20.1.2019 | 00:19
Veggurinn eitt helsta kosningaloforð Trumps.!!!
Og maður spyr sig, hvernig getur einn fjölmiðill orðið svo meðvirkur heimsku umræðunnar, að sleppa því að geta þess að á öllum kosningafundum sínum, þá bætti Trump við því skilyrði að þessi veggur myndi ekki kosta bandaríska skattgreiðendur krónu.
Því Mexíkanar myndu borga kostnaðinn við hann.
Í gjörvallri sögu lýðskrumsins hefur ekki heimskulegri fullyrðing komið út úr munni manns sem notaði bull og vitleysu til að láta kjósa sig til valda.
Og það er látið eins og þetta hafi aldrei verið sagt.
Og það er engin afsökun að segja, að fyrst að bullið og vitleysan hafi komið viðkomandi í valdamesta embætti hins vestræna heims, embætti hjá ríki sem hefur verið kjölfesta lýðræðisins í um 200 ár, að þá eigi að þegja að virðingu við hið virðingarverða embætti.
Þó það þyrfti vissulega fífl til að trúa þessu, og það segir ekkert um hvort viðkomandi sem sagði það, sé fífl, þá breytir það því ekki, að þetta var sagt.
Og alveg eins og þegar Bush eldri sagði; "Read my lips, no new taxes", þá laug Trump.
Mexikanar munu ekki borga kostnaðinn við múrinn.
Og af hverju ættu bandarískir skattgreiðendur gera það??
Þetta er kjarni deilunnar.
Og ofboðslega þurfa ítök hins svarta fjármagns vera mikil, ef þessi kjarni umræðunnar gufar upp.
Kjarni sem er að stjórnmálamenn fjármagnsins eiga ekki að komast upp með beinar lygar.
Hvort sem það eru smámenni eins og Sigurður Ingi sem þurfti aðeins feitan tékka til að hóta þjóðinni veggjöld, eða óendanlegar lygar Bjarna Benediktssonar yngri síðastliðnar tvennar kosningar.
Eða Macron í Frakklandi eða Trump í Bandaríkjunum.
Sannleikurinn er ekki hóra sem valdasjúkir stjórnmálamenn riðlast á til að ljúga sig til valda.
Að sætta sig við slíkt er að sætta sig við endalok lýðræðisins, að sætta sig við fasisma lýðskrumsins.
Eins og við höfum ekkert lært af fjórða áratug síðustu aldar.
Og meðan fasismi stendur ekki í haus Morgunblaðsins, þá skrifa menn ekki svona fréttir.
Einfaldur sannleikur sem vafðist aldrei fyrir Sigurði frá Vigri.
Og ritstjóri Morgunblaðsins breytir ekki þessum sannindum, þó hann vitni ítrekað í Churchill, því Churchill fyrirleit forvera Trumps, og að það er eins og að snúa faðirvorinu uppá andskotann að nefna hann í málsgrein, þar sem innleggið er að mæra Trump.
Fasistar eru fasistar, og fasismi er fasismi, með sínum kostum og göllum.
En síðast þegar ég vissi var Mogginn ekki fasistablað.
En kannski hefur maður ekki fylgst með.
Kveðja að austan.
![]() |
Sáttarboði Trumps hafnað um leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 11
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 3399
- Frá upphafi: 1438562
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 2738
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður Ómar Geirsson, og gleðilegt nýtt ár og þakk fyrir það gamla.
Getur verið að sá sem er að mæra Trump, líti svo á að Bandaríkin fái marggreitt fyrir veggin.
Trump með sína 156 IQ greindarvísitölu, verður í engum vandræðum með að láta Mexíkana greiða fyrtir vegginn,
með greiðslum og tollum, vegna samninga við löndin og stórfyrirtækin.
Trump hefur marg sýnt að hann getur stjórnað stórfyrirtækjum.
Ef honum text að halda einhverri framleiðslu og framleiðslukunnáttu heima í Bandaríkjunum, er það af hinu góða.
Þessi málefni eru öll í gerjun, og spyrjum að leikslokum. Ég hef sett á bloggið hjá mér hvað hann er að gera,
til dæmis með lokun á stjórnsýsluna.
slóð
Hluta af stjórnsýslunni verður lokað í 30 daga, þá er hægt að segja upp stórum hluta af the Deep State / Shadow Government, Í SES eru allir þeir sem við höfum heyrt um að fara úr einu stjórnsýslu embættinu og í annað yfir árin.
000
Þú átt að skoða þetta með mér. - Trump’s Plan for a Real Reset Is Unfolding at Warp Speed. - Fake debt owed to the Banks must be defaulted on. Verðtrygging nýja gjaldmiðilsins, verður vörukarfa. Skoðum allt, og finnum sannleikann.
000
Auðvitað er Trump erfiður, og virðist fara fram eins og jarðíta.
Það lítur út eins og stór hluti hersins standi á bak við hann.
000
Eins og þú íjar að eru fjölmiðlarnir í höndum fjármagnsins, það er bakstjórnarinnar.
Greiðslan fyrir vegginn, kemur sem betri viðskiptakjör Bandarísku þjóðarinnar, og svo borgar þjóðin vegginn.
Þá eru þeir sem Trump vill að greiði vegginn, að greiða vegginn, núna í dag.
Egilsstaðir, 20.01.2019 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 20.1.2019 kl. 01:47
Sæll Ómar
Það er ekki "inn" að stjórnmálamenn standi við gefin loforð. Einn íslenskur gerði þetta á síðari árum, en hann lofaði jú að gera ekki neitt.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 20.1.2019 kl. 09:37
Blessaður Gunnar.
Þetta er rétt, og þetta þarf að breytast.
Annað gengur af lýðræðinu dauðu, og það er mikill misskilningur, þó fólk finni samhljóman með málflutningi hins sterka leiðtoga, þá endar slíkt alltaf í báli og brandi.
Sjálfhverfan leiðir óhjákvæmilega til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2019 kl. 11:16
Blessaður Jónas.
Ekki er ég á nokkurn hátt að skammast í þér eða skoðunum þínum í þessum pistli mínum hér að ofan. Og þó ég leyfi mér að efast stórlega um að Mexíkanar greiði fyrir vegginn á þann hátt sem þú lýsir, þá er bara málið að þetta er eftiráskýring, annað var sagt í kosningabaráttunni.
Og þegar meintir virtir og hlutlausir fjölmiðlar láta eins og það hafi ekki verið sagt, þá er full ástæða til að staldra við.
Það þarf nefnilega að fara staldra við Jónas.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.1.2019 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.