7.3.2018 | 13:32
Tíu litlir negrastrákar
Eða voru þeir 35, man það ekki, en hitt man ég að þeim fækkaði óðum, eða alveg þar til ríkisstjórnin sprakk.
Hvað eiga svona heitstrengingar að þýða?, af hverju er ekki reynt að byggja brýr sem halda þegar að er sótt?
Eða er barnaskapurinn á því stigi að halda að skotgrafir séu límið sem heldur saman ríkisstjórn ólíkra flokka??
Sjálfstæðismenn ættu frekar að þakka fyrir að flokksagi VG hélt, og þeir ættu að vita að hann heldur ekki endalaust.
Ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn leggur sig fram um að viðhalda þeirri ímynd meðal þjóðarinnar að spillingarjafnan sé spilling=Sjálfstæðisflokkur.
Slíkt þolir enginn samstarfsflokkur til lengdar eins og dæmin sanna.
Sigríður á eftir að verða þessari ríkisstjórn að falli því umræðan um hana á ekki eftir að gera neitt annað en að magnast.
Jafnvel þó hún geri ekkert annað en að fara út á meðal fólks til að klippa á borða, þá verður það snúið henni til vansa.
Það er uppreisn í þjóðfélaginu, ekki bara innan verkalýðshreyfingarinnar, lögmenn ætla til dæmis ekki að kyngja enn einni spillingarráðningu Sjálfstæðisflokksins. Ekki eftir að skýr lög voru sett til að koma í veg fyrir slíkt.
Framundan eru erfið mál varðandi innflytjendur, hvert mannúðarverk elur af sér 100 vonbiðla, og á þeim þarf að taka.
En málið er að það er ekki borð fyrir báru hjá Sigríði, öll áföll munu leita inn í ríkisstjórnarsamstarfið.
Hún er Grýla íslenskra stjórnmála og allir vita að Grýla gafst upp á rólinu.
Eina spurningin er hvort hún taki ríkisstjórnina með sér eða ekki.
Hvort hún sé flokksmanneskja og skynji sinn vitjunartíma, eða hvort hún sé blindur egóisti sem sér ekki skaðann sem fylgir í fótspor hennar.
Skaðann fyrir ríkisstjórnina, skaðann fyrir Sjálfstæðisflokkinn og skaðann fyrir formann hans. Hún situr jú í skjóli Bjarna.
Allavega er ljóst að manndómurinn og forystuhæfileikinn til að höggva á hnútinn er ekki til staðar innan forystusveit ríkisstjórnarinnar.
Og það er miður því vonir voru bundnar við þetta ríkisstjórnarsamstarf.
Að hin sársaukafulla reynsla stjórnmálaanna frá Hruni yrði nýtt til að semja nýtt stef vonar og tiltrúar um ný vinnubrögð, að sáttar yrði leitað í stað ófriðar, og reksturinn á þjóðarbúinu yrði hugsaður uppá nýtt.
Það væri varið sem væri þess virði að verja, því væri hent sem væri ónýtt, og nýtt smíðað þess í stað.
Og það næðist sátt um réttlæti og réttlátari skiptingu.
Síðasta tækifæri hinna hefðbundnu stjórnmála, síðasta tækifæri fólks sem þrátt fyrir allt vill þjóðinni og náunganum vel.
En bráðum verða negrastrákarnir níu, svo átta, og svo man enginn lengur að þeir yfir höfuð hafi verið til.
Flóðbylgja breytinganna mun sjá til þess.
Annað hvort ertu með, og þú flýtur á öldunni, eða þú ert ekki.
Því það steytir enginn hnefanum á móti kröfunni um breytingar.
Flóðbylgjan drekkir þér þá bara.
Aldrei þessu vant er enginn valkvíði í þessu dæmi.
Kveðja að austan.
Segir 33 vera í stjórnarmeirihlutanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er dapurlegt hlutskipti Sjálfstæðisflokksins í dag, að feta nú dyggilega í fótspor Jóhönnu Sigurðardóttur í helferðarstjórninni og berja samstarfsflokkinn til hlýðni. Sjálfir eru þeir allir orðnir hlýðnir rakkar. Hver hefði trúað því að svo illa færi um þennan flokk sem hér áður fyrr naut stuðnings allt að 45% þjóðarinnar. Síðan hefur fylgið dalað (40%) og dalað (35%) og dalað (30%) og dalað (25%) hjá EES/ESB nómenklatúru flokknum. Skiljanlega. Og enn mun það dala, í hvað næst? 20%, 15% ... það þýðir ekki að segja hættu að telja, svo illa er komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að hann telur sjálfan sig niður v.þ.a. hann hann gerir ekkert rétt lengur, virðir ekki lengur að gera rétt og þola ekki órétt.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 16:37
Goðarnir sjá um sína.
Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 20:29
Takk fyrir innlitið félagar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 22:11
Styrmir Gunnarsson skrifaði nýlega-og það réttilega- að meðvirkni væri stærsta vandamálið í íslenskum stjórnmálum. Við getum einnig kallað þá meðvirkni samsekt samtryggingar flokkanna um sjálftöku. Gjáin milli þings og þjóðar minnkar ekki með því að VG verji frú Andersen vantrausti. Gjáin milli þings og þjóðar minnkar ekki með því að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins jarmi í kór eins og skynlausar skepnur og heldur ekki þó dýralæknirinn jarmi með.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 22:46
Hvað er þetta 20. Bloggið um þetta ekkimál s.l. viku hjá þér Ómar? Oft hef ég haft gaman af skrifum þinum, en nú held ég að þú sért gersamlega múinn að glata glórunni.
Jón Steinar Ragnarsson, 7.3.2018 kl. 23:42
Kvartaðir þú Jón Steinar, þegar Ómar skrifaði pistil eftir pistil og miklu fleiri en 20 um lögleysu þess að okkur bæri að borga skuldir einkavinavæddra bankaþjófa vegna Icesave 1,2 og 3? Ómar er enn jafn samkvæmur sjálfum sér í gagnrýninni og hann var í því máli. Minnumst þess að þá beindist gagnrýnin að siðferðislegri lögleysu Icesave, atlögu að þjóðinni. Mátti hann það, þín vegna, v.þ.a. hann gagnrýndi þá fyrst og fremst Samfylkinguna og VG. Finnst þér virkilega að allt sem gagnrýnisvert má segja um Sjálfstæðisflokkinn eigi að liggja í þagnargildi? Getur verið að þú sért einmitt dæmi um þá meðvirkni sem Styrmir gerði að umtalsefni nýlega, það að samsama sig því sem brýtur í bága við siðferðiskennd þjóðarinnar? Skv. nýlegri könnun blöskrar um 76% þjóðarinnar að frú Andersen tók heilmikinn krók svo hún gæti skipað frú Níelsson dómara við Landsdóm, bara svo dæmi sé tekið. Finnst þér það siðlegt, og eða auka á virðingu almennings á dómskerfinu, eða ertu að meina að einungis Sjálfstæðismenn skuli handvaldir til að verða dómarar? Sérðu virkilega ekkert athugavert við það, Jón Steinar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 01:15
Ömurleg þráhyggja hjá þér að Sigríður Andersen sé ekki fullgóður ráðherra og flekklaus. Það er algerlega búið að hvítþvo hana af öllum ávirðingum ykkar kommanna.
Halldór Jónsson, 8.3.2018 kl. 16:46
Þegar menn eru rökþrota Halldór, eins og þú núna, grípa þeir til þess að stimpla menn sem komma. Þetta er einmitt vandi ykkar Kremlverjanna. Mér hefur alltaf verið hlýtt til gamla Sjálfstæðisflokksins, en síður þess flokksbrots hans sem þú fylgir enn af gömlum ávana. Enn vitna ég í Styrmi og nú um það að sjálfstæðismenn sé nú að finna í fjórum flokkum. Það er skiljanlegt að flokkurinn sé nú fjórklofinn þegar allri gagnrýni er mætt á þann hátt sem þú gerir hér að ofan.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.3.2018 kl. 17:04
Hér er dramað, heldur betur, í þessari vel skrifuðu grein þinni, Ómar, og í því sem á eftir fer.
Halldór minn, hann Pétur Örn Björnsson er alveg laus við að vera kommi.
Jón Valur Jensson, 9.3.2018 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.