3.10.2018 | 19:40
Í lýðræðisríki.
Þar sem lög um mannréttindi eru virk.
Þar sem lög um réttindi og skyldur á vinnumarkaði eru virk.
Þar er ekki þörf á fréttaskýringaþætti um þrælahald, kúgun, og mannfyrirlitningu.
Því lögin eru skýr og líða ekki slíkt.
Hvað er þá í gangi á Evrópska efnahagssvæðinu??
Því sambærilegir fréttaskýringaþættir eru gerðir um alla álfuna
Lýsa þó misslæmu ástandi, það eru til dæmis ekki ennþá gerðar kröfur á Íslandi til farandverkafólks, að nauðgun og kynferðisleg misbeiting sé hluti af starfskyldunni líkt og er alsiða í löndum Suður Evrópu.
Og látið gott heita af þar til bærum yfirvöldum.
Hvað fór úrskeiðis í Evrópu þegar fjórfrelsið var tekið upp??
Er ekki ástæða til að velta því fyrir sig?
Eða erum við ligeglad með afleiðingar þess?
Njótum hins ódýra.
Njótum hinna lægstu tilboða.
Spyrjum ekki hvað að baki býr.
En ef svo er, af hverju hneykslumst við svo þegar við sjáum sannleikann á skjánum?
Á ekki bara að banna Kveik.
Er þetta ekki bara falsfrétt?
Það er ekkert að Evrópusambandinu.
Ekki frekar en Sovétinu í gamla daga.
Hvorug tveggja himnaríki á jörð.
Eða þannig.
Kveðja að austan.
Segja ógnandi framkomu ástæðu uppsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 351
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 5935
- Frá upphafi: 1399874
Annað
- Innlit í dag: 314
- Innlit sl. viku: 5078
- Gestir í dag: 306
- IP-tölur í dag: 304
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.