Helsjúkur heimur.

 

Afneitar loftslagsbreytingum.

Afneitar misskiptingu.

Afneitar fátækt og örbirgð.

 

Vegna þess að þetta er mannanna verk, og á ábyrgð Örfárra.

Og þessir Örfáu, sem eiga allt, þeir eiga líka fjölmiðlanna, og ekki hvað síst áróðurstæki sem blekkja hrekklausa út í hið óendanlega.

Og hin fjármagnaða afneitun er aðeins liður í að tryggja óheft flæði auðæfa jarðarbúa í vasa þeirra og hirslur.

 

Og þetta endar aðeins á einn veg.

Að feigðarósi.

Kveðja að austan.


mbl.is Mæla með 1% auðlegðarskatti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Afneitar loftslagsbreytingum.

Afneitar misskiptingu.

Afneitar fátækt og örbirgð.

Ég afneita lið númer eitt. Hinum neita ég ekki að séu fullyrðingar sem eiga sér stoð. En þær orsakast af því að kapítalisminn með ójafnrétti er eina leiðin ti að vinna gegn þessu tvennu. það eru framfarirnar í tækni og þekkingu sen er forsenda þess að hægt sé að vinna gegn þessu. Framfarirnar í landbúnaði byggjast á tækni og þekkingu og þeir eru eina von Afríku til dæmis ef fólkið getur ekki allt flúið þaðan og sest að hjá okkur ef allur maísinn er notaður til að búa til lífdísil að forskrift AlGore og það sveltur þess vegna. Þetta eru þversagnirnar Ómar.

Halldór Jónsson, 22.1.2019 kl. 05:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Halldór og takk fyrir innlitið.

Ég hendi alltaf inn einum og einum sérvisku pistli sem ég veit eins og er að ekki nokkur maður eða því sem næst, vill lesa og ræða.  Sem eðlilegt er þá stjórnar dægurumræðan flestu því sem er skrifað og lesið, þó vissulega séu til fastir pennar hér í bloggheimum sem hafa þann styrk að geta sveigt hana til þannig að fólk er tilbúið að lesa skrif sem tengjast ekki beint málefnum líðandi stundu.  Ekki örgrannt að þú sért einn af þeim.

Því gladdi það mig að sjá athugasemd þína.

Ekki fer það á milli mála að þú afneitar loftslagsbreytingum, og þá reikna ég með að þú vitir af þeim, en teljir að maðurinn hafi lítt með þá þróun að gera.  En ég vona að þú vitir að þetta er pólitísk afstaða, byggist ekki á vísindum.  Þekking okkar á loftslaginu er mjög ófullkominn, en það er samt margt sem við vitum, og út frá þeirri þekkingu eru settar fram spár um hlýnun jarðar og þær spár hafa nokkurn veginn gengið eftir.  Og sem raungreinamaður þá veist þú að þú rífst ekki við vísindaleg rök nema með vísindalegum rökum.  Ekki með persónulegum skoðunum eða staðleysum eins og til dæmis þeim að vísindasamfélagið haldi fram þessum kenningum sínum til þess að fá aukið fjármagn í rannsóknir sínar, eða þetta sé samsæri runnið undan Al Gore eða Soros, eða hvað hinir meintu vinstri sinnuðu ljótu menn eiga að heita.  Og þegar síðan kemur í ljós að það er beinlínis farið rangt með til að koma höggi á hin ófullkomnu vísindi, þá er ljóst að afstaðan er pólitísk, ekki vísindaleg.

En í guðanna bænum farðu samt ekki að skipta um skoðun Halldór, umræðan sem skrif þín skapa er holl og góð, hún er litrík og ekkert annað en gott um hana að segja.

Varðandi kapítalismann þá er það bara þannig að sagan kennir að borgarlegur kapítalismi og borgarleg gildi hafa reynst samfélögum fólks best hvað varðar velmegun, velferð og frjálslyndra stjórnarhátta.  Varðandi það síðast nefnda er ég að vísa í þrá okkar sjálfstæðu einstaklinga að vera tiltölulega laus við hverskonar kúgun og ofríki.

Um þetta deilum við ekki Halldór, en við deilum um það sem gerðist eftir 1970, um það sem ég kalla áhrif frjálshyggjunnar en þú kannast ekki við þau áhrif, því þú kannast ekki við þessa frjálshyggju.

Gott og vel, ég skal umorða hlutina, og segja að þegar örfáir einstaklingar og örfá stórfyrirtæki eiga því sem næst öll auðævi jarðarbúa, þá hefur slíkt ekkert með kapítalisma eða frelsi einstaklingsins að gera.  Að mörgu leiti erum við í sömu stöðu og Frakkar voru á 18. öld áður en borgararnir gerðu byltingu sína.  Þá áttu örfáir aðilar, kallaður aðall, meginhluta af jarðeignum landsins, og höfðu mikil ítök í stjórnkerfinu.  Þessi ítök notuðu þeir til að tryggja sér og sínum því sem næst skattleysi (hljómar það ekki kunnuglega) og fyrir vikið var ríkið ekki sjálfbært.  Bylting borgaranna braut niður þetta kerfi, og áhrif hennar ásamt bandarísku stjórnarbyltingunni skóp hið borgaralega samfélag.  Sem byggðist á viðskiptafrelsi og lýðréttindum. 

Og eignadreifingu.  Sem fylgdi frelsinu, einstaklingurinn fékk svigrúm til að eiga og reka fyrirtæki, hvort sem það var jarðeignir eða smáfyrirtæki í iðnaði og verslun.

Átök verkalýðsins við borgarastéttina skóp síðan velferðarkerfi 20. aldar, sem í kjarna var samfélagssátt byggð á borgaralegum gildum. Nauðsynleg samfélagssátt sem kom í veg fyrir hin slítandi átök stéttanna, að ekki sé minnst á að hún bægði frá hryllingnum sem var alræði kommúnista.

Velferðarkerfið lenti vissulega í ógöngum ríkismiðstýringar (kúgun og ofríki) og ofurskattlagningar.  Mér er minnistæður fróðlegur pistill sem þú skrifaðir fyrir margt löngu og lýstir þeim aðstæðum sem ríktu þegar faðir þinn rak heildsölu sína (mig minnir allavega að það hafi verið heildsala, en pistillinn er margra ára gamall svo mig getur vissulega misminnt).  Auðvitað var þetta óbærilegt ástand, og sem betur fer tókst að losa um höft og kvaðir, og fá svona meiri skynsemi inní umgjörð efnahagslífsins.

En ég get lofað þér því að faðir þinn sem barðist til dæmis við ofríki Sambandsins, honum hefði ekkert liðið betur ef örfáir aðilar hefðu átt því sem næst allt, og með fákeppni sinni og einokun haft því sem næst alræðisvald yfir öllum hinum.

Borgararnir gerðu ekki byltingu sína til að fá yfir sig nýjan skattfrjálsan aðal.

Og samfélagssáttin er jafn mikilvæg núna og þá, og niðurbrot hennar er bein atlaga að tilveru mannsins.

Þess vegna kalla ég frjálshyggjuna, sem þú kannast ekki við, hugmyndafræði andskotans, sem þú kannast reyndar ekki heldur við.

Þannig að við höldum bara áfram að vera ósammála.

Og höfum gaman að.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 11:51

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er ekki auðvelt að svara svo víðfeðmum anda í fáum orðum. En allar byltingar eru í raun góðar því þær gefa spilin upp á nýtt. New Deal sagði Rossewelt. Það var gefin skipun um að brjóta upp ESSO Rockefellers. Það var gert en innan  fárra ára var hvert brotið orðið stærra en það upphaflega stóra. Þannig virkar kapítalisminn, fyrirtækin vaxa og blómgast. Frjálshyggjan segir að þau eigi að fá að vaxa og líka það að best sé að sem flestir taki þátt í kapphlaupinu um auð og völd.Afl fyrir Austurland sem þér er nátengt gerði öllum Austfirðingum gott og er því hvergi nærri lokið.Sjáðu bara nýju verksmiðjurnar Eskja osfrv. Mundu svo eftir Síldarverksmiðjum Rikisins og Sveini Ben. Varð hann ekki ríkur á þeirri aðstöðu í pilsfaldakapítalismanum eða þjóðarrekstri að sovéskum stíl? Alli ríki var öðruvísi.Langafabróðir minn Otto Wathne sagði alltaf:"Det kommer nu an på silla."Hann vissi að að það þurfti að afla áður en menn færu að eyða.

Þetta sem vinstra liðið kallar Samfélagssátt er aldrei annað viðleitni til að draga alla niður á lægsta plan þar sem allir hafa það jafnskítt. Kapítalisminn hefur séð um að lyfta planinu þannig að þeir verst setttu hafa það núna miklu betra en þeir hö0fðu það áður. Tæknin og þekkingin og fjármagnið skapa velsældina.Allir mega ekki hafa jafnan aðgang aðfjármagni, þá fer allt í vitleysu. það eru bara þeir sem hafa viti í kollinum sem er treystandi fyrir lánsfé. Þessvegna eru bankastjórar en ekki sjálfsafgreiðsla í bönkunum.

En við erum í raun báðir byltingarsinnar, við erum bara ekki sammála hverjir eigi að fara í guillutínuna fyrstir.

Halldór Jónsson, 22.1.2019 kl. 16:00

4 Smámynd: Ómar Geirsson

cool

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.1.2019 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband