Mun Miðflokkurinn enda sem Svíþjóðardemókratarnir??

 

Útskúfaður, en stærsti þingflokkurinn?

 

Allavega er ljóst að í hinum vestræna heimi hefur myndast djúp gjá milli elítu og hins venjulega manns.

Sem auk árása á líf sitt og lífskjör þarf að þola stöðuga munnræpu hins pólitíska rétttrúnaðar í hinni opinberu umræðu.

Og fólk bregst við með að kjósa þann flokk sem það telur áreita elítuna mest.

 

Hér á Íslandi hefur sá mótþrói leitað um víðan völl, enda auðurinn duglegur að fjármagna allskonar flokksskrípi til að fanga óróann, en núna er spurning hvort á því verði breyting.

Að óvinur elítunnar, verði vinur fólksins.

 

Í morgun fengu hlustendur Rásar 2 sjaldgæfa innsýn í hugarheim femínískra fasista sem víluðu sér ekki að skipuleggja aðför að lýðræðislega kjörnum samþingmönnum sínum í beinni útsendingu.

Í gær var hlustum sjónvarpsáhorfenda misþyrmt með fréttaskotum frá málþingi femínista sem fóru mikinn um hið svokallaða feðraveldi.

 

Þetta eru aðeins nýjustu dæmin um upphlaup þessa sjálfhverfa hóps sem ræðst á allt og alla sem alla ekki inní ramma hins pólitíska rétttrúnaðar.

Og eina sem er öruggt, að svona upphlaupum á eftir að fjölga.

 

En fasismi elur alltaf af sér andóf.

Þrælkun fólks í nafni hugmyndafræðar, hvort sem það er hin svokallaða alþjóðavæðing eða kommúnismi, kallar alltaf á mótspyrnu.

Og gjörspillt stjórnmálaelíta sem þjónar auðmönnum en ekki almenningi, missir að lokum allt traust kjósenda.  Á Íslandi er það einna helst gamla fólkið sem heldur tryggði við gömlu flokkana sína, en eðli málsins vegna fer því fækkandi.

 

Einhver mun erfa andófið.

Það skyldi þó ekki vera að sá krossfesti.

 

Allavega verður fróðlegt að sjá nýja skoðanakönnun eftir svona viku eða svo.

Hún gæti komið á óvart.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Tæpur helmingur myndi kjósa Miðflokkinn aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband