22.1.2019 | 08:52
Slúður samfélagsmiðla er ekki frétt.
Og við þurfum að fara að fatta það meðan einhver steinn stendur uppi á þeim samskiptareglum sem halda siðmenningunni saman.
Burt séð frá því að það er hægt að falsa allt og feika með nýjustu tækni, að þá þurfum við að þekkja mörk siðaðs fólks.
Við gægjumst ekki inní einkasamtöl fólks, hvort sem það eru drukknir þingmenn eða aðrir sem eiga í hlut.
OKKUR KEMUR ÞAÐ EKKERT VIÐ.
Við brennum ekki fólk á báli fordæmingarinnar út af einhverju sem gerðist fyrir áratugum síðan hvort sem það er út af kvensemi, þuklunaráráttu eða lauslæti undir áhrifum áfengis, eða eitthvað annað sem gekk þá en gengur ekki í dag.
EF OKKUR LÍKAR EKKI HEGÐUNIN ÞÁ BREYTUM VIÐ HENNI ÞAR SEM VIÐ GETUM BREYTT HENNI, HJÁ SJÁLFUM OKKUR, Í NÚINU, OG Í FRAMTÍÐINNI.
Við látum ekki púrítana fordæmingarinnar stjórna samfélagsumræðunni.
Við látum ekki múgæsingu þróast út í fár.
VIÐ EIGUM AÐ LÆRA AF MISTÖKUM FORTÍÐAR, EKKI ENDURTAKA ÞAU.
Og ekki hvað síst, við eigum að gera greinarmun á slúðurmiðlum, áróðursmiðlum, sem grassera á netinu, og ábyrgum fréttamiðlum.
Í því felst að VIÐ GERUM KRÖFUM UM AÐ MEINTIR ÁBYRGIR FRÉTTAMIÐLAR ÞEKKI LÍKA ÞENNAN MUN.
Á því er töluverður misbrestur eins og þessi múgæsingarfrétt er sorglegt dæmi um.
Ég geri þessa kröfu til þess eina miðils sem ég les að staðaldri, Moggann minn og Mbl.is.
Og það rennur mér til rifja að sjá hvernig minnsti þrýstingur samfélagsmiðlanna breytir annars ágætum miðli í ómerkilegan slúðurmiðil.
Fréttaflutningurinn af Klausturmálinu er öllum sem ábyrgðina bera til vansa.
Smjattið um Jón Baldvin er ómerkilegt, fyrir utan þann grundvallarfeil að birta slúður með alvarlegum ásökunum á vammlaust fólk, sem hefur það eitt sér til saka unnið að vinna vinnuna sína, eins og um staðreyndir séu að ræða.
Fólk er ekki ærumeitt og dregið niður skítinn án þess að blaðið hafi áþreifanlegar sannanir undir höndum.
Það er eins og lítil menningarbylting eigi sér stað á blaðinu.
Að vitiborið fólk þori hvorki að æmta eða skræmta að ótta að næst verði það látið standa á torgum með skilti um hálsinn og játa uppá sig allskonar sakir.
Brennimerkt af hinum æpandi múg.
Það er mál að linni.
Það er kannski tímabært að ritstjóri blaðsins stígi niður af fílabeinsturni hrokans og taki til í sínum eigin ranni í stað þess að senda spjótin á aðra miðla, jafnt nær sem fjær.
Því sá sem hefur ekki stjórn á sínu eigin liði, er ekki beint fær um að setja út á aðra.
Slúður er slúður, ásökun er ásökun.
Hefur ekkert með frétt eða staðreyndir að gera.
Ásökun getur vissulega verið sönn.
En þá þarf að sanna hana, að sína framá á einhvern hátt að hún eigi við rök að styðjast.
Orð eru ekki slík sönnun, því orðum er hægt að stjórna.
Eða er einhver svo vitlaus að halda að allir sem voru ásakaðir fyrir galdra, hafi verið sekir?
Eða að allir þeir sem voru niðurlægðir, píndir, drepnir eða settir í fangelsi í fárinu sem kennt var við Menningarbyltingu Maós hafi verið sekir??
Eða að allt hafi verið satt sem stóð í skjalasafni Stasi??
Það má vera að einhver sé svo vitlaus, og kannski fleiri en einn eða fleiri en tveir.
En í guðanna bænum látum ekki þessa vitleysinga stjóra okkur.
Það er nóg að tékka á hvort helvíti sé til eftir dauðann.
Við þurfum ekki að lifa það.
Stöldrum við.
Kveðja að austan.
Ekki er allt sem sýnist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:33 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 202
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 168
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góður og þarfur pistill Ómar.
En sé það haft í huga að fjölmiðlar hafa iðulega verið skilgreindir sem 4. valdið, þá er það kannski tímanna tákn að þeir séu jafn óáreiðanlegir og löggjafarvaldið, framkvæmdavaldið oh dómsvaldið. Almennt er svo komið að almenningur ber lítið sem ekkert traust til þessara fyrirbæra. Og það er skiljanlegt. Það endurspeglar hinn svonefnda lýðræðislega vanda sem þjóðfélag okkar stendur frammi fyrir.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 21:43
Blessaður Pétur Örn.
Reyndar held ég að vandinn séu við, og ég leyni ekki þeirri skoðun minni í þessum pistli.
Og þó fjölmiðlar gefi eftir, þá hamla þeir samt á móti.
Vandinn er frekar sá að æ fleiri leita til samfélagsmiðla sem sína helstu upplýsingauppsprettu, og þar er bara heill iðnaður í að falsa eða afbaka meintar fréttir.
En það erum við sem föllum í gryfjurnar, örkum útí keldurnar, endum í völundarhúsi múgæsingarinnar sem engin leið er sjáanleg út úr.
Svo ég ætla bara að ítreka lokaorð mín, að ef við gætum ekki að okkur þá þurfum við ekki að tékka á eftir dauðann hvort helvíti sé til, við munum lifa það.
Þar sem fár geisuðu, þar var lífið helvíti fyrir venjulegt fólk.
Og núna er það ekkert yfirvald sem knýr múgæsinguna áfram.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 22:01
Nú, erum við vandinn? Við óbreyttir nóboddíarnir?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 22:34
Já, ef við upplifum okkur sem hluti af heildinni sem kallast fólk, þó vissulega geti hver og einn ekki borið ábyrgð á gjörðum annarra.
En í þessu dæmi sem og mörgu öðrum, þá breytist ekkert með því að benda á aðra.
Og sem betur fer lifum við þá tíma að þú getur farið gegn straumnum, án þess að missa höfuðið, allavega ef hinn bendandi fingur múgæsingar rétthugsunarinnar veit ekki af þér.
Þess vegna pistlar maður svona á Moggablogginu, þar er maður öruggur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 22:42
Mitt blogg er á feisinu, og þegar ég skrifa þau les ég ekkert þar, skrifa þar bara "spontant" og stundum lítil ljóð sem einhverjum líkar þolanlega.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 22:48
Já, enda er það stórhættulegur staður.
Innan um venjulegt fólk, er allt morandi af Stasi uppljóstrurum hins nýja trúnaðar, að ekki sé minnst á rafræna eftirlit fjármógúlana.
Hér aftur á móti eru sérvitringarnir, og aðrir sem vilja ekki flatneskju rétttrúnaðarins eða það sem er verra, kjarkleysi þess sem hugsar sitt, en þorir ekki orða neitt annað en það sem það heldur að falli í kramið.
Dásamlegur staður Pétur minn, og algjörlega öruggur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 22:56
Ertu að hvetja mig til að blogga hér "í örygginu"? :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2019 kl. 23:01
Nei, nei, þú ert ekki nógu sérvitur til þess, alltof mikið bóhem.
Góða nótt Pétur minn.
Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 23:10
Fjölmiðlar í dag eru að selja fréttir en ekki segja fréttir.
Frjálsir fjölmiðlar á samkeppnismarkaði, sérstaklega fákeppnismarkaði, leiðast út í fyrirsagnafréttastíl, slagorð og upphrópanir. Sitja svo til hliðar og fylgjast með þegar athyglislítill og dofinn almúginn hleypur til í leit að ætluðum nornum, því slíkt selur fleirri fréttir.
Það er spurning, hvor er verri, frjálsir fjölmiðlar á samkeppnismarkaði eða ritstýrður ríkisfjölmiðill. Línan þar á milli er stundum mjó.
Jóhannes (IP-tala skráð) 23.1.2019 kl. 07:54
Blessaður Jóhannes.
Auðvita hafa fjölmiðlar sína djöfla að draga og þeir flýja hvorki nútímann eða eignarhald sitt.
En þeir eru samt ennþá nógu margir, og þrátt fyrir allt er eignarhaldið nógu fjölbreytt, að þeir veita hvorum öðrum aðhald.
Þeir eru mikið betra en ekki neitt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.1.2019 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.