Flottræfilsháttur Hrunverja þykir frétt.

 

Þeirra sem hirtu gróðann en ætluðust til að almenningur greiddi skuldir þeirra.

Voru það ósvífnir að gera út heilu stjórnmálaflokkana í þeim tilgangi.

Látum Lýðinn borga svo við fáum aftur aðgang að kjötkötlunum.

 

Þeim mistókst reyndar að gera almenning formlegan ábyrgan fyrir skuldum bankakerfisins, en almenningur þurfti svo sannarlega að borga með blóði sínu, svita og tárum.

Stjórnmálaflokkarnir sem þeir gerður út sáu til þess.

Og þeir sáu líka til þess að forgangurinn var að afskrifa skuldir auðmanna og gera þeim kleyft að eignast fyrirtækjanáinn fyrir slikk.

Þess vegna hafa Hrunverjar risið upp eins og fuglinn Fönix, úr ösku hinna tugþúsunda sem sættu Útburði af heimilum sínum, og auðn hinna ótal fyrirtækja sem voru gerð upp því þau skulduðu ekki nógu mikið.

 

Og þeir eru komnir aftur.

Byrjaðir að monta sig.

Í þjóðfélagi þar sem þeir hafa töglin og hagldirnar.

 

En þetta var nú ekki tilefni pistilsins.

Mín fyrsta hugsun þegar ég rakst á þessa frétt, var sú hugsun hvort þeir kynnu ekki að skammast sín.

Fattaði svo að ég vissi ekki hvort sú hugsun átti við blaðið, eða flottræflana.

 

Læt þeirri spurningu ósvarað.

Kveðja að austan.


mbl.is Lýður í Bakkavör keypti eitt dýrasta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Já-- glæpamennirnir sem komu um 40 % ungra íbúðareigenda á götuna eru - aftur orðnir miljónamæringar !

þeir komu eldra fólki á vonarvöl- og brosa.

 Fluttu sparife landsmanna í einkaþotum úr landi eftir að fá GEFINS bankana frá FÍFLUM.

 SAGAN MUN ENDURTAKA SIG-  

Erla Magna Alexandersdóttir, 2.10.2018 kl. 20:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Erla.

Það var margt garúgt á þessum tíma, og afleiðingarnar af öllu þessu braski alvarlegar fyrir almenning.

En skyldu þessir menn kunna að skammast sín??

Og hvað gengur blaðinu til að upphefja þá??

Væri ekki lágmarkið að þeir þyrftu að kaupa sér athyglina, með því annað hvort að kaupa upp blaðið, eða heilan auglýsingakálf??

Eða hefur glamúr liðið öllu gleymt??

Veit ekki, fannst þessi upphafning dálítið spúkí.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.10.2018 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 701
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6285
  • Frá upphafi: 1400224

Annað

  • Innlit í dag: 640
  • Innlit sl. viku: 5404
  • Gestir í dag: 607
  • IP-tölur í dag: 593

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband