7.12.2018 | 08:36
Fræðin og almannarómur.
Á tímum þegar kjarni mála týnist i upphrópunum múgæsaranna, þá er gott að geta hlustað á raddir fræðanna sem vega og meta atburði og setja þá í samhengi, draga upp heildarmynd og ekki hvað síst, fjarlægja leiktjöld lýðskrums og hagsmuna þeirra sem nýta sér svona atburði sjálfum sér til framdráttar.
Ólafs vegna vona ég að Mogginn hafi afskræmt orð hans, að blaðið vilji ekki vera "minni menn" en hinir fjölmiðlarnir á tímum þar sem skilin milli slúðurs og frétta eru óljós í besta falli, þar sem skilin á milli fjölmiðla og samfélagsmiðla eru hverfandi.
Ólafur er jú ekki Egill Helgason.
En hvaða lítilsvirðing gagnvart Lilju er að tala um högg, og að hún hafi verið að höggva mann og annan??
Ristir lærdómurinn af Klausturs umræðunni ekki dýpra en þetta??
Í öðru lagi er ótrúlegt að sjá að stjórnmálafræðingur skuli ekki geta bent á að tilraunir pólitískra lukkuriddara til að eigna sér sviðsljósið með allskonar upphrópunum, dragi úr áhrifum svona magnaðra viðtala, sem viðtalið við Lilju Alfreðsdóttur sannarlega var.
Þegar fjölmiðlarnir gera ekki greinarmun á falsi og ekta, hvernig er þá með fólkið sem hlustar??
Hvað hafa margir spyrt þetta viðtal við upphrópanir femínískra fasista sem héldu málþing á sama tíma til að eigna sér umræðuna, eða falsið sem vall af munni heilbrigðisráðherra sem að sögn lifir núna í stöðugum ótta um að Ólafur Ísleifsson eða Anna Kolbrún Árnadóttir eigi eftir að ráðast á sig þegar hún gengur um dimma ganga þinghússins.
Þolir kjarninn svona hismi??
Loks á að stjórnmálafræðingur sem vill standa undir nafni, að benda á að staða Miðflokksins sé ekki bara komin undir " hvort til sé nægjanlega stór hópur sem finnst í lagi að þeir haldi áfram í stjórnmálum" eins og hann kýs að orða það, heldur einnig hve mörgum í samfélaginu sé farið að ofbjóða galdrafárið í kringum þetta sorglega mál og tjái andstöðu sína með því að segjast ætla að kjósa Miðflokkinn.
Það er nefnilega þannig að þó margir hafi fyllt torgin í galdrafárinu hinu fyrsta, og hrópað, "Burn her, burn her", að þá héldu margir sig til hlés, og eftir því að sem ofstækið kom fleirum á bálið, þá jókst hin þögla andstaða.
Það á nefnilega ekki að vanmeta vitiborið fólk.
En við skulum bara reikna með að Ólafur hafi sagt þetta á einhvern hátt, að hann sé enginn samfélagsgúrú, heldur fræðimaður.
Orð hans hafi hins vegar ekki hentað stefnu Morgunblaðsins í þessu máli.
Því afskræmd í trausti þess að enginn hafi hlerað samtalið.
Maður veit ekki.
Og jú, auðvita er ég að djóka.
Það er að Mogginn endurskrifi viðtöl.
Hvort ég gefi upp í Viðhorfskönnunum Gallups að ég sé hættur að kjósa kommana í Alþýðufylkingunni, hina einu sönnu rebella íslenskra stjórnmála er önnur saga.
Það þarf jú alltaf að gæta að þeim sem eru í útrýmingarhættu.
En ég er ekki fjöldinn, og ég er ekki viss um að allur fjöldinn haldi tryggð við gjammandi tækifærisinna sem hafa engan sens fyrir hvenær nóg er sagt, hvenær nóg er að gert.
Ekki þegar moldviðrið sjatnar.
Við erum nefnilega ekki öll fífl.
Kveðja að austan.
Viðtalið við Lilju öflugt högg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á það er að lýta að slagurinn sem dunar í undirdjúpunum milli Miðflokksins og Framsóknarflokksins er upp á líf aog dauða. þess vegna kom Lilja mjög einbeitt og vel undirbúinn og ákvað að kíla Sigmund kaldan. Framsókn hefur alltaf verið viðkvæm fyrir klofning frá því að Jón í Stóradal var rekinn úr Framsókn. Þá kom í ljós að það að splundra samstöðu innan bændastéttarinnar er hættulegt. Nú er það bersýnilegqt að Sigmundur strunsar inn á miðjuna og telur það besta veiðistaðinn. Hann lýtut á Alþingi sem punkt til að skora frá svona vítaspyrnupunkt. Hann á goms af preningum og er ekki háður neinum það eina sem hann sækist eftir er fylgi og fleiri þingmenn. Á Klausturbarnur var hann ekki á fundi hann var raunverulega að reyna að lokka til sín þingmenn sem hann taldi áhugaverða fyrir sinn flokk. Held að hann lýti ekki á Alþingi sem vettvang til að vinna í hægum takkti að einhverjum málefnum. Það er of seinvirkt. Hlutirnir þurfa gerast með sprengingum og hann virðir ekki samráð eða fattar ekki að hann þarf að hafa sveit á eftir sér sem veit hvað hann er að gera. Það sýnir för hans á Bessastaði hér um árið þegar álitið var að hann væri kominn til að tala við forseta um að fá heimild um að rjúfa þing og var þá hvorki búinn að fá félaga sína með né samstarfsflokk í málið. Bara forsetinn er það gamalreyndur að hann sá í gegnum Sigmund.
Það sem Lilja sá hinsvegar var það sama og gerðist á Örlygsstöðum þegar Ásbirningar og Haukdælir með Gissur Þorvaldsson gerðu útaf við Sturlunga að mestu leiti, enda hafði Sturla Sighvaðtsson riðið um Skagafjörð dagana á undan og heimt mat og drykk af bændum. Her Sturlu var sennilega með þynnku og illa á sig kominn og gat því ekki veitt viðnám.
Ég hef reynt þessa aðferð á landsfundi ALþýðubandalagsins þegar ég þurfti að koma tillögu í gegn. Þá var málið að styðja sig við fróðleik fornsagnanna. Því á svona samkomum missa menn andvar sér og drekka óhóflega að kveldi og eru þunnir fram að hádegi og missa vald á aðstæðum. Maður verður að taka daginn snemma eins og í Hrafnkötlu þar gerðust allir atburðir snemma morguns. Þess vegna bar ég tillöguna framm snemma, einn, því málefnið komst ekki inn í gögn nefndarinnar sem ég starfaði í.
Ég held að mesta höggið sem Sigmundur fær þarna er að hann missir sæmd sína og menn horfa inn í hausinn á honum og þar eru þessir hlutir sem opinberast landsmönnum. Aftur á móti er Sigmumndur ágætlega gefinn þó hann hafi ekki lokið prófum í neinni grein svo ég viti, þó efnin hafi verið nóg.
Læt þetta duga í bili og segi ég geri þetta mér til skemmtunar að rita þetta hér frekar en að far með þetta á eigið blogg. Hér finnst mér ég vera í málstofu þar sem verið er að gaumgæfa málin soldið fræðilega og gott fyrir Ólaf prófessor að lesa þetta og fleiri.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 7.12.2018 kl. 11:11
Ólafur veit betur, þetta er hræðsla við skrílinn, og kannski skiljanleg, það þarf hugrekki til standa gegn heykvíslahjörðinni.
Guðmundur Jónsson, 7.12.2018 kl. 11:17
Takk fyrir innlitið félagar.
Fróðlegt, gaman að lesa Þorsteinn.
Sjáum hvað setur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.12.2018 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.