Almannatengill ratar í fjölmiðil.

 

Af öllum mönnum.

Maður sem hefur það að atvinnu að hagræða staðreyndum, að búa til ímynd, og ef þannig æxlast, breyta raunveruleikanum.

 

Spurningin er bara, er hann í vinnunni??

Eða vantar honum athygli og hnippti í blaðamann til að fá ókeypis auglýsingu??

Hvort er líklegra?

 

Sem aftur minnir á áleitnar hugsanir sem ég henti inní pistil fyrr í dag, Set up.

Þegar eitthvað hættir að vera einleikið,  þá býr eitthvað annarlegt að baki.

Gömul saga og ný.

 

Hefur góða fólkið, þetta sem missti næstum allt sitt vatn af hneykslan, annars lagt fram breytingu á fjárlagafrumvarpinu um að afnema krónu á móti krónu skerðinguna??

Eða er alltí lagi að beita fatlað fólk ofbeldi, bara ef þú passar þig á að hópgera ofbeldið??

 

Ahh, hvernig læt ég, það er auðvitað sexmenningunum að kenna.

Þeir nefnilega fyrirlíta fatlað fólk og ráða öllu á þingi.

Halda öllu í helgreipum óttans.

 

Skyldi Svanhildur vera búinn að ráða sér lífvörð??

Kveðja að austan.


mbl.is Henti Sigmundi ekki að leggjast flatur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer að verða komið heilt hús hjá þér svo oft sem þú hittir naglann á höfuðið í þessari umræðu fáránleikans. 

Hvernig ætli það sé annars ætli nokkur fari að biðja Önnu Kolbrúnu afsökunar á fullkomnlega röngum ásökunum um að ljúga til um starfsferil sinn?

Eða á að hundelta hana með ýlfrandi fréttasnápum þar til hún segi nú eitthvað sem ekki passar alveg inn í hinn hárrétta framsagnarstíl hinna góðu?

Það sem almannatengillin er að lýsa er einmitt að vera nú falskur og játa sök sem maður telur sig þó ekki að öllu eiga og sýna iðrun, ekki iðrast. Fullkomið fals og blekkingar boðaðar þar. 

Eiga tveir kurteisustu menn Alþingis þá að játa á sig allt það óþveratal sem þeir létu sér ekki um munn fara til að komast sem léttast út ur þessu?

Beygja sig fyrir dónaskap fólks á þingi og annarsstaðar sem myndi nú trúlega flest bæta sig á að læra almenna kurrteisi af þessum tveim heiðursmönnum?

Það er svo aftur stóri kostur Sigmundar Davíðs að leggjast aldrei flatur fyrir því sem rangt er.  Eðliseiginleiki sem bjargaði íslenskri þjóð á erfiðum tímum þegar aðrir vildu gefast upp og kyngja óréttlætinu. 

(Ef einhver hálfvitinn þarf að efast um það þá er ég ekki að réttlæta eða samþykka ósmekkleg orð Sigmundar D. né nokkurs annars á fylleríi eða annarsstaðar)

Takk Ómar fyrir að reyna að blása að veikum glæðum heilbrigðar hugsunar í enn einu samfélagsfjölmiðlagaldrafárinu sem eru farin að hellast yfir þetta land eins og vetrarlægðirnar í skamdeginu. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 19:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Ja, ef pistlar mínir uppskera svona máttugt innlegg, þá er ekki til einskis streðað.

En það er akkúrat þetta sem almannatenglar gera, og sýndin yfirtekur raunveruleikann á þann hátt að gamla góða máltækið, ekki er allt sem sýnist, fær algjörlega nýtt vægi.  Í jarðbundnari heimi var þetta aðvörun að láta ekki glepjast, og þá frekar svona sem vísan í undantekningar, en í dag er orðin leitun að raunverulegum aðstæðum sem ekki er búið að fixa á einhvern hátt.

Og ég ítreka að ég hef orðið áhyggjur á að svo sé í þessu tilviki. 

Þannig að ég hef farið frá djúpri hneykslan yfir því sem gerðist á Klaustri, yfir í að hneykslast á hvernig óvandað fólk nýtur sér þennan óþverra til að upphefja sjálft sig og nýta hann sjálfu sér til ávinnings.

Og margt bendir til stýringar.

Síðan er hugarfar fordæmingar alltaf rotið, og það skiptir ekki máli þó manni sjálfum hafi orðið það á.

Fólk ætti að íhuga fréttina sem barst nýlega frá Filippseyjum þar sem 2 lögreglumenn voru dæmdir fyrir morð á saklausum, í tengslum við múgæði forsetans gagnvart grunuðum eiturlyfjasölum.  Þar er skotið en ekki einu sinni spurt, aðeins skotið, og réttlætt með vísan í lögleysuna sem fylgir eiturlyfjum. 

Sem er aldrei réttlætanlegt, en margir styðja.

Svo vakna menn upp við martröðina að allir eiga á hættu að vera skotnir.  Bæði vegna þess óeðlis sem þarf til að vera þátttakandi í svona óþverra, sem og að margir nota tækifærið til að gera upp sakir vegna alls ótengdra mála.

Málið er að þó dæmin séu ekki sambærileg, varðandi hina endanlegu niðurstöðu, þá er hugarfarið það sama.  Ef það er gefið út veiðileyfi, þá er það nýtt. 

Síðan er það svo að byssukúlur eru orðnar gamaldags til að drepa fólk.  Það má líka gera það með orðum.

Í netheimum.

Og ef venjulegt fólk, venjulegt heiðarlegt fólk, sér ekkert athugarvert við þennan hamagang allan, þá er mjög stutt í vargöldina.

Þær geta orðið víða Filippseyjarnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 20:46

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Ritstjóri blað-óbermisins Kjarnans, Þórður nokkur Snær, toppar að mínu mati alla í ósannindavaðli og í þeirri iðju að snúa staðreyndum á hvolf að meðtöldum almannatenglinum sem þú vísar til Ómar.  Sjáðu nýjustu afurðina frá ritstjóranum (eða kannski öllu heldur ritsóðanum) í þeim efnum sem birtist m.a  í Eyjunni í dag.

Þar brigslar hann Sigmundi Davíð m.a. að ósekju um að hafa svikið undan skatti þegar hið rétta er að hann ofgreiddi skatta og leiddi Panamafárið til þess að skattayfirvöld sáu sér ekki annað fært en að rannsaka málið ofan í  kjölinn (að beiðni Sigmundar sjálfs). Og var niðurstaðan sú að Sigmundur fékk greitt til baka af ofgreiddum sköttum en ekki öfugt eins og þeir sem stóðu að ófrægingar herferðinni gegn Sigmundi höfðu vonast til.

Ritstjórinn vílar heldur ekki fyrir sér að ata Sigmund hverskonar auri, þar á meðal að hann sé ofbeldismaður sem enginn flugufótur er fyrir.       .

Daníel Sigurðsson, 6.12.2018 kl. 21:24

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Daníel.

Já, ég held að það sé tími kominn á að þessu máli öllu saman linni.

Þetta gat verið til góðs ef fólk hefði fordæmt orðræðuna og sameinast um að draga lærdóm af henni.

En það var eins og sori hafi alið af sér sora, og þetta bara versnar.

Og það sem upprunalega var sagt, er farið að blikna miðað við hatrið og heiftina sem núna vellur víða uppúr grautarpottum fordæmingarinnar.

Það er ekkert sem réttlætir það.

Ekkert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 23:35

5 identicon

Sæll Ómar, það gleður mig að lesa magnaða sjá og lesa stórgóða pistla þíns að undanförnu.  Ég hef haldið mér til hlés, en tók mig þó til og skrifaði litla hugrenningu á feisbókinn í kvöld um PR mennina sem veita nú þessum og hinum "rothöggið", "næðarhöggið", orðfæri sem málaliðar nota helst.    

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.12.2018 kl. 02:10

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Var að lesa Pétur.

Holl lesning.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2018 kl. 07:03

7 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er margt sem hver og einn mætti færa til betri vega, þar á meðal eigin stafsetningarvillur.

Ég hóf athugasemdarskrifin hér að ofan með eftirfarandi orðum:

Ritstjóri blað-óbermisins Kjarnans, ......

Málfræðilega mun vera réttara að skrifa: Ritstjóri blað-óbermisins Kjarninn, ......

Daníel Sigurðsson, 7.12.2018 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 451
  • Frá upphafi: 1412813

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband