Femínískur fasismi.

 

Rannsókn siðanefndar Alþingis getur ekki beinst eingöngu að þeim ummælum sem féllu á Klausturbarnum, hversu óviðfelldin þau voru.

Atlaga femínískra fasista að lýðræðinu í kjölfar þessara ummæla, verður einnig að skoðast.

Því eitt er að láta hlera sig á öldurhúsi, annað er að veitast að samþingmönnum sínum eins og til dæmis Svanhvít Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra gerði á opinberum vettvangi í gær.

Þar tengdi hún sannarlega þingmenn, sem sannarlega sögðu ekkert sem túlka má sem hótun um ofbeldi af neinum toga, við þingmenn sem sannarlega sögðu eitthvað sem viðkvæmur einstaklingur gæti upplifað annað en ómerkilegan klámkjaft.

Og þessa ósmekklegu tengingu notaði hún sem tylliástæðu til að krefjast afsagnar viðkomandi þingmanna.

 

Þekkt vinnubrögð alræðisflokka á þeim myrkum tímum þegar bæði fasistar og kommúnistar beittu bolabrögðum til að ganga að lýðræðinu dauðu í löndum eins og Tékkóslóvakíu, Ítalíu og Þýskalandi.

Ef þetta er ekki skoðað, þá er ljóst að annað en góður siður knýr áfram rannsókn þessa ágæta fólks sem er í siðanefnd Alþingis.

 

Og það er miður.

Kveðja að austan.


mbl.is Mikil vinna fer í undirbúninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 348
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 6079
  • Frá upphafi: 1399247

Annað

  • Innlit í dag: 294
  • Innlit sl. viku: 5149
  • Gestir í dag: 276
  • IP-tölur í dag: 274

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband