Í hrokanum er fallið fólgið.

 

Sigríður Andersen er töffari, hefur alltaf verið.

Og oft unaðslegt hvernig hún hefur þorað gegn hinu viðtekna í pólitískum rétttrúnaði femínista umræðunnar.

 

En hún er ekki lesin í fræðunum, Machiavelli varar við hroka ef valdsmaður á frama sinn undir lýðnum.  Það skiptir ekki máli hvað þú gerir, það skiptir máli hvað þú virðist gera.

Og þegar töffarinn Sigríður, ákvað að sýna að hún væri ekki bundin að lögum og reglum líkt og annað dauðlegt fólk, og gæti í krafti vald síns brotið sáttina sem Alþingi hafði bundið í lög að kaleikurinn við skipan dómara væri færður frá ráðherra til svokallaðar faglegrar nefndar, og komist upp með það með því að knýja það í gegnum Alþingi í krafti ráðherraræðis.

Þá féll hún í hrokagryfjuna.

 

Og það er ekki auðvelt að skríða uppúr henni.

Tekst aðeins með auðmýkt sem er skapgerðisbrestur sem Sigríður þekkir ekki.

 

Þessi setning hennar er dásamleg, það er frá sjónarmiðum hrokafræðinnar;

"og hafa að mínu mati þrif­ist á því að tala niður störf þings­ins, störf emb­ætt­is­manna og stjórn­sýsl­unn­ar í heild,".

Það þarf mikið egó til að klína sínum eigin skít á vammlausa embættismenn sem frá fyrsta degi vöruðu ráðherra við að geðþótti hennar bryti í bága við góða stjórnsýslu eða stjórnsýsluna sem vann sína vinnu skammlaust og kom í hendur ráðherra rökstuddri tillögu að skipan dómara í Landsrétt. 

Og dómskerfið brást ekki heldur, það sýndi fram á það með gildum rökum að ráðherra hefði ekki rökstutt þær breytingar sem hún gerði á lista hæfnisnefndar, og brotið þar með gegn góðri stjórnsýslu og staðfesti þar með álit hinna vammlausu embættismanna.

Dómskerfið hins vegar gat ekki dæmt skipan flokksdómarana ólöglega því rétt var að henni staðið, ráðherra bar upp tillögu sína á Alþingi, og hún var samþykkt. 

Hún hefði líka verið lögleg ef Sigríður hefði á síðustu stundu strikað út nafnið á eiginmanni vinkonu sinnar, og sett þess í stað nafnið á hundinum sínum, enda er hann mjög tryggur, og Alþingi samþykkt. 

Það veit enginn hver eru neðri mörk sjálfstæðismanna, það hefur ekki reynt á þau.  En á meðan flokkurinn hefur þetta kverkatak á Alþingi, og fær sitt í gegn, hversu óeðlilegt það er, þá er niðurstaðan lögleg.

Um það rífst enginn.

 

En vammlausir sem þurfa að sætta sig við ofríkið og spillinguna, þeirra er ekki ábyrgðin.

Og þeir eru ekki talaðir niður þegar reynt er að láta ráðherra sæta ábyrgð.

Vörn Sigríðar er engu betri en mannsins sem var tekinn í bólinu með barnungri vændiskonu, þvingaða af mannsalsdjöflum, og krafðist sýknu fyrir dómi því fjölskylda hans væri vammlaus, og allt það samfélag sem hann tilheyrði liði ekki svona hegðun.

Meinið var að það var hann sem var fyrir dómi, ekki fjölskylda hans eða hið vammlausa samfélag sem hann tilheyrði.

 

Hrokinn mun verða Sigríði að falli.

Það efaðist enginn um máttleysi stjórnarandstöðunnar eða samtryggingu spillingarinnar.

Vígi hennar á þingi heldur.

 

En á meðan hún situr, verður aðeins talað um þetta mál.

Því eins og Machiavelli sagði, það er sama hvað verkin eru góð, ef þú hefur á þér ásýnd spillingar og valdshroka, þá mun fólk aðeins sjá það, en ekki hin góðu verk.

Og allt tal Katrínar Jakobsdóttur um siðvæðingu, siðbætingu, hljómar eins og aumur fimmaura brandari á meðan Sigríður situr. 

Hennar skítur verður smán saman skítur Katrínar.

 

Og hinir spilltu dómarar, því það er sannarlega spillingu að þiggja flokkskipan þegar lög kveða á um fagskipan, munu aldrei fá starfsfrið.

Verjendur munu alltaf draga trúverðugleika þeirra í efa. 

Á meðan það er ekki rannsakað hvaða gjald fór á milli, þá verður alltaf spurt.

"Hverju lofaðir þú í staðinn??".

"Eða hvernig getur þú dæmt mig sekan, þegar þú sjálfur greiddir fyrir stöðu þína??"

 

Það er nefnilega þannig að hroki vekur viðbrögð.

Og þegar sá hroki felur í sér að eyðileggja trúverðugleika hins nýja dómsstigs, Landsréttar, þá munu andstæðingarnir nýta sér það í botn.

Og á einhverjum tímapunkti munu samherjar hennar spyrja, af hverju eru við sjálfviljugir að sökkva með þessum hrokagikk??  Það er ekki svo að hún hafi eitthvað vald yfir okkur??

 

Og mikill bjáni má Bjarni vera að gefa andstæðingum sínum innan flokksins þetta vopn uppí hendur.

Margfalt öflugri stjórnmálamaður skaddaðist af slíkri frænda og vinahygli, það mikið að honum var komið í skjól við að naga blýanta.

Samt var þá ekki farið gegn skýrum lögum eins og gert er í dag.

Hrokinn er vissulega dauðasynd, en heimskan öllu verri.

 

Þess vegna mun ekki bara Sigríður falla.

Kveðja að austan.


mbl.is Vonar að þvarginu sé nú lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi pistill, Ómar Geirsson, er fullur af djúpri speki og góðu viti.  Mig grunar að svo fari sem þú spáir.  Rök þín halda sem oftast.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 12:57

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hrokinn er dauðasynd, en heimskan öllu verri.

Það segir sig sjálft.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 13:51

3 identicon

Hræsnin og forheimskunin eru þó alverst.  Í nafni hræninnar, skinhelginnar og forheimskunarinnar, er allt hið versta framið.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 14:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Líklegast er það svo Pétur.

Þú manst að ég óskaði þessari ríkisstjórn heilla í upphafi ferils hennar.

Því þrátt fyrir allt er hið hefðbundna þekktasti valkosturinn sem við höfum, og þá í merkingunni að þú þekkir fyrir hvað hann stendur.

Ég hef svo sem lengi verið að leita að útgangspunkti þess uppgjörs sem nú hefur átt sér stað, og ég geri endanlega upp í 10 litlum negrastrákum.

Það er því miður dapurleg staðreynd, burt séð hvort þekktir valkostir eins og Píratar þeirra Jóns og Smára séu lítt skárri út frá ruglandanum, að skipan Sigríðar var ákveðinn bautasteinn yfir vonirnar um að eitthvað hefði breyst, eða réttara sagt að vilji til breytinga væri til staðar.

Og þá féllu bæði Katrín og Bjarni á prófinu, Bjarni við að skipa Sigríði, og Katrín við að samþykkja,

Eftir stóð einn sameiginlegur flötur, sem var völd.

En manninn skal reyna, og hvað mig varðar þá reyndi ég að hundsa það sem við blasti, lét spjótin á Sigríði duga.  Og vonaðist eftir bakþönkum, þó væri ekki annað en þetta fólk vildi eiga möguleika á völdum eftir næstu kosningar.

En þessu fólki er hreinlega ekki viðbjargandi Pétur, það er eins og það átti sig ekki á að orðræða fortíðar er ekki einu sinni steingervingur í dag.

Og það er eins og Katrín átti sig ekki á að ímynd hennar byggist á því að hún hefur verið ósnertanleg, með svona teflon húð, brostu og vertu sæt, og fylgið mun koma.  Hvað svo sem Meetoo byltingin segir um það.

Og hún fórnar áralangri ímyndarsmíð með því að láta skít hægriöfgamanneskju verða sinn skít.

Svo ég vitni í þekkt dæmi, þá er Trump vinstrimaður, jafnvel sósíalisti miðað við Sigríði Andersen og hennar skoðanasystkini.

Hægriöfgar hafa stefnt að upplausn siðmenningarinnar langalengi, eða allt frá því að þeir hófu fjármögnun á frjálshyggjunni.  Hjá þeim er fólk ekki einu sinni skítur, aðeins kostnaður.  Þú þarft að eiga til að öðlast mennsku.  Og eiga mikið.

Svo er vörn þessa öfga, vörn Katrínar.

Veistu Pétur, ég held að hræsnin og forheimskan nái ekki að dekka þessa heimsku.

En ég hef tjáð mig, pistlað, og núna er ég að fara til Reykjavíkur til að sjá afkvæmin gera atlögu að öðrum bikar í blaki.  Þeir komu heim um síðustu helgi með bikar í fótbolta eftir að hafa unnið Stefnumót KA, sem er mót landsbyggðarpúka frá Ísafirði til Hornafjarðar, með fulltrúa sveitafólksins að sunnan, Aftureldingu úr Mosfellssveit.

Hrekkleysi æskunnar er framtíðin, og hana ber okkur skylda til að verja.

Og ef við getum það hvorki lokal eða global, þá gerum við það bara með því að láta lífið snúast um bolta.

Því lífið er framtíðin.

Ekkert annað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 16:51

5 identicon

Þú ert snillingur Ómar minn. 

Megi sonum þínum ganga sem best.

Það er gott til þess að vita að enn séu efnilegir ungir menn sem spila stoltir fyrir sitt litla bæjarfélag.  Að vera trúr og tryggur hinu litla er kjarninn sem allt byggist á.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 24
  • Sl. sólarhring: 768
  • Sl. viku: 5563
  • Frá upphafi: 1400320

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 4779
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband