkoma stjórn­valda að samn­ing­un­um verður því meg­in­stef okk­ar er að lag­færa kjör þeirra sem höllust­um fæti standa í ís­lensku sam­fé­lagi þannig að við get­um aukið ráðstöf­un­ar­tekj­ur þess­ara hópa með þeim hætti að þeir geti haldið mann­legri reisn og fram­fleytt sér frá mánuði til mánaðar,“"

Og þeir sem það gera ættu að fá frían tíma hjá sálfræðing til láta meta sig hvort þeir þjáist af ólæknandi siðblindu.

 

Við erum að tala um eitt af ríkustu hagkerfum heims, þar sem auðlegðin vellur uppúr vösum fjármagnseiganda, þar sem æðstu embættismenn eru með þeim betur borguðu í heiminum, þar sem millahverfin slaga hátt uppí millahverfi Beverly Hills, þar sem töluverður stór hluti þjóðarinnar er oftar að leika sér í útlöndum en á landinu, þar sem allt ber merki um ofgnótt og flottræfilshátt hjá mjög fjölmennum hátekjuhópum, að þá líðum við ekki að;

ÞAÐ ÞURFI AÐ GERA KRÖFUR Í KJARAVIÐRÆÐUM AÐ HLUTI ÞJÓÐARINNAR GETI HALDIÐ MANNLEGRI REISN OG FRAMFLEYTT SÉR FRÁ MÁNUÐI TIL MÁNAÐAR.

Því slíkt er aðeins til siðs í þrælaþjóðfélögum.

 

Við þurfum ekki að rífast um af hverju þetta varð svona.

En við skulum gera okkur grein fyrir því að það er siðblinda í bland við ómennsku að líða þetta.

Og ég trúi því ekki að ómenni stjórni atvinnulífinu eða ríkisstjórn landsins.

 

En það er auðvitað þeirra að skera úr um.

Kveðja að austan.


mbl.is „Verður ekki gefinn mikill tími“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband