20.1.2019 | 12:23
Ábyrgð fjölmiðla er mikil.
Þegar þeir birta slúður og róg samfélagsmiðla eins og um heilagan sannleik sé að ræða.
En sú ábyrgð er hjóm eitt miðað við að taka þátt í þöggun á ásökunum um alvarlegt misferli.
Og alvarlega getur misferlið ekki verið en ásakanir í þessum orðum; "þá mun ég leggja fram sönnunargögn um þöggun og valdníðslu þína, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisins, ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytisins, og vinna sigur, ef ekki fyrir íslenskum rétti - hafir þú þar enn tögl og hagldir, þá sannarlega fyrir Mannréttindadómstól Evrópu".
Því ekkert af þessu kemur persónu Jóns Baldvins við.
Heldur þeim stofnunum og embættum sem eru nefnd, og þeirri sem er ónefnd; Kleppi og starfsfólki hans.
Hvernig getur afdankaður stjórnmálamaður, með skjól í sendiráðum þjóðarinnar, haft slíkt ægivald???????????????????????????????
Vissulega má orðum stjórna, og segja hvað sem er.
En þegar fjölmiðlar eins og Morgunblaðið og Ríkisútvarpið ljá þeim vængi, þá er ekki hægt að afgreiða þau sem óra, með því að birta þau eru þessir fjölmiðlar að taka undir grafalvarlegar ásakanir á fjölda fólks, sem fram til þess hafa fátt til saka unnið en að vinna sína vinnu.
Og menn gera ekki slíkt nema að hafa einhverjar sannanir sem mönnum ber síðan skylda til að birta.
Lágmarkið er síðan að gera hinum ásökuðu kleyft að verja sig.
Annað er slúður, rógur og níð af verstu sort.
Og þá er fyrst illa komið fyrir þessari þjóð.
Að láta slíkt líðast.
Kveðja að austan.
Stefndu mér! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 208
- Frá upphafi: 1412827
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, já, ábyrgð fjölmiðla er mikil.
En ég minntist á stórfróðlega grein sem ég las fyrr í dag á Guardian. Mæli með lestri hennar.
https://www.theguardian.com/technology/2019/jan/20/shoshana-zuboff-age-of-surveillance-capitalism-google-facebook
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 16:21
Minntist á þessa grein í athugasemd,
undir pistli þínum:
Er ekki tími til kominn að staldra við??
Tel að hún eigi erindi við alla.
Já, fjölmiðlum hefur hrakað. Lepja allt upp af
síðum netrisanna.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 16:41
Sæll Ómar,
"sönnunargögn um þöggun og valdníðslu þína"
Þarna er vísað beint til Jóns Baldvins, sem hlýtur þá að vísa til hans persónulega.
Svona mál eru alltaf hræðileg fyrir alla, sem að þeim koma :(
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 20.1.2019 kl. 17:46
Blessaður Arnór.
Síðan eru taldir upp eftirtaldir aðilar, "lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, landlæknisins, ríkissaksóknara og dómsmálaráðuneytisins," og bætt við að ef hún vinni ekki málið, þá sé það vegna þess að hann ennþá tögl og hagldir, og þá sé lokaúrræðið að vísa málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Það er ekki hægt að misskilja þessa setningu og þær fullyrðingar sem hún inniheldur.
Að öllu jöfnu yrði þetta taldir órar veruleikafirrtrar manneskju, því þarna eru hressilega margir gerðir meðsekir.
En fyrst að alvöru fjölmiðlar birta þessi orð án athugasemda,þá hljóta þeir að hafa eitthvað í höndunum. Sem þeir þurfa að upplýsa, ásamt því að hinu ásökuðu tök á að bera af sér sakir.
Þetta er nefnilega ekki harmleikur innan fjölskyldu Arnór, þetta er opinbert mál þar sem opinberar stofnanir eru bornar mjög alvarlegri sök.
Þeirri að maður sem var ásakaður um kynferðisbrot, gat í krafti stöðu sinnar og embættis fengið fórnarlamb sitt nauðungarvistað á geðsjúkrahúsi.
Eitthvað sem gerðist á liðnum öldum, en á sannarlega ekki að gerast í dag.
Þetta er nefnilega ekki harmleikur, þetta er grafalvarlegur glæpur ef rétt er.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2019 kl. 18:28
Hér líka gott dæmi hvernig fjölmiðlar lepja allt upp sem gæti komið höggi á Trump algjörlega sama um hver sannleikurinn er
http://www.visir.is/g/2019190129968/virdingarleysi-og-ogranir-taninga-i-gard-amerisks-frumbyggja-vekja-hord-vidbrogd
Grímur (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 19:18
Takk fyrir innlitið félagar Grímur og Símon.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 08:42
Svona lagað finnst mér eiginlega ekki vera frétt.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 10:38
En þegar "ábyrgur" fjölmiðill gerir þetta að frétt, þá verður hann að axla ábyrgðina á birtingu hinna alvarlegu ásakana.
Svo ég ítreka, persóna og gjörðir Jóns Baldvins er algjört aukaatriði þess sem kemur fram í þessari "ekki" frétt.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.1.2019 kl. 11:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.