27.9.2018 | 13:25
Hví ættu bretar að biðjast afsökunar??
Þeir voru einfaldlega að verja sína hagsmuni, sem var að reyna hindra keðjuverkun sem hefði endað með algjöru hruni breska fjármálakerfisins.
Og stórþjóðir búlla þær smærri telji þær sig þess þurfa .
Við Íslendingar ættum frekar að þakka fyrir breyttan tíðaranda, á árum áður hefðu fallabyssukjaftar herskipa séð um að koma skilaboðum áleiðis.
Hins vegar ætti Alþingi Íslendinga að krefja vinnumenn breta um afsökunarbeiðni, það er nærtækara, og það gæti byrjað á þeim vinnumönnum sem sitja á þingi núna.
Spyrja þá hvort stuðningur þeirra við fjárkúgun breta hafi stafað af illvilja gagnvart þjóðinni, eða voru þeir hreinir málaliðar??
Ef þriðji möguleikinn er til staðar, þá geta viðkomandi vinnumenn útskýrt hann, til dæmis að hugmyndafræðileg undirgefni hafið ráðið för, eins og hjá kommunum í gamla daga sem réttlættu öll óhæfuverk Stalíns.
Það þarf að taka þessa umræðu, það er engum greiði gerður með að taka Geirfinnsmálið á hana, að bíða þar til hinir seku er annað hvort orðnir elliærir eða farnir yfir móðuna miklu.
Einhver réttlæting hlýtur að vera á svikunum og illviljanum, einhver önnur en að menn hafi verið hreinir málaliðar.
Er til dæmis eitthvað hæft í þeirri sögn að ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hafi talið sig knúna að ganga að fjárkúgun breta því bak við tjöldin hafi þeim og þjóðinni verið settir slíkir afarkostir að fjárkúgunin var þó skömminni skárri.
Sagði ekki þýski sendiherrann í den, "gefist upp eða við sprengjum borgir ykkar í loft upp!" Kannski annað orðalag í dag en meiningin sú sama.
Það gengur ekki að þegja og fyrst flokkurinn þurfti að styrkja Hannes með því að láta hann gera þessa skýrslu, þá verður hann að fylgja málinu eftir.
Annað er eitthvað svo gegnrotin spilling.
Og jafnvel samsekt sumra flokksmenn á ekki að koma í veg fyrir að hlutirnir séu loksins ræddir og gerðir upp.
Það er komið nóg af mjálmi.
Bjarni getur bara fengið sér kött.
Og tekið umræðuna eins og maður.
Af hverju??
Og svarið einu sinni eins og fólk.
Á mannamáli.
Af hverju?
Kveðja að austan.
Spurði hvort krafist yrði afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 227
- Sl. sólarhring: 675
- Sl. viku: 5811
- Frá upphafi: 1399750
Annað
- Innlit í dag: 197
- Innlit sl. viku: 4961
- Gestir í dag: 193
- IP-tölur í dag: 193
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
M.v málflutning þeirra sem styðja Breta í sinni Brexit baráttu, þá væri fásinna að fara fram á afsökunarbeiðni.
Þeir sem hatast við ESB sjá þjóðríkið og einangrun sem sitt lokamarkmið. Betra fólkið [lesist sem þeir sem tjá sig fjálglega, vita allt og draga fram hin ýmsu sjónarmið, oft órökstudd eða á sannanna en þola svo eigi að þeim sé mótmælt og loka þá sem það gera] hefur einmitt hrósað Bretum fyrir að taka völdin til sín og um leið hrósað Trúðnum vestra fyrir að huga fyrst að sínu ríki. Þá hljóta þeir hinir sömu að hrósa Bretum fyrir þær aðgerðir fyrir sléttum 10 árum, þegar þeir björguðu "sínum" bönkum en létu banka í eigu íbúa annarra landa róa.
Það hlýtir að vera í anda "þjóðríkis" og hentistefnu.
Hefur ekki íslenska þjóðþingið öðrum hnöppum að hneppa en að krefjast afsökunarbeiðna út og suður ?
Hér brennur og Miðflokksmenn eru þá nú að velja strengi í fiðluna.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 27.9.2018 kl. 13:50
Þeir mættu alveg biðjast afsökunar á því að beita hryðjuverkalögum, en gera svo ekkert á grundvelli þeirra í því að koma lögum yfir hina raunverulegu hryðjuverkamenn, sem hafa svo í heilan áratug herjað á íslensk heimili.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.9.2018 kl. 14:18
Mín skoðun var, og er, að við hefðum átt að loka landinu, strax eftir hrunið.
Leyfa Bretum að koma með sín herskip, fallbyssukjaftana upp að hverju krummaskuði landsins.
Það eitt hefði vakið þvílíka athygli heimsins og jafnvel hefði einn og einn alvöru
(erlendur) fréttamaður krufið þá málin af viti.
Í stað þess hóf helferðarstjórnin að búa allt í haginn fyrir hina betur settu hér á landi.
Það fór aldrei fram heiðarlegt uppgjör, þess í stað var tekin sú stefna af stjórnvöldum
að íslenskur almenningur skyldi "gjalda fyrir syndir hins alþjóðlega fjármálaheims" og negldur á krossinn,
svo vitnað sé í orð Svavars Gestssonar. Það var forsendan fyrir þeirra "sáttastjórn frá vinstri til hægri um miðjuna"
(eins og því var svo fjálglega lýst) við myndun þeirrar ríkisstjórnar sem nú situr.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 15:08
Að öðru leyti tek ég undir inntak pistils þíns um að vitaskuld á að krefjast afsökunarbeiðni frá helst leppum auðræðisins, helferðasrstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Jóhanns Sigfússonar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 15:15
Icesave er arfleifð Sjálfstæðisflokksins.
"Icesave var vörumerki innlánsreikninga á Netinu í eigu Landsbankans í Bretlandi og Hollandi."
"Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson.
Í bankaráði sátu Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson, Þór Kristjánsson, Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmerkur ehf. (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum."
Þeir sem tapað hafa fé vegna Icesave-reikninganna ættu því að senda reikninginn í Valhöll og til Vestmannaeyja.
Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 16:21
28.8.2009:
"Alþingi. 137. löggjafarþing, 59. fundur. Atkvæðagreiðsla, 136. mál. Ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (Icesave-samningar). Þskj. 346, svo breytt.
Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 34 en 14 nei, 14 greiddu ekki atkvæði og einn var fjarverandi."
"Sátu hjá: Ásbjörn Óttarsson, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Þór Saari."
Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 16:22
19.6.2012:
"Samkvæmt eignamati slitastjórnar Landsbankans frá því í mars síðastliðnum mun þrotabúið eiga fyrir öllum forgangskröfum og eiga 122 milljarða króna umfram þær til að greiða almennum kröfuhöfum."
Hálf Icesave skuld greidd
19.12.2014:
Búið að greiða 85% af Icesave skuldinni
Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 16:24
Gengi íslensku krónunnar hrundi þegar íslensku bankarnir og Seðlabanki Íslands urðu gjaldþrota haustið 2008 og Íslendingar í námi erlendis lentu þá í gríðarlegum erfiðleikum.
Evrópusambandsríki, til að mynda Danmörk, Svíþjóð, Finnland og Pólland, lánuðu þá íslenska ríkinu stórfé og björguðu því frá gjaldþroti.
"19. nóvember 2008:
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.
Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda að mati ríkisstjórnarinnar.
Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna miðað við Seðlabankagengi."
"Fra norsk side har en lagt stor vekt på et tett nordisk samarbeid om støtte til Island. I forbindelse med IMF-styrets behandling av Islands stabiliseringsprogram 19. november 2008, gikk Norge derfor sammen med Danmark, Finland og Sverige om å love at de fire landene samlet ville gi et mellomlangsiktig lån på 2,5 mrd. USD."
Norska fjármálaráðuneytið 13. mars 2009
Þorsteinn Briem, 27.9.2018 kl. 16:34
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 16:41
Sæll Ómar
Það verður að teljast undarleg forgangsröðun að krefjast afsökunnar frá Bretum þegar að ekki einn Íslendingur hefur beðið afsökunar á framferði sínuu í og eftir hrun.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 27.9.2018 kl. 17:01
Punktur Sigþór.
En mig rekur minni til að ég hafi allavega tvisvar bloggað um einstaklinga sem það þó gerðu, það er Jón Sigurðsson og Björgvin G. Sigurðsson.
Minnir að mér hafi þótt þeir menn að meiru.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 27.9.2018 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.