Meginkostur heimskunnar er sá.

 

Að lokum gefst hún upp fyrir raunveruleikanum.

Getur tekið langan tíma eins og umræðan um staðsetningu hins nýja Landspítala er, en ruglið lætur samt alltaf undan síga.

 

Áar okkar voru ekki vitlausir, þeir byggðu ekki nýjan spítala í Kvosinni, sem þá var þegar þéttbyggð, heldur var hann byggður í útjaðri þáverandi byggðar, þar sem vítt var til allra átta, nóg pláss fyrir viðbyggingar og umferð.

Svo leið bara tíminn, og fólki fjölgaði í Reykjavík.

Einn daginn var Landsspítalinn umsetinn byggð, og ekkert pláss var fyrir nýbyggingar eða þá umferð sem fylgir nútímaþjóðfélagi.

 

Svo augljóst að finna nýja staðsetningu, að það hálfa var nóg.

En það augljósa varð undir og enginn skyldi afhverju.

 

Eða þar til meirihluti vinstrimanna sagði fyrir nokkrum árum að skortur á bílastæðum væri ekkert mál, starfsfólk gæti hjólað í vinnuna eða notað strætó.

Í þeirri speki var sjálfsagt fólgin sú forsenda að sjúklingar kæmu með sjúkrabíl, og þeir væru það illa haldnir að aðstandendur þeirra sæju ekki ástæðu til að hitta þá á spítalanum, þeir myndu hins vegar nota bílastæði kirkjugarðanna.

 

Píratar, Besti flokkurinn, Samfylking og VinstriGrænir!!!???, svona margir í einni sæng.

Fólk sem sjálft hefur aldrei notað almenningssamgöngur, hvað þá það hjóli í vinnuna frá hinum dreifðu byggðum.

Og flest gæti lagt fram vottorð um að greind þess dygði allavega til að reima skó.

Svo meðfædd heimska er ekki skýring hinnar algjörar heimsku að byggja nýtt þar sem þegar er fullbyggt.

 

Skýringanna er frekar að leita til það sem kalla má Áunna heimsku.

Sem Feitir tékkar skýra.

 

Feitir tékkar eru hið mikla sameiningarafl þess fólks sem hefur myndað meirihlutann í Reykjavík í mörg undan farin ár.

Þeir skýra ljótleika hótelbygginga sem og risakassa í grónum hverfum.

Þeir skýra allt sem miður hefur farið í endurnýjun Reykjavíkur undan farin ár og allt að áratugi.

 

Skýra grotnandi byggingar, niðurníðslu þar til góða fólkið mætti skælbrosandi á fundi, og sagði, það er ekki hægt að varðveita eða virða hið liðna, það þarf að byggja stórt, og megahagkvæmt.

Og þó til væri það trúgjarna fífl í kjósendahópi þess, þá var samt augljóst að skælbrosandi bros var afleiðing hinna Feitu tékka.

Því Feitir tékkar eru eins og súrefnið, þeir eru ekki lókal heldur glóbal, fyrirfinnast allsstaðar þar sem spilling stjórnar öllu. 

Ekkert íslenskt við þá frekar en súrefnið.

 

Feitir tékkar vilja byggja á Landspítalareitnum, alltof dýrt, alltof óhagkvæmt.

Og þeir vita eins og er að eftir nokkur ár mun raunveruleikinn sigra heimskuna, og allt verður byggt uppá nýtt.

Annars staðar.

 

En þó Feitir tékkar sameina það fólk sem stjórnar Reykjavík í dag, þá stjórna þeir samt ekki öllu.

Þessi frétt staðfestir það.

 

En það breytir engu.

Heilbrigðisráðherrann er jú VinstriGrænn.

Og Feitir tékkar lögðu þann flokk undir sig vorið 2009.

 

Er eins og er.

Og fátt fær því breytt.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Meirihluti lækna vill Landspítalann á nýjan stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ómar, og takk fyrir greinagóðan pistil. Svona ákvarðanir eru varla annað en áunnin heimska, teknar af skaðmenntuðu fólki, feitu tékkarnir rata svo í örfáa vasa, en rétta.

Magnús Sigurðsson, 21.1.2019 kl. 17:48

2 identicon

Sæll Ómar

Þar sem ég hef ásamt örfáum arkitektum látið það álit margsinnis í ljós á undanförnum árum að uppbygging þjóðarsjúkrahúss við gamla Landspítalann væri galin, vestast á útnára höfuðborgarsvæðisins, þá fagna ég nú því mjög að heyra þessi góðu tíðindi að algjör meirihluti lækna dragi nú þessa staðsetningu í efa og vilji að ný staðarvalsgreining verði gerð hið fyrsta.  

Tek svo heils hugar undir allt sem þú segir um þetta mál í pistlinum.

Með kveðju, Pétur 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 17:50

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það dugar nú skammt að kenna bara vinstrimönnum um þetta allt saman. Veit ekki betur en Sjálfstæðisflokkurinn spili með í þessari vitleysu og hafi gert það frá upphafi.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 18:17

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaðir félagar.

Ég skal alveg játa að það gætir vissrar hlutdrægni í þessum pistli mínum.  Málið er ekki alveg svo einfalt að kenna það við Feita tékka og ógæfumeirihlutann kenndan við vinstrið. 

En þegar horft er yfir brunarústir hinnar gömlu fallegu borgar sem við áttum, þá hvarflar þessi hugsun að manni. 

Og það er ekki hægt að klína glæpnum á íhaldið.

Þess vegna er þögnin ein hjá hinu gjammandi vinstri, það þarf fyllerísröfl eða álíka merkileg mál til að þokulúðrar þess eru teknir fram.

En þögnin ein umlykur hina æpandi samsekt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 18:19

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

HVerra hagur er að akandi umferð komist ekki til RÍKISSPITALA  ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.1.2019 kl. 20:19

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er þeirra hagur sem vita eins og er að dæmið gengur aldrei upp á núverandi lóð Landspítalans, og fyrr eða síðar muni það knýja þjóðina að reisa nýjan spítala.

Það eru nefnilega ekki allir heimskir sem ábyrgðina bera.

Og ég ítreka, að þegar þau rök voru notuð að starfsfólk myndi hjóla eða nota almenningssamgöngur, að þá var ljóst að heimskan var keypt.

Í raunveruleikanum er enginn svona vitlaus.

Í alvöru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 20:30

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Snilldar pistill Ómar og sorglega sannur.

Því miður virðist það svo vera svo, með þá alla sem koma að

þessum málum, að heimskan sem gerð var í byrjun,

varð ennþá heimskari. Heimskt ákvörðun verður ennþá heimskari.

Heimskast getur þetta varla orðið.

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 21.1.2019 kl. 20:55

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir það Sigurður.

Núna verðum bara þjóðin að treysta á dropann sem gæti holað heimskusteininn.

En hvernig skynsömu fólki gat upphaflega dottið þessi troðningur í hug, er líklegast flestum hulin ráðgáta.

En að hanga á þessu eins og hundsroði og nota órök eins og þessi með hjólin og almenningssamgöngurnar, til að rökstyðja eitthvað sem gengur ekki upp, það er komið út fyrir öll skynsemismörk.

Af hverju sögðust þeir bara ekki vera beintengdir geimvörum og myndu fá hjá þeim fjarflutningatæki eins og í Star Trek, og þar með væri málið dautt, engin þörf fyrir bílastæði eða vegtengingar að sjúkrahúsinu.

Því ef menn bulla, þá eiga menn að bulla með stæl.

Eða sleppa því ella.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband