7.12.2018 | 20:24
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Eitthvað svona hljómaði gömul auglýsing með Silla og Valda, sem voru kaupmenn sem áttu nokkrar búðir í bænum um og uppúr miðja síðustu öld.
Svona hljómur úr minni barnæskunnar.
Ég las bloggpistil eftir Jón Magnússon lögmann þar sem hann spurði hvað hefði Ólafur Thors gert og vísar þá í þekkta sögu af Ólafi. Frábær pistill, og ég ætla að leyfa mér að gerast ritþjófur og vísa í hann;
"Einhvernveginn virðist nú sem tímar fyrirgefningar og umburðarlyndis séu liðnir í íslensku samfélagi og hver og einn reynir að slá pólitískar keilur vegna vanhugsaðra óhæfuorða tveggja þingmanna á Klausturbar og krefjast þess að allir sem viðstaddir voru orðræðu þeirra segi af sér þingmennsku. Mér er sem ég sjái Ólaf Thors upplifa þessa orðræðu. Af framangreindri sögu mætti e.t.v. ráða að honum hefði brugðið við að sjá hvers konar fólk situr á Alþingi í dag og hvernig þjóðfélagið hefur þróast.".
Á þessum tíma þekktust menn ekki bara af ávöxtunum frá Silla og Valda.
Menn þekktust líka af gjörðum sínum.
Og stundum náðust gjörðir manna á ljósmynd.
Það er þekkt mynd frá fjórða áratug síðustu aldar þar sem fasismi múgæsingarnar hafði grafið um sig, og já hann var ekki femínískur en fasismi engu að síður, að einstaklingur lyfti ekki upp hendinni í eins og fjöldinn sem samsinnti foringja sínum. Myndin var hlerun þessa tíma og viðkomandi fékk kárínur fyrir, man samt ekki hvort það kostaði hann lífið.
En umburðarlyndi múgsins og fasismans var ekkert.
Samt held ég að flestir myndu segja í dag að viðkomandi hafi verið siðferðislega sterkari en fjöldinn sem sagði Heil. En það er í ljósi sögunnar, ekki víst hvað velunnarar múgæsingarinnar hefðu sagt ef þeir hefðu ekki þekkt endinn, aðeins augnablikið þar sem maðurinn neitaði að spila með.
Munum að þarna taldi fjöldinn sig hafa rétt fyrir sér.
Og það er ekki þannig að fjöldinn hafi alltaf rangt fyrri sér, þó hann í múgæsingarfasa sé.
Það er hægt að deila um réttmæti hlerunar, en sori kjörinna fulltrúa almennings á samt erindi út fyrir upptökutækið. Sumt er bara það eðlis að það er ekki hægt að þegja yfir því.
En það vekur aftur spurningu um sekt eða sakleysi, og þá er einnig gott að hafa í huga að af ávöxtunum skulið þér þekkja þá.
Ég er nýbúinn að fletta gömlum Mogga á Tímarit.is frá því um 1975 til 1980, og satt að segja var margt ekki félegt í fréttum þeirra tíma. Líklegast sú ömurlegasta af mörgum ömurlegum, var frásögn manns sem lék sig dauðan og náði þannig að lifa af fjöldaaftöku Rauða Khemra í Kambódíu. Hann var fyrrum hermaður, og þegar það uppgötvaðist, þá var ekki bara hann fluttur út í skóg, heldur kona hans og börn. Þeim var sko ekki treystandi, sekt eins leiddi til meintar sektar annarra sem aðeins ofstækisfyllsti hugur sá tengsl í.
Í þessu dæmi sjá margir aðeins viðbjóðinn, en aðrir sjá miklu dýpri illsku, þá að allir sem tengjast hinum meinta seka, séu jafnsekir.
Svipað ofstæki og vænisýki sem er ennþá í fullu gildi í Norður Kóreu, þar ekki er bara fjölskylda meintra glæpamanna, sem til dæmis hafa efast um guðlega leiðsögn Kim Il sung, eða hvað sem viðbjóðurinn heitir, send í fangabúðir, refsingin nær líka til næstu kynslóðar, börn sem fæðast í fangabúðunum er líka jafn sek.
Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá, og það væri skömm að bera slíkt uppá þá múgæsingu sem hið hleraða fyllerísröfl á Klausturbarnum ól af sér.
Hún krefst reyndar samsektar þeirra sem hlýddu á, en allavega ennþá hafa fjölskyldur viðkomandi ekki lent í fordæmingu múgsins. Og þar með reynir ekki á útskúfun næstu kynslóðar.
Svo þessar hugleiðingar séu dregnar saman, þá gæti ofstæki dagsins í dag verið verra, en það voru líka tímar þar sem fordæming múgæsingarinnar var litin hornauga.
Og beiðni um fyrirgefningu ásamt loforði um betrun var einhvers metin.
Samt ekki í öllum samfélögum, fasisminn krafðist til dæmis algjörrar undirgefni, og hann fyrirgaf ekki.
Þá þekktust ávextirnir á þeim sem þorðu að andæfa. Sem voru ekki hluti af hinni heilalausu hjörð.
Og þegar fasisminn var gerður upp, þá var þetta sjálfstæði, að vilja ekki tilheyra hinum öskrandi múg, upphaf af sjálfsmynd brotinnar þjóðar.
Það voru ekki allir sem tóku þátt.
Það voru ekki allir samdauna.
Við sem þjóð upplifum fordæmingu hópsálarinnar.
Eitthvað var það sem hreyfði við okkur, og mikið mættum við vera firrt ef orðræðan á Klausturbarnum hefði ekki ofboðið og hneykslað okkur.
En það afsakar samt ekki múgæsinguna og þá fordæmingu sem fylgdi í kjölfarið.
Og hún var knúin áfram af annarlegum hagsmunum pólitískra andstæðinga sem og skinhelgi fólks sem kann ekki annan sið en að benda á aðra, og fordæma.
Það var ekkert fallegt við orðræðu Klausturbarsins, en hún var ekki opinber, og það var mjög misjafnt hvað lagt var til hennar.
En ef allt er sett undir sama hatt, þá vitum við aldrei hvenær við endum útí skógi, ef fordæmingin fær að bíta í litla fingur, þá er öruggt að hún reynir í kjölfarið að éta allt og alla. Spyrjið bara söguna, spyrjið bara fallöxina sem að lokum fékk þá sem í upphafi töldu sig svo skinheilaga að þeir gátu sent aðra í hana.
Það er nefnilega aðeins eitt ráð við fasisma.
Sem er að kæfa hann strax í upphafi.
Því hann er eins og svarti dauði, ef hann fær að festa rætur, þá fær hann ekkert stöðvað.
Að ávöxtunum skulið þið þekkjast.
Sem er vísan í að gjörðir okkar en ekki orð, lýsa okkar innri manni.
Sóðaorðræða beiskra fullra manna, var bara sóðaorðræða beiskra fullra manna.
Kannski vísbending, en segir í raun ekkert um manninn.
Hinsvegar eru það athafnir, hvort sem þær eru í kjölfar orða eða annað, sem segja allt.
Svo ég vitni aftur í söguna, þá boðaði nasisminn heift og hatur, og heift og hatur fylgdi í kjölfarið.
Kommúnisminn boðaði frelsi, jafnrétti og bræðralag, samt skaut hann konur og börn fyrir þær einu sakir að eiginmaðurinn, faðirinn hafði verið hermaður lögmætra stjórnvalda. Að ekki sé minnst á öll hin voðaverkin.
Við sem þjóð fengum prófraun.
Og við féllum ekki einu sinni með fjóra komma fimm.
Sem þjóð höfum við misst okkur.
Og sem þjóð eigum við að skammast okkar.
Það er sama hvað við reynum að réttlæta hegðun okkar.
Hún einfaldlega afhjúpaði okkur.
Því af ávöxtunum skulið þér þekkjast.
Kveðja að austan.
Klaustursmálið: Atburðarásin frá upphafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 376
- Sl. sólarhring: 754
- Sl. viku: 6107
- Frá upphafi: 1399275
Annað
- Innlit í dag: 318
- Innlit sl. viku: 5173
- Gestir í dag: 296
- IP-tölur í dag: 292
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu Ómar, ég fann til smá vonarbirtu við að lesa þennan pistil, þrátt fyrir allt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 20:59
Ég og Þjóðin erum farin að hlakka til áramótanna að sjá Áramótaskaupið þetta er allt svo fyndið þegar upp er staðið.
Skál fyrir nýju ári!
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 23:39
Blessaður Símon Pétur.
Þessi pistill heitir í raun, Í vikulokin, og er verðlaun mín handa sjálfum mér að hafa haldið út í viku að blogga og þá finnst mér ég eiga skilið að ég seti orð á blað sem fanga einhverja hugsun eða hugrenningartengsl sem hafa vaknað í atganginum öllum. Það er ekki alltaf sem það tekst, það er fari saman hugsun, næði og aðstæður, en það tókst núna, og ég á hann handa mér. Sem og náttúrulega öðrum sem nenna að lesa.
En það eina sem ég sé eftir er að hafa ekki nennt að blogga 2. des, það kostaði mig að ég náði ekki 700 ip-tölu meðaltalinu á dag. Slíkan lestur hef ég ekki fengið frá því að ég fjallaði fyrir mörgum árum um drauma, húshjálp og eitthvað annað sem fyrirfram hefði maður talið að enginn nennti að lesa.
En það var eitthvað í gangi núna, einhver undirliggjandi eftirspurn eftir þeim sjónarmiðum sem við höfum haldið á lofti þessa vikuna, að fólk eigi ekki að fara framúr sér í fordæmingunni. Hvað þá að láta einhverja skinheilaga skratta stjórna henni.
En ég held að allt sé sagt sem þurfi að segja, ég er allavega búinn með kvótann, og enginn hégómi til að fóðra.
En Von lífsins Símon minn góður býr í Liljum Vallarins, það er manneskjum með stórt hjarta og fallegan persónuleika.
Það hefur verið vissa mín lengi, og þegar ég var að fletta gömlu Moggunum, þá rakst ég á vísan í að Haraldur Níelsson hafi spáð því líka. Kannski með öðrum orðum, en spáð Voninni engu að síður.
Eigum við bara ekki að trúa kallinum, hann var jú beintengdur við astralsviðið??
Takk fyrir lestrartryggðina Símon Pétur, við eigum örugglega eftir að spjalla saman síðar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2018 kl. 00:40
Þína skál Baldvin.
En ég held að rétttrúnaðurinn í skaupinu muni ekki ná hlátrinum, en einhver pólitískur boðskapur mun fljóta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2018 kl. 00:42
A lone man refusing to do the Nazi salute, 1936
klikka, stærri
August Landmesser, the man who folded his arms.
Egilsstaðir, 08.12.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 8.12.2018 kl. 01:40
Þakka þér Omar Geirsson. Nú er að hjálpa þeim sem taka ákvarðanir, þannig að þeir geti gert rétt, þótt þeir hafi verið hleraðir, og séu undir hótunum.
Einhver setji upp síðu, þar sem við allir getum sktifað undir nafni, við viljum ekki ORKUPAKKANN, og við viljum ekki OPIN LANDAMÆRI.
Við viljum ekki borga skatta til Sameinuðu þjóðana, í formi kolefnisgjalda.
Sameinuðu Þjóðirnar, Mannréttinda ráðið og fjármálakerfið er undir stjórn afla, sem hafa villst af veginnum.
Hjálpum þeim á góða vegin aftur, og greiðum fyrir uppbyggingu, punktur.
Jónas Gunnlaugsson, 8.12.2018 kl. 01:51
Sæll og blessaður Ómar,
Jú, það skiptir afskaplega miklu máli að vera beintengdur við almættið, nú eða astralsviðið.
Það skiptir eiginlega öllu máli.
Jú, og svo á ég mér líka takmark fyrir þína hönd, að setja alltaf inn nóg af athugasemdum,
svo þú komist í hinn heita pott umræðunnar. Takmarkið er 1.000.000 flettinga á bloggi þínu, frá upphafi.
Nú er talan komin upp í 904.676. Ég er alveg viss um að þegar þú nærð 1.000.000 flettingum,
þá gerist eitthvað alveg sérstakt, teikn á himni og menn munu fara að tala tungur, en allir skilja alla.
Það verður dýrðar drottins dagur skyldra sálna í anda ... held ég :-)
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.12.2018 kl. 02:47
Já, og með kærri kveðju alls staðar frá.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.12.2018 kl. 02:48
Allir í Hákoti biðja kærlega að heilsa þér og þinni fjölskyldu allri.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 8.12.2018 kl. 02:49
Sæll Ómar
Er að fara erlendis til Liverpool á Paul Mccartney tónleika að hlusta á kærleikann í öllu sínu ljósi ekki veitir af að fylla á jákvæða tankinn til að komast í gegnum daginn á Íslandi með bros á vör.
Með bestu Bítlakveðjum, Baldvin Nielsen
P.S. Ómar þú ert frábær penni!
B.N. (IP-tala skráð) 8.12.2018 kl. 09:37
Njóttu Baldvin. Let it be er mitt lag.
Þetta er myndin sem á huga leitaði Jónas.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.12.2018 kl. 11:17
A lone man refusing to do the Nazi salute, 1936
https://rarehistoricalphotos.com/august-landmesser-1936/
Munum að fjöldinn fylgdi flokknum til að fá vinnu, og til að halda lífi.
Ekki bætti það að ýmsar þjóðir vildu halda Þjóðverjum niðri í fátækt eftir stríðið 1914 til 1918.
https://en.m.wikipedia.org/wiki/Fourteen_Points
Meira
https://jonasg-eg.blog.is/blog/jonasg-eg/
Egilsstaðir, 08.12.2018 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 8.12.2018 kl. 14:49
Heill og sæll Ómar,
Þegar ég las þennan afbragðsgóða pistil þinn, þá tók ég eftir að nánast á sömu stundu virðist Ögmundur Jónasson hafa verið að taka svipaðan pól í hæðina og þú gerir hér, og það á afbragðsgóðan hátt báðir og einnig Jón Magnússon. Niðurlagsorð Ögmundar eru þessi í pistli sem birtist bæði á heimasíðu hans og einnig á helgarblaði Morgunblaðsins:
Eitt er víst að engum hefur þetta gert gott. Hvorki þeim sem töluðu né hinum sem um var rætt. En hvað með samfélagið almennt? Verður það betra fyrir vikið? Ég held ekki. Ákveðnir þættir kunna vissulega að eiga heima í fréttum, meint viðskipti með opinberar mannaráðningar nefni ég, en um það hefði mátt spyrja af öðru tilefni.
En fyrr en varði var allur sóðaskapurinn kominn á fjalir leikhúsanna fyrir fullum sal. Allir að klappa og skemmta sér. Minnir óneitanlega á gapastokkinn. Sagan kennir að fátt hafi verið vinsælla til skemmtihalds í tímans rás en opinber niðurlæging. Hámarkið var náttúrlega aftaka. Brauð og leikar í Róm, sveðja á háls í Saudi Arabíu. Slíkt tíðkast enn.
Aldrei hefur reynst erfitt að finna böðla, alltaf nóg af fulltrúum heilagleikans. Klígjugjarnt getur verið að horfa á þá.
Minn spádómur er þessi: Ef við leggjum ekki heykvíslarnar fljótlega frá okkur þá er réttarríkið farið og í þess stað boðið upp á brauð og leika.
Það eru ekki góð skipti.
Jú, ætli ég taki ekki undir athugasemd Símonar Péturs Hákotsbónda, um að maður fyllist smá vonarbirtu við að lesa pistla ykkar allra þriggja.
Mbkv., Pétur Örn
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.12.2018 kl. 19:52
Blessaður Pétur Örn.
Ég held að margir hugsi eitthvað svipað en þeim vantað rödd.
Ég sá að það var vísað í þennan pistil Ögmundar í fréttum sjónvarps um helgina, og það er vel.
Samt heyrði ég í fréttunum í morgun að Anna Kolbrún hefði talað illa um fatlað fólk, sem segir að botn lágkúrunnar hefur ekki ennþá fundist. Það er kannski engin að leita í Efstaleitinu.
Rödd skynseminnar heyrist þó ennþá, og ég er ekki hissa á að Ögmundur hafi ljáð henni vængi.
Eins og ég hef sagt þér áður, þá er Ögmundur vel gerður, og vill vel.
En hann er fyrrverandi, það er enginn á þingi með styrk og kjark til að tala gegn straumnum.
Það er í raun mein þjóðarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.12.2018 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.