7.3.2018 | 07:30
Uppreisn fólksins er hafin.
Og verður ekki stöðvuð.
Við munum sjá braskinu á húsnæðismarkaðnum sagt stríð á hendur.
Við munum sjá sjálftökunni sagt stríð á hendur.
Við munum sjá verðtryggingunni og vaxtaokrinu sagt stríð á hendur.
Og við munum sjá fall Gylfa forseta.
Áhrifin á stjórnmálin munu síðan fara eftir hvernig til tekst í þessu stríði á vinnumarkaðnum.
Hvort unga fólkið sem leiðir þessa uppreisn fólksins, sé sjálfu sér samkvæmt, setji sér skýr markmið og standi við þau.
Þá munu þau vinna þennan slag og stjórnmálin munu þá falla næst.
Því meirihluti þjóðarinnar hefur fengið nóg af sísviknum loforðum, innihalds lausum frösum, og stefnunni einu sem virðist vera að það er sama hvað sagt er fyrir kosningar, ef flokkar komast í stjórn, þá þjóna þeir aðeins einum herra.
Auðnum og hagsmunum hans.
Andófshreyfingunni hefur aðeins skort trúverðugleika enda auðurinn fjárfest mikið í sundrungu hennar.
Núverandi ríkisstjórn er síðasta von hefðbundinna stjórnmála.
Afgreiðsla hennar á Sigríðarmálinu sýnir að hún mun engu breyta, þegar á reynir eru hjólför spillingar og sjálftöku of djúp til að flokkarnir geti rifið sig uppúr þeim.
Hvorki Katrín eða Bjarni hafa þá forystuhæfileika sem til þarf.
Þau skynja ekki að flokkar þeirra eiga allt undir nýjum vinnubrögðum og endurnýjun trúverðugleika.
Þau ímynda sér að ef þau bara loki augunum nógu fast, þá muni flóðfylgja breytinganna fjara út í stað þess að kaffæra þau.
En flóðbylgjur fjara ekki út.
Eina spurningin er hve langt þær ná uppá land.
Tíminn mun svara þeirri spurningu.
En það hefst ekkert uppúr að hundsa flóðbylgjuaðvaranir.
Þú rífst ekki við ákallið um breytingar.
Kveðja að austan.
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 21
- Sl. sólarhring: 767
- Sl. viku: 5560
- Frá upphafi: 1400317
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 4777
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar, er ekki næsta skref að gera byltingu í stjórnmálaflokkunum, losna við allt mosavaxna liðið og beina þeim inn á réttar brautir.
Hrossabrestur, 7.3.2018 kl. 07:49
Mér sýnist að fólkið hafi valið á milli "giant douche and a turd sandwich" svo maður sletti einum South Park.
Líkurnar á því, að þessi atburður breyti einhverju á Íslandi eru hverfandi. Helsti vandi íslenskra verkamanna er samkeppni við ótakmarkaðan innflutning á láglaunafólki frá fátækum svæðum Evrópu.
Í þessu samhengi má benda á, að farandverkafólk frá austur Evrópu var einmitt kosið í nýja stjórn Eflingar. Það er því ekki líklegt að Efling bæti samkeppnishefni íslenskra, og að fátækt á Íslandi verði viðvarandi ástand. Ég geri allavega ekki ráð fyrir því, að fyrsta tillaga nýju kommanna í Eflingu verði að Ísland segi sig frá EES.
Líklegra er, að einhver órói verði á vinnumarkaði, þar til nýja forystan áttar sig á að hér verði engin bæting, nema innflutningur á láglaunafólki verði takmarkaður.
Og þegar nýja forystan hefur áttað sig, þá verður orðin til ný elíta í Eflingu. Fólk á góðum launum við að koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar.
Þetta hefur allt saman gerst áður.
Hilmar (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 08:53
Blessaður Hrossabrestur.
Ég hef ekki hugmynd um næsta skrefið.
Það eina sem ég veit að einhver muni nýta þessa óánægju sér til framdráttar.
Hins vegar tel ég okkur lánsama með þau Sólveigu og Ragnar Þór Ingólfsson og ég hef trú á því að þeim verði ekki svo glatt mútað.
Og félög þeirra eru of fjölmenn til að hægt sé að hundsa þau.
En hvernig þeim tekst til mun miklu ráða um hvernig þessi flóðbylgja mun leika stjórnmálin.
Eina sem ég vona að við sitjum ekki uppi með okkar útgáfu af Trump eða Berlusconi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 09:26
Blessaður Hilmar.
Allt gott og gilt sem þú segir, en þú vanmetur afl breytinganna.
Það er hið ófyrirséða sem við vitum ekki um sem ræður atburðarrásinni.
Það eina sem ég veit er að það hefur losnað um eitthvað sem verður ekki svo glatt hamið.
Og þetta er að gerast um allan hinn vestræna heim.
Og það er samspil þess sem gerist hér, og þess sem gerist út í hinum stóra heimi, sem knýr fram atburðarrásina.
Hið frjálsa flæði auðstéttarinnar verður aðeins varið með hervaldi, þannig enda öll kerfi sem knýja fram samnefnara hins lægsta. En hvað kemur í staðinn, það er spurningin.
En ég held að það reyni ekki svo á hana, heldur muni nýjar ógnir, vegna loftslagshörmunga, vegna flóttamannabylgjunnar sem rétt er nýhafin, það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir að við erum aðeins eyland í maurabúi, og vegna hinna nýju sjálfvirku tækni sem þannig séð hefur það að markmið að gera manneskjuna óþarfa, vekja upp nýjar spurningar.
Og þær spurningar þekkjum við ekki í dag.
En hið gamla er liðið.
Það er á hreinu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 09:35
Á vissan hátt finnst mér sem við félagar í Samstöðu Lilju Mósesdóttur og alls þess sem hún barðist fyrir, hafi nú vaxið um hrygg og það blessunarlega. Að skynsemisfólk standi saman, þvert á gamlar línur um vinstri, hægri og alls kyns moðsuðu afbrigði. Villi á Skaganum er í grunninn hriflungur, Ragnar Þór sjálfstæðismaður af gamla skólanum og Sólveig Anna róttæklingur kennd við sósjalista. En það sem sameinar þau og er hið mikilvægasta er að öll hafa þau skilning á því að hin vaxandi misskipting er samfélaginu fjandsamleg. Að það verði öllu samfélaginu til hagsbóta að jafnara sé skipt. Til lýðræðis, réttlætis og velferðar okkar íslenska þjóðfélags til friðar og sátta. Og þannig að allir geti unað glaðir við sitg. Þannig séð getum við svo sannarlega glaðst yfir því að þau þrjú og reyndar fjögur með Aðalsteini hinum húsvíska stýri nú 60.000 félagsmönnum sínum til blómlegri og betri tíðar. Samstaðan lifði veturinn af. Megi nú vora.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 12:41
Viturlega mælt Pétur Örn.
Megi nú vora.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2018 kl. 13:49
Vaxið fiskur um hrygg, vildi ég vitaskuld sagt hafa í athugasemdinni hér að ofan. Segi svo takk Ómar og takk sömuleiðis :-)
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2018 kl. 14:16
Heyr og sammála, en að auki sting ég upp á að nýja stjórnin skipti út uppöldu og dressereðu starfsliði gömlu valdhafana og byrji með tandurhreint borð.
Jónatan Karlsson, 7.3.2018 kl. 22:49
Sæll Ómar og aðrir gestir á þessari síðu.
Ef þið haldið, að það fari eitthvað að vora,
í þessu gjörspillta samfélagi sem við búum í,
þá er nokkuð ljóst að vonir ykkar og ósk um betra
samfélag er aldeilis langt frá rauneruleikanum.
Þeir sem höfðu eitthvað þor, 10.000 manns, sem fluttu burt,
eftir hrun, var megin þorri þeirra sem reyndu að mótmæla þessu
siðblinda fólki sem á alþingi situr.
EKKERT, og þá meina ég EKKERT, af þessu fólki sem þar situr,
er að gæta hagsmuna almennings.
Þrælslundinn og hundseðlið, er það sem þetta fólk stólar á.
Og það veit að það virkar.
Unga fólkið okkar í dag er innprentað að hafa ekki skoðanir.
Bara pólítskan rétt trúnað. Ef það hefur einhverja aðra skoðun,
heldur en þetta vonlausa lið sem á alþingi situr, þá er allt notað
gegn þeim. Af mörgu er að taka til að sýna að svo er.
En ef ég gerði það, þá yrði þessi bloggsíða Ómar minn,
uppfull af fólki sem myndi telja mig "rasista" og miklu
verra, að detta það í hug og halda því fram að Ísland sé eins og það er.
Gjörspiilt.
Svo einfallt er það.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested, 8.3.2018 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.