30.11.2018 | 17:14
Vá, þeir einu sem höfðu þekkingu til að bæta.
En kunnu ekki að grenja, þeir voru látnir fara.
Engin miskunn, engin tækifæri á yfirbót.
Glæpurinn líklegast að segja satt, að grátur í beinni breytir engu, allavega ekki fyrir þá sem berjast fyrir lífi sínu, og margir dagar eru í næstu mánaðarmót.
Enda hefur einhver lesið nýlega lesið Reykjavíkurbréf Moggans þar sem Flokkur fólksins hefur verið talinn ógn??
Í allri þeirri gerjun sem á sér stað í þjóðfélaginu, í þeirri ógn sem auðvaldinu stafar af uppreisn hinna fátæku, þá þarf ekki einu sinni fornleifafræðing með stækkunargler eða sigti til að finna hin minnstu ummerki um framhald hinna mögnuðu tára.
Þegar ekkert er að finna, þá er ekkert fundið.
En það skal tekið fram að þeir sem þjást ekki af söguþekkingu, að þeir gátu vissulega haldið að tár konu, á tímum MeeToo, væri bylting í sjálfu sér, en það þarf ekki mikið vit, eða mikla söguþekkingu til að vita, að slæm staða fátækra þjóðfélagshópa samfélagsins er afleiðing efnahagsstefnu, hugmyndafræði, og sá sem grætur út fylgi, en er samdauna því kerfi sem gerir fátæka, fátækari, hann breytir engu.
Enda hvað hefur Inga Snædal hjálpað þeim Ragnari, Sólveigu og Vilhjálmi, leiðtogum okkar sem vilja hagsæld þjóðar en ekki bara hagsæld auðs??
Hvað hefur hún sagt orð að viti gegn þeirri yfirgengilegri kúgun sem fjármagnið og frjálshyggjan hefur leitt yfir þessa þjóð??
Svarið er ekkert.
En Ólafur Ísleifsson, hafði þó þekkingu og vit til að berjast gegn óhæfunni.
Reyndar það eina sem Flokkur fólksins hafði að segja fyrir utan að við erum aumingjar, og aumingjar eiga að kjósa okkur.
En þó verður sjálfsbjargarhvötin ekki af þeim skafið, sem sáu tækifæri til að láta auðvaldið stjórna sínum fréttaflutningi, smá umbun þeirra gæti alltaf verið í boði.
Smá kastljós, síðan umræða um ekkert, nema þá kannski aukna velmegun þeirra sem létu grátinn koma sér á þing.
Ekki ætla ég að mæla fyllibyttum bót.
Og grætilegast var að lesa orðin um eina stærstu manneskju samtímans, hana Freyju okkar sem hefur kennt okkur hinum svo margt.
Um klámhund þarf ekki að eyða mörg orð, hann var líklegast svo óheppinn að vinna ekki hjá Orkuveitunni, og að vera ekki í Samfylkingunni. Enginn kattarþvottur honum til handa.
Ekkert afsakar samt sannleikann um Flokk fólksins.
Hann átti jú að vera öðruvísi.
Hann átti að styrkja og styðja baráttu verkafólks.
Hann átti ekki að láta fjölmiðla auðs og yfirstéttar stjórna sínum gjörðum.
Hann fékk tækifæri, en það tók kannski enginn eftir því.
Hann þagði þegar hann átti að styðja.
Og varði þegar hann átti að þegja.
Og auðurinn glottir á meðan.
Skál!!
Kveðja að austan.
Karl og Ólafur reknir úr flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.12.2018 kl. 16:47 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óviturleg ákvörðun stjórnar.
Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 17:33
Mennirnir voru að plotta gegn eigin flokki, ekki bara að svívirða samstarfsmenn sína. Auðvitað var ekki annað að gera en reka þá úr flokknum.
Þorsteinn Siglaugsson, 30.11.2018 kl. 17:51
Takk fyrir snilldarpistil Ómar Geirsson.
Flokkur fólksins er búinn að vera.
Hégómagirnd einnar manneskju bar hann ofurliði.
Nú syngur hún rósina um rósina um sjálfa sig eina.
Og séra Halldór í Holti flytur léleg minningarorð.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 18:01
Af þessum orðum Þorsteins „mennirnir voru að plotta gegn eigin flokki, ekki bara að svívirða samstarfsmenn sína“ má ráða að hann veit meira um málið en komið hefur fram opinberlega.
Gaman væri að fá að vita meira um PLOTTIÐ og líka í hverju SVÍVIRÐINGIN felst.
Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 18:02
Eins og Styrmir hefur sagt, þá ríkti og ríkir enn Umsátrið um Ísland, auðlindir þess og fullveldi lands og þjóðar.
En aumingja Inga Sæland skilur ekkert um hvað eitt né neitt snýst, nema hana sjálfa.
Guð hvað ég er feginn að þessi sýndarveruleika Ædól flokkur einnar konu er búinn að vera. Nú byrjar alvöru stríðið.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 18:41
Blessaður Þorsteinn.
Eiginlega lætur enginn svona útúr sér nema sá sem hefur lagt í prófkjör í flokknum, og ekki fengið undirtektir, þrátt fyrir meinta verðleika.
Þá er auðvelt að benda á hinar ýmsu samsæriskenningar, nema að stundum eiga þær enga stoð í raunveruleikanum. Til dæmis að vísa í fundi sem voru teknir upp.
Ekkert í upptökunum staðfestir þau orð sem þú viðhefur.
Nema þá sú gjörð að eiga tal við þingmenn annarra flokka.
Og annsi væru fáir eftir í flokkum Íslands ef það væri brottrekstrarsök.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2018 kl. 20:23
Blessaður Símon.
Ætlaði að þegja, lengi, kannski þar til hinir aumkunarverðu ætluðu að ganga gegn orðum prófessor Margrétar veirufræðings, kannski fyrstu konunnar sem var sérfræðingur á heimsmælikvarða í sínu fagi. En auðvita taka hinar síkjaftandi rétthugsandi konur hagsmunir Örfárra í innflutningi fram yfir heill og velferð þjóðarinnar.
Hlálegt í ljósi hinna brúnu neyðarkorta Evrópu miðsumars, þegar grænn gróður sást vart á gervitunglamyndum.
Hversu úrkynjuð þarf konan að vera til að hún láti hagsmuni gróðapunga nýfrjálshyggjunnar ganga fram yfir líf og limi barna sinna???
En þegar vegið er að eina manninum á þingi sem hefur vit og þekkingu til að andhæfa ólögum og falsrökum elítunnar, þá verður maður að segja, en ekki þegja.
Samvisku sinnar vegna.
Því á einhverjum tímapunkti þarf maður að réttlæta tilveru sína fyrir börnum sínum.
Og svara spurningunni, "af hverju barðist þú ekkert gegn Helinu???".
En ég er hégómagjarn með afbrigðum, og las því þennan pistil aftur eftir innslag þitt. Og já, "Þegar ekkert er að finna, þá er ekkert fundið.", ég hef oft sagt minna í fleirum orðum.
En takk fyrir að lesa án þess að rugla orðum mínum saman við einhverja réttlætingu á því sem ekki er hægt að réttlæta.
Það er ekki öllum gefið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 30.11.2018 kl. 21:08
Þú ert heimsljós lífsins, kæri fóstbróðir í anda.
Ég les anda orðanna og skynja merkingu þeirra,
það er sú skynjun sem skiptir máli, skiptir öllu máli.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 30.11.2018 kl. 21:53
Það er athyglisvert að fylgjast með hverjir það eru sem setja hjartalækin á facebók við tilkynningu Ingu að hún hafi rekið sína bestu menn úr flokknum. Þar ríður nú fremst Helga Vala Helgadóttir og hennar líkar og líkir.
Segir allt sem segja þarf.
Flokkur Ingu er búinn að vera.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 03:34
Ætli það sé ekki nokkurn vegið fólkið sem er í fullri vinnu við að koma orkuauðlindum þjóðarinnar í vasann á auðnum, svo hann fái enn eina féþúfuna til að rýja almenning.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2018 kl. 08:35
Þú hittir naglann á höfuðið, eins og oftast áður, Ómar Geirsson
Þórir Kjartansson, 1.12.2018 kl. 09:39
Viðbrögð þeirra sem hæst láta minna mig á bókina Harmsaga æfi minnar eftir Jóhannes Birkiland
Allir grenjandi og sármógðair fyrir hönd einhverra annarra
Grímur (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 12:01
Það er rétt sem Símon Pétur segir að það er athyglisvert að sjá hverjir setja hjartalækin (hverjir það eru sem geta ekki á sér setið fyrir gleði). Formaðurinn dreifir fréttaskotum sem styðja málstaðinn. En þeir sem voru reknir halda sig til hlés. Það er skynsamlegt.
Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 12:37
Ég held að Inga hafi hlaupið fram úr sér þegar hún rak helming þingflokksins frá sér, og það í einhverjum tilfinningarússibana og uppnámi. Hyggja skal betur að.
Nú hefur komið í ljós, að það eina sem hægt er að heimfæra upp á Karl Gauta er að hann sé óviss um að Inga sé fær um að leiða flokkinn. Það er engum formanni það viturlegt, að reka þá bara viðkomandi úr flokknum. Það segir einungis, beint og óbeint, þá sögu að formaðurinn telji sig stærri en flokkurinn og málefni flokksins. Telur Inga svo virkilega vera?
Og hvað hefur Ólafur eiginlega til saka unnið? Engin meiðandi ummæli eru heyranleg frá honum. Og hann yfirgefur Klaustursamkunduna við fyrsta tækifæri.
Mér finnst því fjölmiðlar hafa farið offari í þessu máli hvað varðar þá Ólaf og Karl Gauta. Og mér finnst Inga hafa gert það einnig.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 15:03
Sæll Ómar, þakka þér fyrir að skrifa þennan pistil, það þurfti einhver að gera það.
Með kveðju úr efra.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2018 kl. 15:11
Takk fyrir innlitið félagar.
Pétur, þó held ég að félagi Stalín sjái ekkert athugavert við þessi vinnubrögð Ingu, enda var hann mikið fyrir aga, þann aga að jörðin snérist í kringum hann.
Menn vitna oft í innri mann, en ég held að flokkar sýni sinn innri manna á stundum sem þessari, þegar fjölmiðlar auðsins kynda undir múgæsingu, út frá gefnu tilefni, en fara með æsinguna út yfir öll heilbrigð mörk.
Sbr, það er ekkert af því að fordæma nauðgun, að ég tala ekki um að fórnarlambið var síðan myrt í kjölfarið, en sú fordæming réttlætti ekki aðför að jailinu til að hengja meintan grunaðan án dóms og laga, og síðan atlögu að hverfi svartra þar sem hús voru brennd og fólk sem gat ekki forðað sér annaðhvort brennt inni eða barið til ólífis. Svo ég vitni í þekkta múgæsingu Suðurríkjanna.
Og verst var að gerandinn var ekki einu sinni svartur, hann var bara sagður það.
Öl sýnir nefnilega ekki innri mann, það veldur oft efnabreytingum sem heilinn nemur, en fordæmingin gerir það hins vegar.
Og þegar fordæmingin er verkfæri hinn Örfáu, þá er tími til að staldra við, og jafnvel andæfa.
Það er sko framtíðin sem er í húfi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.12.2018 kl. 17:04
Inga væri manneskja að meiri ef hún kæmi flokknum aftur í lag og til upphaflegs horfs.
Hún hafði það vit til að bera að finnast mikill akkur í því að fá þá Ólaf og Karl Gauta til liðs við sig í upphafi.
En spurt er, hefur hún næga stærð og þá visku til að bera að láta nú ekki sem sólin snúist um hana eina?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 17:26
Pétur Örn spyr áleitinnar spurningar og svarið er að jafnvel þótt Inga hafi visku til þá þarf meirihluti stjórnar að vera sammála. Er stjórnin nægilega vel skipuð?
Málið skýrist eftir helgi þegar þingflokkurinn verður annaðhvort lýstur starfhæfur eða gjaldþrota og gerður upp.
Esja frá Kjalarnesi. (IP-tala skráð) 1.12.2018 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.