27.9.2018 | 16:37
Að slá sig til riddara.
Þegar öruggt er að engin hlustar á mann, og öll völd víðsfjarri, er einn versti plagsiður íslenskra stjórnmála.
Kallast gaspur, og sá sem ástundar, gasprari.
Gasprarinn treystir síðan á algleymi kjósenda, að þeir muni ekki fyrri gjörðir hans á valdastól, og lýgur svo uppá sig fylgi til að komast í valdstól, og þá mun jafnvel ekki glöggur sjá mun á honum og fyrri valdhöfum.
Látum það kjurt að flokkur Loga beitti sér fyrir Útburði fólks af heimilum sínum á árunum eftir Hrun, þó það sé engin ástæða til að gleyma þeirri nöturlegri staðreynd að ef Hæstiréttur hefði ekki haft kjark til að dæma gegn fjármálamafínunni í gengisdómi sínum að þá hefði Úburðurinn ekki staðnæmst í 10.000 heimilum, heldur kannski tugþúsundum.
Og látum það kjurt að núverandi ófremdarástand á sér rætur til ákvarðana sem teknar voru í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar, látum yfir höfuð fortíð flokksins liggja milli hluta.
Logi var þá hvort sem er peð sem engu réði, og hvað sem má segja um núverandi þingflokk Samfylkingarinnar, þá er þetta allavega ekki þaulsetið fólk, og ætti því að dæmast af verkum sínum en ekki svertu fortíðar.
En hvað er þetta fólk að gera á þingi??
Hverjar eru tillögur þess??
Aðrar en þær að Ísland gangi í Evrópusambandið?
Af hverju er rót vandans ekki greind og eitthvað raunhæft lagt til??
Eitthvað sem er þá hægt að ræða og takast á um.
Jú, svarið er einfalt, það fer ekki saman að vera gerandi og gasprari
Hæfnin eða getan til góðra verka er ekki til staðar.
Svona er arfleið jafnaðarhreyfingarinnar í dag.
Engin, hún er útdauð.
Hún dó þegar Önundur fór af þingi.
Kveðja að austan.
Húsnæði ekki bara fyrir vel stætt fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 4
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 450
- Frá upphafi: 1412812
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 389
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin hefði kannski átt að fyrirbyggja þetta ástand á þeim tíma sem hún var í stöðu til þess að gera það.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2018 kl. 17:40
Já, hún hefði það kannski.
En þú þjónar ekki tveimur herrum, og Samfylkingin kaus að þjóna fjármagninu.
Enda brást almenningur við með því að reyna þurrka hana út af þingi.
Hefði betur tekist, svona fyrir hlustirnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 18:38
Hér er sannleikurinn sagður umbúðalaust.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 20:27
Sæll Ómar. Þetta er alveg ótrúlegt, samfylkingin í borgarstjórn og samfylkingin í landsmálum virðist ekki vera með sömu stefnu. Stór hluti vandans er búinn til af borgarstjórn Reykjavíkur sem hefur einbeitt sér að því að úthluta lóðum undir lúxusíbúðir og hótel.
Hreinn Sigurðsson, 27.9.2018 kl. 20:48
Takk fyrir það Símon, þú tókst kannski eftir því að síðasta setningin var nú bara þér til heiðurs, og þér að segja þá var smá skemill þegar ég ákvað að botna pistilinn á þennan hátt.
Stend við fullyrðinguna, en hún var kannski út úr kú miðað við efni pistilsins.
En allt þarf að botna, þó hann sé stundum sóttur suður í Borgarfjörð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 21:05
Blessaður Hreinn.
Heyrðu, ég held að stefnan sé sú sama, hið rétta andlit er aðeins sýnilegra í Reykjavík.
Vísa í andsvar mitt til Guðmundar um að ekki sé hægt að þjóna tveimur herrum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 21:06
Varðandi aths. 5
Já, tók eftir þvi, takk :-)
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 22:37
Samansafnið af Degi B. og Loga verður aldrei annað en heljarmyrkur. Sama hvar gripið er niður.
Góðar stundir, með kveju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 28.9.2018 kl. 03:44
Takk fyrir innlitið Halldór.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.9.2018 kl. 06:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.