Lilja Alfreðsdóttir stígur fram.

 

Hefur sig upp fyrir lýðskrum og pólitískar keilur.

Segir hreint út hverjir beittu hana ofbeldi.

Gerir saklausa ekki seka með rógi og níði.

Því þá væri hún ekki lengur fórnarlamb ofbeldis, heldur sjálf orðin ofbeldismanneskja.

 

Ég skora á fólk að hlusta á viðtalið við Lilju, og hlusta síðan á Svanhvíti Svavarsdóttir, sem þorir ekki um ganga Alþingis að ótta við að hinir svokölluðu sexmenningar beiti hana ofbeldi. 

Annað er ekta, hitt er fals af aumustu gerð.

Fals úr munni þingmanns sem stóð að grófu einelti gagnvart samþingmanni sínum í VG eftir að viðkomandi neitaði að taka þátt í helförinni að þjóðinni sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir fór fyrir í hinni svokölluðu endurreisn eftir fjármálhrunið haustið 2008.

 

En lágkúra dagsins á samt önnur manneskja og orð hennar mega ekki gleymast;

"Jafnframt var bent á að sexmenningarnir taki mikilvægar ákvarðanir sem þingmenn sem varði líf fatlaðs fólks. „Þeir ráða því hvar við búum, hvort við búum á stofnunum eða getum búið heima hjá okkur, þeir ákvarða hvernig þjónustu við fáum, bæði heilbrigðis- og félagslega þjónustu. Þeir ákvarða kjör okkar þannig að það er undir þeim komið hvort við höfum til hnífs og skeiðar í hverjum mánuði. Þannig að fyrir fatlaðar konur er þetta lífsspursmál, hvaða viðhorf stjórnmálamenn hafa til okkar hóps,“ segir Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.". (tekið af vef Ruv.)

 

Hvaða ákvarðanir hafa þessir sexmenningar tekið sem varða líf og kjör fatlað fólks??

Ber þeir ábyrgð á fjármálafrumvarpinu??

Eru það þeir sem bera ábyrgð á krónu á móti krónu skerðingunni??

Hröktu þeir tugþúsundir af heimilum sínum á árunum eftir Hrun??

Ber þeir ábyrgð á að hin endurreista bankakerfi, að meginleiti í eigu erlendra og innlendra hrægamma, var gefið veiðileyfi á almenning??  Þannig að samanlagður gróði bankanna er rúmir 700 milljarðar frá Hruni.

 

Eru engin takmörk á þvættingnum, ruglinu og vitleysunni sem getur komið út úr munni fólks??

Eða gilda önnur vitræn lögmál um femínískar konur??

 

Fórnarlamb ofbeldis nafngreinir þá sem hún telur að hafi beitt sig ofbeldi.

Fólk út í bæ níðir niður aðra sem ekki áttu hlut að máli.

Og notar kyn sitt sem afsökun.

 

Getur þetta verið aumara??

Getur þetta verið heimskara??

Getur þetta verið illviljaðara??

 

Þetta er allavega ofbeldi af grófustu gerð.

Og engu betra þó það sé réttlætt með því að benda á einhverja aðra.

Kveðja að austan.


mbl.is „Þeir eru ofbeldismenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjaldgæft að sjá þig fylkja liði með Agli Helgasyni sem segir Lilju hafa veitt Simma hið endanlega banahögg.  Fróðlegt að sjá að svo glöggur maður sem þú ert Ómar, skulir ekki sjá í gegnum lævísi Lilju.  Loðnari en Don Alfredo sjálfur.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 23:23

2 identicon

Ég bið þig Ómar að lesa gaumgæfilega athugasemd Gunnars Heiðarssonar við pistil Sveins R. Pálssonar.  Og mundu þín eigin orð nýlega um að fleiri framsóknarfélög en til eru bombardera ályktunum um að sexmenningarnir séu allir drulludelar.  Og þú ert svo barnalegur að halda að Lilja Don Alfredo sé heilagur engill?

Ég tek undir herhvöt Gunnars Heiðarssonar:

Vaknið!!! 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 23:38

3 identicon

Samkvæmt kokkabókunum ertu að fagna því að Lilja skyldi ekki ásaka Ólaf og Karl Gauta.  Lof sé dýrð, en þeir standa nú einir utangátta og vrrður væntanleha boðin sitt hvor skonsan neðst í þingkringlunni, með þvag og saurlátsklósett hinna heilögu sem skilur á milli skonsanna.  

Vaknaðu Ómar, glenntu upp augun og sjáðu skýrar!!!

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 23:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Símon mér létti svo við að sjá athugasemd Gunnars Heiðars hann er svo frábærlega skrifandi svo heill og sannur. 

Helga Kristjánsdóttir, 5.12.2018 kl. 23:55

5 identicon

Já, Gunnar er alltaf algjörlega hreinn og sannur.  Og Ómar er það líka, næstum alltaf.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 00:07

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagi Símon Pétur frá Hákoti.

Ég nenni ekki að elta ólar við samlíkingu þína hér að ofan en finnst fyndið að sjá þig reyna að slá thin út í frumlegri nálgun við að verja femínískan fasisma.

En þér að segja þá hefur þetta Klaustursmál frá fyrsta degi aldrei snúist um persónu Sigmundar Davíðs og hvernig honum tókst að verða sér til skammar það kvöld. 

Þetta er miklu alvarlegra en það.

En hafir þú áhyggjur af Sigmundi þá skaltu treysta honum sjálfum fyrir vörn sinni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 08:26

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Gaman að sjá þig hérna.

Takk fyrir innlitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 08:26

8 identicon

Hefur sig upp  fyrir lýðskrum og pólitískar keilur segir þú Ómar um Lilju Alfreðsdóttur.  Það var og.

Stærri pólitíska keilu gat hún ekki slegið og hún nýtti sér það til hins ýtrasta með því að stimpla Simma sem ofbeldismann.  Og þér finnst hún hefja sig upp fyrir lýðskrum?  Jæja?

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 10:10

9 identicon

Því varðandi hinn femíníska fasisma er ég þér fullkomlega sammála.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 11:08

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Símon minn heillakarlinn.

Þar sem þú kennir þig við Hákot, reikna ég fastlega með að þú sért orðinn töluvert grár, sá eini af yngra fólki sem myndi hugsanlega gera slíkt, Ásgeir Hvítaskáld, það er hann er forn í öllu atferli og máli, á sér ekki eftir því sem ég best veit, svona hliðarsjálf.

Þess vegna álykta ég að það hafi alveg farið fram hjá þér að konur eru viðkvæmur fyrir ofbeldisfullu klámtali, þar sem hálfpartinn er gefið í skyni að það þurfi að tukta þær til, og hvernig skyldi karlremban gera það??

Og það er bara þannig að Sigmundur tók fullan þátt í þessum samræðum, hann stöðvaði þær ekki á staðnum, og þarf því að sætta sig við afleiðingarnar.  Sem er til dæmis að vera stimplaður ofbeldismaður af fórnarlambi umræðunnar. 

Og það er bara þannig að fórnarlömb kynofbeldis hafa fullan rétt á að lýsa upplifun sinni.  Það eru jú ekki þau sem hófu leikinn.

Verra þykir mér að þú játar hér í athugasemd 9 að þú sért að verja femíníska fasista með því að snúa út úr pistlum mínum.  Hefði seint grunað það.

En mátti samt gruna því það þarf ekki sérstaklega glöggskyggni að þó ég geri ekki ágreining við upplifun Lilju, þá vek ég fyrst og fremst athygli á að hún heldur sig við gjörðir meintra gerendur málsins, en kastar ekki skít og drullu á aðra, hvort sem það eru feður þessa lands, allir sem eru með typpi, eða þeir einstaklingar sem voru viðstaddir en lögðu ekki illt til mála.

Og sú athygli er augljóslega hugsuð til að vekja athygli á munnsöfnuð femínískra fasista, og ég set orðfæri þeirra í samhengi við þekkta fasískra aðferð við að vega að lýðræðinu.

Um það fjallar pistillinn Símon Pétur frá Hákoti, og ég vægast sagt kom að fjöllum þegar ég las athugasemdir þínar.

En skil þær betur núna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 14:21

11 identicon

Allt er gott með okkur Ómar minn.  Og pistlar þínir alveg einstakir að gæðum.  Man að ég sá þig einhvern tíma skrifa að þér þætti gott að fá athugasemdir, því það gæfi þér tilefni til að dýpka það enn sem þú vildir sagt hafa.  Og það hefur þú svo sannarlega gert og það nú til hágæða  :-)

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 14:56

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Jæja, þar fór þessi samsæriskenning mín fyrir lítið.

En hvernig leist þér þá að alþingismenn skipulögðu aðför að lýðræðiskjörnum kollegum sínum í beinni hjá honum Simma í morgunútvarpinu á Rás 2.

Og Mogginn segir frá eins og fátt sé eðlilegra.

Er einhver vírus að ganga??

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.12.2018 kl. 16:38

13 identicon

Já, það er mjög alvarlegur vírus að ganga.

Úrkynjunarvírus fjölmiðlanna.  Þar lepur hver eftir öðrum og þannig magnast fárið.

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 17:15

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyri meistari,var farin að kvíða fyrir því svona eins og barn(2svar verður gamall maður barn).Mér er svo mikilsvirði að vera nálægt baráttufólki um frelsun ættjarðar okkar,hugsa um það dag og nótt.- Allan tímann í karpi á netinu um Icesave sem er mér svo minnisstætt,voru ungir háskólanemar á fullu að leita réttlætisins í því máli.Náði að hlusta á ungan mann segja þá sögu á útv.Sögu sá heitir Ólafur Elíasson (ekki listamaðurinn).Þvílíkur munur á þessum piltum sem unnu bæði heima og erlendis og greiddu allt sjálfir,svo og á þeim sem þiggja peninga til að koma þjóð sinni á kné. Vona að Ú-Saga endurtaki þá frásögn,hún er svo mögnuð. Bestu kveðjur Ómar. 

Helga Kristjánsdóttir, 7.12.2018 kl. 00:45

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Helga.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.12.2018 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 224
  • Sl. sólarhring: 864
  • Sl. viku: 5955
  • Frá upphafi: 1399123

Annað

  • Innlit í dag: 190
  • Innlit sl. viku: 5045
  • Gestir í dag: 185
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband